Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1966, Qupperneq 5

Æskan - 01.05.1966, Qupperneq 5
a lítinn fisk, sem lá þarna rétt upp við land á milli steina, og leit einna helzt út fyrir að vera dauður. „Aum- Inginn litli," sagði Jörgen og seildist eftir fiskinum. "Kannski hann hafi bara klemmzt milli steinanna, og 'ifni við ef ég hjálpa honum úr þessari klemmu.“ Hann sIePpti fiskinum aftur þar sem áin var dýpri, og þá var i|:,nn sprelllifandi og synti rösklega frá árbakkanum. Meðan Jörgen var að horfa á eftir fiskinum, heyrði flann allt í einu rödd rétt hjá sér kalla til sín. Og upp Ur vatnaplöntunum, sem syntu á fljótinu, steig yndisleg vatnadís, sem sagði: »t*ú varst góður að hjálpa litla fiskinum mínum og í staðinn ætla ég að hjálpa þér. Ég veit hvers þú hefur Verið að óska þér, og þú skalt fá ósk þína uppfyllta. Þú Veiður aðeins að lofa mér því, að gera allt sem þú getur ttl þess að lijálpa fiskunum í hinn nýja árfarveg, þegar Þar að kemur.“ Jörgen varð mjög undrandi og næstum sem dáleiddur, er hann sá og heyrði þessa veru tala til sín. En loks, er uann fékk málið, gat hann stamað upp þakklæti sínu °g bætti svo við: „Ég mun gera allt sem þú skipar, en ftvernig má þetta verða, þetta er svo ótrúlegt?" Þá rétti vatnadísin honum skínandi eðalstein og sagði: »Þegar þú strýkur þessum gimsteini um klettana hérna, l3á munu þeir klofna í sundur og áin breyta farvegi sín- nm og renna gegnum sprungurnar. En fiskanna verður þð að gæta vel og gæta þess, að enginn þeirra verði eftir 1 Þinum gamla farvegi, og enginn má deyja við þessar aðgerðir og allt verður þú að gera sjálfur, enginn má ftjálpa þér, það er mitt skilyrði." Jörgen tók við skínandi steininum. Hann var sem ís, Sv° kaldur var hann í heitum lófa Jörgens, og með hon- Uln strauk hann yfir klettana í gljúfrinu. Nú gerðist allt '* skammri stundu, sem dísin hafði sagt. Jörðin skalf og ftfettarnir klofnuðu, og það varð mikill gnýr, er fljótið Hér var kista full af gullpeningum. ólgaði og freyddi í hinum nýja farvegi. Jörgen hélt áfram að strjúka steininum eftir klettunum, þar til liann kom fyrir síðustu bugðuna í gljúfrinu. Jörgen gleymdi ekki orðum dísarinnar, og nú óð hann út í gamla farveginn og leitaði eftir, hvort fiskar hefðu orðið eftir milli steina og lijálpaði þeim, sem hann fann, og einn þeirra var einmitt litli fiskurinn, sem hann sá fyrst, því hann var svo sérkennilegur. Já, þetta var sannarlega undarlegur fiskur, einhvers konar töfrafiskur, því að hann fór allt í einu að tala við Jörgen og sagði: „Jörgen, þú ert fátækur maður, og þó að ríki maður- inn haldi loforð sitt við þig og gefi þér dóttur sína, þá eruð þið allslaus." „Já, það er alveg satt,“ svaraði Jörgen, „en við því er ekkert að gera.“ „Ekki er það nú alveg rétt,“ sagði fiskurinn. „Ég veit hvar rnikill fjársjóður er fólginn — fylgdu mér eftir og þá skaltu sjá.“ Jörgen undraðist þetta mjög, og hann strauk um höfuð sér til að vera viss um, að þetta væri ekki allt saman draumur. Fyrst var það dísin og allt, sem hún hafði látið gerast, og svo fiskur, sem talaði til hans og ætlaði að vísa honum á mikinn fjársjóðl „Getur þetta verið rétt?“ spurði Jörgen. „Ég hefði svo sem þörf fyrir að finna fjár- sjóð.“ Hann horfði á töfrafiskinn, sem nú var syntur af stað, og hann hrópaði til hans: „Auðvitað mun ég elta þig, þó það sé á heimsenda, þar sem fjársjóðurinn er falinn." Jörgen elti nú töfrafiskinn, sem synti nálægt árbakkan- um. Allt í einu stakk fiskurinn sér á kaf og þar stanzaði 205

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.