Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 17

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 17
HILDUR INGA Sumarœvintýri D ANN A Ei ns 6. Laxveiðin. og fyrr er frá sagt, var laxveiði allmikil í Djúpa- sá. ^ndurnir, er áttu land að ánni, höfðu myndað með p ^lagsskap, er nefndur var Veiðifélagið. Þetta félag , laxveiðina í ánni, og varð það drjúg tekjulind fyrir ^ndurna í Djúpadal. Hver landeigandi hafði tvo daga til eigin veiði, alla , 'a daga veiðitímans voru aðkomumenn við veiðar í anni. ^úax og leyfilegt var að hefja laxveiðar byrjuðu ókunn- ^nn að streyma að. Flestir voru þeir frá Reykjavík, e*nnig komu nokkrir útlendir laxveiðimenn og voru 11111 'engri eða skemmri tíma. Oft voru konur með í þess- 11,11 ^ópum og stunduðu veiðarnar af engu minna kappi n nienn þeirra. argt af þessu fólki tjaldaði á eyrunum við ána, og Vert var keypt af mjólk og eggjum á bæjunum í daln- ntir, er stunduðu þennan veiðiskap, höfðu komið ir en M láls um Su nniar eftir sumar og voru orðnir góðkunningjar bænd- 'lria í Djúpadal. ^^anni hafði mjög gaman af þessu fólki. Oft leyíði j^'^niundur honum að fara niður að ánni og horfa á, j;.eirúg þessir æfðu veiðigarpar báru sig til við laxinn. jnstöku sinnum fékk hann líka að grípa í stengurnar 9 Þeitn allra kumpánlegustu, en aðeins stutta stund. v ^Un»udaginn 24. júlí hafði Geirmundur rétt til að ^ ^a t Djúpadalsá, eftir þessum degi halði Danni beðið nrikilli óþreyju. ra)t eftir málaverk fór Geirmundur að búast til lax- veiðanna. Hann átti afbragðs veiðistöng og annað, er laut að veiðiskapnum, var einnig af beztu gerð. Danni liorlði á með aðdáun, er Geirmundur sýslaði við veiðarfæri sín. Hann íekk að handleika stöngina, renna línunni niður af hjólinu og upp á það aftur. Hann lék þetta nokkrum sinnum og bar sig til, eins og hann hafði séð veiðimennina gera, þegar hann var að horfa á þá niðri við ána. „Þú ert alveg orðinn útfarinn í öllum veiðitilburðum," sagði Geirmundur hlæjandi. „Ég sé, að þú verður að fá verkfæri, þú fiskar sjálfsagt eins mikið og ég.“ Hann gekk inn í húsið og kom að vörmu spori aftur og hélt á annarri stöng. Hún var mun styttri og sjáanlega meira notuð. „Hérna er gamla prikið mitt, ég hef iengið margan góðan lax á það. Við skulum sjá, hvernig þér tekst með þetta stangarkríli." Danni varð glaður við. Hann tók við gömlu stönginni og aðgætti hana vandlega. Þeir hröðuðu sér að búast á veiðarnar. Seinast kom Geirmundur með gamlan grænleitan hatt og nældi alla vega litum skrautlegum flugum í borðann. „Við verðum að vera svolítið veiðinrannalegir, annars tekur laxinn ekkert mark á okkur,“ sagði Geirmundur og skellti hattinum á höfuðið. „Jæja, nú er bara að kveðja og hraða sér af stað.“ Þeir gengu inn til að kveðja. Sólrún skellihló, þegar hún sá Geirmund með græna hattinn. „Er þetta glæsilega höfuðfat til þess að seiða laxinn?" spurði hún. „Já, auðvitað, bíddu bara þangað til við komum heim með aílann, góða mín, þá sérðu, hvort hatturinn dregur ekki að,“ svaraði Geirmundur. Það var ákveðið, að Sólrún og Elsa kærnu með matinn niður að ánni til þeirra, svo að tíminn eyddist ekki í ferðalag fram og til baka. Þeir kvöddu og liéldu af stað niður að ánni. Það höfðu gengið yfir talsverðar rigningarhryðjur dag- inn áður, svo að áin var vatnsmikil. Geirmundur og Danni staðnæmdust við allháan og breiðan l'oss, neðan við fossinn var djúpur hylur, þarna var einn bezti veiðistaðurinn í ánni. Geirmundur gekk fram á bakkann og leit niður í hylinn. „Jú, ekki ber á öðru, þarna sé ég allra íallegustu fiska, við skulum renna hér og vita, hvað við verðunr heppnir." Þeir tóku stengurnar úr pokunum og beittu. Geirmundur klifraði niður á dálítinn klettastall rétt hjá hylnum, lrann sveiflaði stönginni, það heyrðist dá- lítill hvinur, þegar færið klauf loftið, skall í ána og 217

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.