Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 40
LÍTLU VELTIKARLARNIR
40. Þegar merkið var gefið, sveif flugvélin hægt niður og Robbi
klifraði upp í og settist fyrir aftan flugmanninn. „Skilaðu kveðju
til vinar þíns, hans Svarta Péturs, og biddu hann að færa jóla-
sveininum kveðjur mínar, þegar hann hittir liann,“ hrópaði Veður-
karlinn, um leið og vélin sveif á brott. Brátt var skrítna húsið og
allir skýjabakkarnir langt að baki. „Þetta gekk vel,“ sagði flug-
maðurinn. „Þú þarft ekki að hitta Svarta Pétur aftur. Það er lík-
lega bezt að þú farir heim núna. Líttu niður, þarna hefurðu Hnetu-
skóginn, beint undir okkur. Ég set þig úr hér.“ — 41. Vélin flaug
eklti beint niður að Hnetuskógi. Hún sveif lágt yfir akra og runna
o lenti að lokum á bak við tré eitt í skógarjaðrinum við bæinn.
„Nær get ég ekki farið,“ sagði litli flugmaðurinn. „Það er ekki
ætlunin, að venjulegt fólk sjái mig. Vertu blessaður, bangsi litli,
og þakka þér fyrir lijálpina." „Þakka þér sömuleiðis," sagði Robbi.
„Þetta var góð ferð.“ Hann hljóp heim og þar beið mamma hans
eftir honum. Hún horfði kvíðin yfir garðshliðið. — 42. Það tók
Robba nokkra stund að sannfæra mömmu sína um, að hann hefði
verið með í spennandi ævintýri. Þegar hann sagði frá því nú,
virtist það í meira lagi ótrúlegt, og hann fann, að mamma hans
var ekki alveg sannfærð um, að hann segði satt. „Ertu viss um,
að þig liafi ekki dreymt þetta?“ spurði hún. Hún þagnaði svo og
leit út um gluggann. „Þú varst að tala um snjóstorm yfir skógin-
um okkar. Líttu út. Sérðu!“ Þau settu á sig trefla og hlupu út
bæði tvö. „Þarna er hann!“ kallaði Robbi. „Óvæntur snjóstormur
yfir skóginum, og hann er langt í burtu, handan við hólana.“
LITLU VELTIKARLARNIR
Wlnther |>rfh|6l
fást I þrem s«ser0um
ÖRNINN
spítalastIg 8
SÍMI 14661
PÓSTHÓLF 671.
HEIIUILIS-
TRVGGING
BRIJNA-
TRYGGIN G
GLER-
TRYGGING
BRUI\IABÓTAFÉl*C
ÍSLAIMDS
LAUGAVEGl 105
SÍMIs 24425
240