Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 31

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 31
GAUTI HANNESSON: HANDA VINNUHORNIÐ Fuglahúsið í garðinum. Oft er hægt að fá skógarþresti og maríuerlur til þess að verpa 1 hreiðurkassa. iiezt er, að fuglahúsið sé úr afklipptum greinum ^ trjánum úr garðinum hjá ykkur eða nágrannans. Margir láta shppa tré sín á vorin og því víða hægt að fá greinar. En byrjið samt á því að fá fjöl í botninn, svona 20x15 cm og tommu á hykktina. — Hornstoðir neglast við botnfjölina, síðan bindið þið saman sPerrur í þakið og hafið mæniás, sem liægt er að negla í. Einnig *“*tti nota bast til að binda saman greinarnar eða þá seglgarn. h-n gætið þess að liafa húsið nokkuð mikið opið i allar áttir (sjá ^nynd). Fuglinn vill geta séð vel i kringum sig. Gæta verður þess, hafa húsið það hátt uppi i trénu, að öruggt sé, að kötturinn , "ist ekki þangað upp. Gjarnan má láta smá greinaenda standa úr húsinu niður við gólfið, svo að fuglinn geti sezt á þær, n®ur en hann skríður á eggin. Ekki skuluð þið mála húsið í vor eldur i sumar, þegar ungarnir eru flognir út. Fuglum er illa málningarlykt. Gætið þess að binda húsið það vel, að það Júki ekki, þótt hvessi. — Fuglinn sér sjálfur um það að búa til hreiðurkörfuna. Vegghilla fyrir blómapotta. Á vorin lifna pottablómin úr vetrardvalanum, eins og allt ann- að. Hér sjáið þið mynd af lítilli vegghillu, sem ætiuð er fyrir 2—3 blómapotta. Hún er smíðuð úr furu, sem þarf að vera vel þurr og kvistalaus. Stærðin á plötunni er: Lengd 28 cm, Breidd 15 cm og þykkt 2 cm. Styrktarstykkið að neðan er um 11 cm á lengd. Það er skrúfað fast ofan frá. — Þið þurfið að liefla fjalirnar vel og slípa siðan með sandpappír. Ef hillan á að vera á ijósum vcgg, mætti bæsa hana með hnotu-vatnsbæsi, og þegar hún er þurr orðin, þá er nauðsynlegt að lakka yfir með glæru lakki, frekar þunnu. Ef hillan liins vegar á að vera á dökkum vegg, þarf ekki að bæsa, aðeins lakka. — Setjið sterk hengsli aftan á hilluna, því að ekki er gott að allt detti niður á gólf! 231

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.