Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 9

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 9
HBÓlHÖTTUR ”Mig hefiir hent það slys að vega ráðsmann föður mxns, °§ hef ég því neyðzt til að flýja að heiman.“ »Hvert er nafn þitt?“ spurði Hrói fljótlega. ”Vilhjálmur Bogvaldur heiti ég frá borginni Friðsæld," svaraði hinn. >>Röski dengur! Ég er móðurbróðir þinn!“ mælti skógar- "‘aðurinn og vafði hann fast að brjósti sér. „Það hefðir Ph átt að segja mér fyir.“ oFyrirgef mér/ nælti hinn ungi maður og féll á kné YHr Hróa. „Héðan af vil ég þjóna þér alla ævi dag °§ nótt.“ >>Réttu mér hönd þína,“ svaraði Hrói. „Þú ert hraust- "lenni, þajj hef ég fengið að reyna. Förum nú af stað að "na kappa mína.“ Frændurnir, er þarna hittust, héldu "" af stað saman til fylgsna skógarmanna og ræddust við, ‘Vl þeir höfðu margt hvor öðrum að segja. ^ J>eRar þeir nálguðust fylgsnin, tók Hrói höttur hornið a belti sér og blés í það snöggt. Óðara en hljómurinn ht, stóð Litli Jón við hlið honum. ”Er hætta á ferðum, höfðingi?" mælti hann. „Hví hefur Per orðið svo dvalsamt? Og hvaðan kemur blóð þetta?“ ”Ég hef hitt þennan unga mann,“ svaraði Hrói höttur, ,,0g hann hefur veitt mér mörg högg og þau væn.“ ”Þá verð ég að gefa honum ráðningu,“ mælti hinn hái °§arxnaður, „og vitum, hvort hann leikur mig eins,“ °§ óð svo með kylfu í hendi að komumanni. ”Nei, nei!“ sagði höfðinginn og gekk á milli, „eigi ‘o svo vera. Hann er sonur systur minnar, og næst þér a hann vera mér handgengnastur." »Vertu þá velkominn til skóganna, vinur,“ sagði Litli 11 °g tók í höndina á komumanni. „Við skulum halda hátíð til heiðurs þér í kvöld. En hvað áttu að heita í félagi voru?“ „Nafn hans er Bogvaldur,“ svaraði Hxói, „en það er bezt, að hann verði skírður upp aftur eins og þú. Hann verður að leggja niður skarlatsrauða haminn, og skal hann nú heita Vilhjálmur skarlat." Því næst tók hann hornið, bar það að vörum sér og blés, „unz bergmálið svaiaði frá hverjum dal og hól.“ Meir en hundrað vasklegir menn, allir grænklæddir, gegndu mexkinu og spruttu fram á milli trjánna eins og hópur kátra dýra. Vilhjálmi Bogvald varð felmt við, er hann sá svo marga menn, alla með boga í hendi, og kallaði til móðurbróður síns, að þeir skyldu forða sér. Sjálfur tók hann á rás undan, en Hrói höttur þreif samstundis í handlegginn á honum, og bað hann að líta á lagsbræður sína, og hlógu þeir dátt að ofboðinu, sem á hann hafði komið. „Hvað viltu, höfðingi," svaraði Vilhjálmur ofurhugi, sem var í broddi fylkingar, „það hvein svo hátt í horni þínu, að vér hugðum, að nú mundi eigi til setu boðið.“ „Nú er hættan um garð gengin," svaraði Hi'ói. „Heilsið nú þessum nýja félaga yðar, það er systursonur minn, hefur hann sýnt af sér frábæra hreysti og reynzt mér æi'ið þunghöggur." Allir skógarmenn æptu gleðiópi til að fagna hinum röska unga manni, gengu svo allir til lians og tóku í höndiira á honum, til að bjóða hann vel- kominn í félagið. Síðan fóru þeir á veiðar, héldu dýrlega veizlu að kvöldi og skemmtu sér, unz rökkurgeislar kvöld- sólarinnar minntu þá á að leita til hellna sinna og lauf- skála. 1 næsta blaSi: Hrói höttur og C)li írá Dalnum. VERÐL AUN A GETR AUN Úrslit í þriðju verðlaunaþraut ÆSKUNNAR „Hver þekkir borgirnar?“ urðu þau, að eftir- talin nöfn voru dregin úr rétt- um lausnum og hlutu verðlaun: Elísabet Hákonardóttir, Skipa- sundi 55, Reykjavík; Hrönn Þórisdóttir, Höfðabraut 16, Akranesi; Hafsteinn Sæmunds- 886 LAUSNIR son, Skógargötu 18, Sauðár- króki; Ólöf Anna Steingríms- dóttir, Ytri-Tungu, Tjörnesi, Suður-Þing.; Sturla Einarsson, Grund, Þórshöfn. Alls bárust 886 lausnir og voru 727 réttar. Borgin að þessu sinni var BERLÍN. Hverjir fá næstu bókaverðlaun? 209

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.