Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 6
„Þú varst góður að hjálpa litla fiskinum mínum, og 1 staðinn ætla ég að hjálpa þér. Eg veit, hvers þú hefur verið að óska þér, og þú skalt fá ósk þína uppfyllta. Þú verður aðeins að lofa mér því að gera allt, sem þú getur, til þess að hjálpa fiskunum.“ Jörgen og leit niður i árvatnið. Þar var heldur dýpra, eins og smá hylur. Það var sem glitti á eitthvað þarna niðri. Það var komin nótt en bjart af tungli. Jörgen kal- aði nú niður á eftir fiskinum, og allt í einu sá hann fjár- sjóðinn. Það var lítil kista full af gullpeningum. Hún var svo þung, að Jörgen gat ekki bifað henni. Hann fór margar ferðir niður í hylinn og tók alltaf handfylli af peningum í hverri ferð, Jjar til hann var búinn að létta svo á kistunni, að hann gat að lokum komið henni upp á árbakkann. Nú settist Jörgen þarna á árbakkann í tunglsljósinu og horfði á öll þessi auðæfi, sem honum höfðu fallið í skaut. En með því að Jörgen hafði vit í kollinum, þá vissi hann, að þótt hann hefði nú áorkað því að breyta íarvegi fljótsins, sem var skilyrði til að fá Hildu fyrir konu, treysti hann ekki fyllilega orðum óðalsherrans. Engin vitni höfðu þar verið við, og þó honum hefðu fallið allir Jjessir peningar í skaut, Jrá hafði þetta í sjálfu sér ekki breytt ]m, að hann var enn hinn umkomulausi sonur leiguliðans, sem hafði þrælað undir óðalsherranum allt sitt líf. Hann bjó sig því til ferðar þessa sömu nótt. Hann tók með sér Jjað af gullinu, sem hann taldi sig Jsurfa til að framkvæma ráðagerð þá, sem fæddist í kolli hans Jrarna um nóttina. Að nokkrum tíma liðnum hafði hann fest kaup á glæS1’ legum herragarði og ráðið til sín þjóna og annað vinnU' fólk, sem tilheyrði. Hann bjó sig í skartklæði, sem sæmth1 stöðu hans. Allir héldu, að Jjetta væri tiginn maður f'll fjarlægu landi, svo glæsilegur og fallegur var hann. Hann lét nú Jrað boð út ganga, að hann myndi hald® mikla veizlu, og væru allir fyrirmenn úr nálægum héruð' um boðnir og velkomnir. Óðalsherrann, faðir Hildu, hafði heyrt um Jjetta allan glæsibraginn, svo að hann var forvitinn að vúa> hvort Jjetta væri ekki einmitt biðill, sem hæfði Hil1'11 dóttur hans. En hún hafði verið svo hrygg og hljóð síðaU Jörgen hvarf. Það var mál manna, að Jörgen hefði far’7-1 í fljótinu, þegar það breytti farvegi sínum. Óðalsherrann og Hilda dóttir hans bjuggu sig nU 1 veizluna og voru mjög glæsileg, Jjegar Jjau gengu inn 1 ríkmannlega búinn veizlusalinn. Þau sáu hinn unga óðab herra, þar sem hann stóð keikur og glæsilegur og tók a móti gestum sínum, og ekki báru Jjau kennsl á haU11’ fyrr en Jjau stóðu fyrir framan hann. Og ekki er að oið lengja Jjað, að Jjau urðu alveg undrandi. Óðalsherrann, faðir Hildu, varð hálf sneypulegur, þeS ar honum varð ljóst, hver hinn ungi herra var, og han° sá allan glæsibraginn hvarvetna í kringum sig. En JörgeI1 var alveg hinn sami og áður. Hann brosti vingjarnlega hneigði sig djúpt fyrir óðalsherranum og dóttur hanS' Svo mælti hann: „Þér loíuðuð mér dóttur yðar fy1*1 eiginkonu, ef ég gæti breytt farvegi fljótsins, og Jjað hefnl tekizt, og nú get ég einnig boðið henni það heimilú sellj stöðu hennar sæmir, svo að ég vona að ekkert sé þvl fyrrstöðu, að Jjér haldð loforð yðar.“ Hinn stolti óðalsherra sá nú, að hinn fátæki Jörgen nl kotinu halði algerlega mátað hann, svo að hann gaf aU vitað samjjykki sitt, og liann mátti vel við una, því fylU utan allt ríkidæmið, sem féll í hlut Hildu dóttur hallS’ þá fékk hann Jjann bezta tengdason, sem hugsazt gat’ góðan, vitran og hugrakkan. Þið getið ímyndað ykkur, hve Hilda varð glöð, og fa legri brúðhjón höfðu ekki sézt langa lengi í Jjessu la11^1’ og lýkur svo Jjessu ævintýri. Endursagt L. M. Munið jftad. Gjalddagi ÆSKUNNAR er liðinn og enn eiga allmarg- ir ógreitt andvirði yfirstandandi árgangs. Gerið blaðinu Jjann greiða að senda eða koma og greiða árgjaldið strax. Árgangurinn kostar aðeins 175 krónur. Nú er tæk'h^ að gerast áskrifandi og fá Jjað af blaðinu, sem 1,1 komið á Jjessu ári, Jjví upplagið er nú að Jjrotum k°n1^ hjá afgreiðslunni, Jjótt Jjessi árgangur sé prentaður 1 , Jjúsund eintökum. Skrifið eða hringið. Afgreiðslan el Kirkjutorgi 4, sími 14235, pósthólf 14. 206

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.