Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 10
■J^pesta í'erð Williaras var undir um- sjá gamals og reynds lestarfor- ingja, Lew Simpsons að nafni. William var ráðinn sem varamað- ur, en það þýddi, að hann fékk fullt kaup og átti að vera viðbúinn að taka við starfi hvers þess i lestinni, sem félli, særðist eða gerðist óvígur á ann- an hátt. í lestinni voru tuttugu og fimm vagnar, sem stjórnað var eða gætt af lestarstjóra og vara-lestarstjóra, Willi- arn „varamanni“, næturvarðmanni, nautrekstrarmanni, sem rak lausu ux- ana, og ökumanni fyrir hvern vagna- hóp. Allir voru þeir vopnaðir stuttum rifflum og skammbyssum og hölðu allir hest, en þar bar þó hestur Willi- ams af, því að hann var enginn annar en Jarpur. Allir lestarmennirnir öfunduðu drenginn af gæðingnum og sumir létu jafnvel þau orð falla, að þeir ætluðu að ná honum af William með góðu eða illu. „Ég er hræddur um, að það verði ekki af því, piltar, drengurinn á þenn- an hest, og sá, sem leggur hönd sína á hann, skal mæta mér!“ Sá, sem talaði, var J. B. Hickok, þekktur sem „Villti Bill“ og í þessari ferð hittust þeir fyrst, hann og Willi- am. Villti Bill var varalestarstjór.i í þess- ari ferð og allir þekktu hann það vel, að hugmyndin um að krækja í Jarp með óheiðarlegum aðferðum var strax að engu gerð, og William var örugg- ur um eign sína. Sem varamaður hafði William lítið að gera í fyrstu, og engir Indíánar tepptu för þeirra, svo að hann gerðist veiðimaður lestarinnar og hélt henni vel birgri af nýju dýrakjöti og villt- um fuglum. Það var í einum þessara veiðileið- angra, sem William öðlaðist nafnið Buffalo Billy. Ekki Buífalo Bill, takið eftir, heldur Buffalo Billy. Það var nokkru seinna, þegar hann drap yfir Æfintýri Buffalo Bill fjögur þúsund buffla á sex mánuðum til að birgja verkamennina, sem unnu við Kansasjárnbrautina, upp af kjöti, að hann hlaut nafnið, sem hann var þekktur undir til dauðadags. Afrekið, sem færði honum fyrsta viðurnefnið, var allt annars eðlis en það síðara. Dag einn, þegar liann var með Lew Simpson lestinni, hafði hann skotið antilópu og fór af baki til að gera að henni. Varð hann þá nijög hissa, er hann sá, að Jarpur var á hraðri ferð í burtu frá honum eftir sléttunni. Hann uppgötvaði strax or- sökina til ílótta Jarps, þvi að þús- undir buffla voru á leið til hans með miklum hraða. Aðeins eitt bjargráð var til, og það var tré, sem stóð nokkur hundriið metra í burtu. Allt þarna í kring var ekki annað tré, og William hafði uppgötvað 11 c þetta, þegar hann var að elta antiloP' una og skreið upp í það til að koffla öruggu skoti á hana. Hann þaut af stað í áttina til tres- ins og klifraði upp í það. Til allrar hamingju voru bufflarnir enn töln- vert í burtu. En þegar hann tók a® virða fyrir sér hina stóru hjörð, gat hann greint stóran flokk rauðskinna> sém voru að reka hjörðina. Miðja hjarðarinnar hélt í áttina til trésins og Indíánarnir fylgdu fast a eftir, svo að hún hlaut að lenda beint á trénu. William vissi vel, hver örlög ha116 yrðu, ef liann lenti í höndum hinna rauðu. Hann ákvað strax livað han11 ætlaði að gera. Að dvelja í tréffl1 þýddi vissan dauða í höndum rauð skinnanna, en að sleppa, eins og han11 ætlaði sér, á baki eins buffals, val mikil áhætta, þó að hún væri þesS verð að taka hana til greina. Hann slengdi rifflinum á bak sel’ valdi úr einn vísund, stóran tarf, °S henti sér niður á liið breiða bak ha,lS um leið og liann fór fram hjá. í nokkur augnablik leit út eins William hlyti að cletta á höfuðið unó ir klaufir bufflanna, en hann náði þ° haldi á síðustu stundu í loðnu111 makka dýrsins, og þar hékk hann upP á líf og dauða, en festi sig betur ffle sporunum sínum. Tarfurinn varð alveg hamslaus hræðslu og reiði, stökk hátt í loft upP’ gaf frá sér öskur mikið og hljóp S1 an af stað með slíkum hraða, að h311’1 var fyrr en varði kominn langt á un an hinum dýrunum. Sér til mikillar skelfingar sá W1^ William hittir VILLTA BILL 210

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.