Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 34

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 34
ÞðRIINN PALSDÖTTIR: f þessum þætti tölum við um egg og nesti. EGG. Mest er notað af hænueggj- um, enda eru þau i daglegu tali oft nefnd egg. Af eggjum ann- arra tamdra fugla má nefna andaregg og gæsaregg. Enn- fremur er svolítið notað af eggjum villtra fugla, svo sem álku, svartfugls o. fl. Hænuegg vegur oftast 50— 60 g og er mjög næringarrík fæða. Yzt er skurnið. Er það með smáum loftgötum til þess að unginn fái loft. Skurnið er að innan klætt hvitri himnu, sem nefnist skjall. Fyrir innan skjallið er hvítan, þá rauðu- himnan og rauðan innst. Úr henni liggja rauðuþræðirnir út í sinn hvorn enda eggsins, en þeir eiga að lialda rauðunni í miðju egginu. Hvítan inniheldur fullgilda eggjahvítu, nokkuð af steinefn- um, en ekkert af vítamínum. Rauðan er næringarríkust, enda inniheldur hún öll þau kjarnaefni, sem þarf til þess að mynda og viðhalda lífinu í unganum. Hún er auðug af steinefnum og vitaminunum A, B og D. Að sjóða egg: Stingið í rúnna endann á egg- inu með nál, t. d. öryggisnál, svo að það springi síður. Látið vatnið bullsjóða. Salt- ið. Takið pottinn af eldinum og látið eggin varlega ofan í með skeið. Setjið pottinn yfir aftur og sjóðið eggin sem hér segir: Linsoðin egg: Lítil egg ..... 3 mín. Meðal egg .... 3% mín. Stór egg ...... 4^4% mín. Takið eggin upp og iátið þau andartak í kalt vatn til þess að stöðva suðuna. Harðsoðin egg: Suðutíminn reiknast eftirþví, hvernig á að nota eggið. Meðal egg þarf að sjóða í 12 mín., ef við viljum hafa rauð- una alveg þurra, en 9 mín, ef rauðan má vera ofurlítið blaut. Gott er að hafa vekjaraklukku við hliðina og láta hringja við eggjatima, eins og myndin sýn- ir. Kælið eggin strax vel í renn- andi vatni. Þá næst skurnið auðveldlega af og ekki er hætta á, að dökk rönd komi i kring- um rauðuna. Að geyma egg: Bezt er að geyma egg á svöl- um stað, en þó ekki alveg við frost. Miklar hitasveiflur eru ekki góðar fyrir eggið. Það segir okkur, að höfum við á annað borð sett eggið í ísskáp- inn, þá eigum við ekki að færa það síðar til geymslu á heitari stað. Geymið eggin í eggjabakka með mjórri endann niður á loftgóðum stað. Góð egg eiga að vera iyktargóð, hvitan á að vera seig og rauðan á að liggja í miðju egginu. Ný egg sökkva í 10% salt- upplausn, en gömul egg fljóta. Þótt okkur þyki eggin dýr, eru þau ekki dýrari en annað álegg miðað við næringargildi. NESTI. Nú, þegar komið er vor, verð- ur okkur hugsað til sumarleyf- isins og ferðalaga um helgar. Þá kemur það sér vel að kunna að útbúa nestispakka og vita, hvaða matartegundir eru heppi- legar í nesti. Hugsum okkur, að við ætlum í ferð, sem hefst kl. 1 e. h. á laugardegi og stendur yfir til sunnudagskvölds. Þá cr rétt að ákveða, áður en innkaup eru gerð, hvað eigi að borða í hverja máltíð. 1. Eftirmiðdagsdrykkur: Mjólk með 2 samlokum (2 franskbrauðssneiðar lagðar saman með smjöri og hunangi eða marmelaði) haft með í litlu plastíláti. 2 heilhveitibrauð- sneiðar lagðar saman með smjöri og rifnum osti og jafn- vel 2—3 gúrkusneiðar með. Þessu er komið fyrir í einn pakka, fyrst í smjörpappír, síð- an í plastpoka, teygja látin ut- an um og pakkinn merktur: Iaugardagur kl. 4. 2. Kvöldmatur: 4 brauðsneiðar með mismun- andi áleggi, svo sem liangikjöti, kæfu, eggjum og salati. Þetta er bezt að útbúa eins og mynd- in sýnir. Leggið stórt bréf (smjörpappír) á borðið, látið brauðsneiðarnar í bunlca með smjörpappír á milli. Munið að hafa salatið efst. Látið síðast stóra bréfið utan um brauðið og plastpoka yzt. Merkið pakk- ann: laugardagur kl. 8. Gott er að hafa með þessu heita, þunna soðsúpu, ef kalt er í veðri. Þá verðum við að hafa liana með á hitabrúsa að heiman. 3. Morgunhrcssing: 1 samloka með osti og gúrku, 1 harðsoðið egg og 1 tómatur. Öllu komið fyrir í einum plast- poka sem fyrr og merkt: sunnudagur kl. 8 f. h. Með þessu væri gott að eiga heitt eSfl kakó á brúsa, annars 60S ávaxtasafa. 4. Hádegismatur: 2—3 kótelettur með W - salati eða beinlaus svið soðnum gulrófum. ApPe s^g, eða banana má borða hér Þessu er komið fyrir ú hátt og hinu og merkt sun dagur kl. 12. 5. EftirmiSdagshressing: Samloka (rúgbrauð og brauð með tómötum «8 e«jj, um á milli). Maltöl með- £ j um pökkunum komið tj ^ tösku í þeirri röð, sem n° ‘ st þannig að efst er það, sern á að nota. gCni Þessi matur er dýr. Pa . at við erum alltaf með dýrar*^^, um lielgar en aðra daga> ur mismunurinn ekki eins ill, þótt við hefðum heima. ti1 Fleiri matartegundir 1(0 geIn greina i ferðalögum, sy° jjn harðfiskur, sild og fleirajyjtt' þessar tegundir eru báðar ^ sterkar, og það er ekki 8° af fá síldar- og harðfiskbra öllu nestinu. aj[ka Munið, að með því ao ? g^t öllu inn, eins og áður setí11'’ livað þarf í hverja málti ■ .p,, Sé ekki farið af stað a an með meira en við Þ verður enginn afgangur- ulr að ganga vel og snyrt' e tjaldstæði og skilja ek 1 bréfarusl og flöskur. Góða ferð I 234

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.