Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 7
^lvö ijó& e\tir ^Tflatthíció ^oltcinneóóen. Nýlega hefur Almenna bókafélagið gefið út ljóðabókina „Fagur er dalur“ eftir Matthías Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Matthías er nú í hópi okkar beztu ljóðskálda og vill Æskan kynna hann lesendum sínum með því að birta hér tvö ljóð úr hinni nýju bók lians. Fyrra ljóðið er úr ljóðaflokknum „Myndir í hjarta mínu“, en það síðara úr ljóðaflokknum „Sálmar á atómöld". Matthías Johannessen hefur til þessa gefið út fimm ljóðabækur, en þær eru: Borgin hló, 1958, Flólmgönguljóð, 1960, Jörð úr Ægi, 1961, Vor úr vetri, 1963, og Fagur er dalur, 1966. Matthías Johannessen. Eins og vornótt vefji landið vœrðarmjúku dropakast i eða hvisli hljótt við grasið hafsins svala morgungola — eins og litill lcekur beri Ijúfa jrrá af fjöllum ofan, brosi hlýtl við bakka grcenum bregði á leik við stein og klappir eins og bliki á heiðum himni hláturmildar stjörnur vorsins eða brosi sól i suðri sumarhvít á júnídegi — eins og fold úr hafi hefjist hljóð og blá úr jökulmóðu yljuð geislum dags og drauma dularfull með svipinn bjarta — þannig vakir þú i minu þögla lijarta. Við enwi börn að leik í garði þínum og þú heldur almáttugri verndarhendi þinni yfir okkur. Samt höfum við farið illa með garðinn þinn, traðkað grasið niður i dökkan svörð, tekið aldin ófrjálsri hendi af gremum trjánna og brotið greinarnar, skorið klúryrði i börkinn. En þú brosir að kenjum okkar og við finnum kærleika þinn eins og hlýjan andvara i grœnu grasi. Allt vald er þér gefið i garði þínum, samt er liann okkur auðsóttur leikvöllur. 207

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.