Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 28

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 28
Nýi skálinn er um 280 m- að stærð. meðan við enn stöndum á hlaðinu heyrum við hvellan lúðurhljóm. Drengirnir eiga að vakna. Nýr dagur heilsar þeim, og glaðir þjóta þeir á fætur, hressir og fjörmiklir eftir hvíld næturinnar. Stírurnar eru þvegnar úr augunum og eftir að þeir hafa hyllt íslenzka fánann, er gengið inn til morgunverðar. Hraustlega er tekið til matar síns, því að mikillar orku er þörf við margvísleg verk- efni dagsins. Að loknum morgunverði er sungið og síðan taka allir fram Nýja testamenti. Stuttur kafli er lesinn, og foringinn talar við þá um það, sem Guðs ríki heyrir til. Þessar stundir eru veigamesti þátturinn í sumar- bviðastarfi Skógarmanna. Að þessu loknu dreifist hópurinn. Drengirnir þjóta um eins og kálfar á vordegi. Sumir hendast niður í fjöru og hrinda bátum á flot, aðrir hlaupa í spretti út á knattspyrnuvöll og enn aðrir hverfa vit í skóg. Alls staðar er líf og fjör. Alls staðar bíð‘l verkefni þeirra, senv hafa hugmyndaflug og elU framkvæmdasamir. Þannig líður svo dagurinn fljótt við leiki °S störf. Foringjarnir fara með þá í gönguferðiv leiki, efna til íþróttamóta og æfa sund. En þeSal sólin fer að síga í vestri, sitja drengirnir í kriog um arineld og syngja. Á kvöldvökunni hljónv^1 þróttmikill söngur vmgra drengja, sögur eru sag° ar og leikir leiknir. En að lokvun hlusta þeíi' 3 Guðs orð. Eins og dagurinn hófst, þannig er h°!l um einnig lokið. Eftir viðburðaríkan dag er nóg að tala uffli el1 svefninn og þreytan segja til sín. Þegar foringj311^ ir hafa komið inn í salinn í síðasta sinn, á alh a vera kyrrt og hljótt. Til þess að geta notið næsia dags, verða drengirnir að sofa og hvílast vel. Skömmvi síðar kveðjum við þennan fagra sta^' Nóttin er skollin á. Kyrrð og heilagur friður hvíl11 yfir öllu. Rauðleitir geislar sólarinnar speglast lygnu vatninu og þrestirnir syngja fögur þakka1 ljóð um góðan Guð, sem skapað hefur slíkan sta En inni í skála sofa ungir og hraustir dreng11 værum svefni, og ný og óþekkt verkefni bíða þelll‘ næsta dag. • • SJO ára prestur. Litli snáðinn, sem þið sjáið hér á myndunum, er aðeins sjö ára að aldri, en samt er hann orðinn japanskur Búddhaprestur og helgar líf sitt góðgerðarstarfi. Aðal- starf hans er betl í því skyni að safna fé til að reisa nýtt musteri. Faðir hans, sem er með honum á myndunum, er einnig prestur við hið 400 ára gamla Amida musteri i norðaustur Japan. Litli snáðinn, sem heitir Mario, er nu í fjáröflunarferð í Bandaríkjunum alveg einsamall, og er sagt, að ferð hans hafi til þessa borið góðan árangur-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.