Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 19

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 19
Hér sjást fjórir Oscarsverðlaunahafar með verðlaun sín. Talið frá vinstri: Lee Marvin, sem kjörinn var bezti leikari ársins, Julie Christie, sem var kjörin bezta leikkona ársins, Shelley Winters, bezta leikkona í aukahlutverki, og Martin Balsam, bezti ieikari í aukahlutverki. í april ár hvert er „The Academy o£ Motion Picture Arts and Science“ frægasta stofnunin í kvik- myndaborginni Hollywood, því að um þær mundir veitir þessi fræga liststofnun verðlaun sín fyrir ágætustu afrek í kvikmyndaleik og leikstjórn á liðnu ári. Verðlaunin eru ofurlítil standmynd, sem nefnist „Oscar“. Og að fá þessa litlu standmynd er mesta vegtylla, sem nokkrum kvikmyndaleikara get- ur hlotnazt, og kvikmyndafélögin græða stórfé á þeim, sem heiðurinn hljóta. Eigendur kvikmyndahúsa halda því fram, að þeg- ar kvikmynd fái Oscarsverðlaunin, þá þýði það, að myndin hafi tvisvar til þrisvar sinnum meiri sýn- ingartekjur en ella. Allir, sem sjá kvikmyndir, vilja sjá, hvernig myndin er, sem talin er sú bezta. Og Oscarsstytturnar geta líka orðið meira virði þeim, sem eignast þær, en þótt þeir fengju jafnþyngd þeirra í gulli. Sá leikari, sem vinnur verðlaunin, á heimtingu á, að næstu 12 mánuði á eftir standi orðin „Vinnandi verðlauna" undir nafni lians á kvikmyndaauglýsingunum. Kvikmyndaframleiðend- urnir reyna í margar vikur á undan að komast að því, hverjir muni vinna verðlaunin næst, svo að þeir geti gert samninga við hlutaðeigandi leikend- ur og grætt á frægð þeirra. Að þessu sinni hlaut brezka kvikmyndaleikkonan JULIE CHRISTIE Oscarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Darling", sem John Schlesinger stjórnar. Aðrir aðalleikendur í þeirri mynd eru Dirk Bogarde, Roland Currarn og Jose Luis de Villalonga. Julie Christie hefur átt flestum stall- systrum sínum skjótari braut upp á himin frægðar- innar. Frumraun hennar á hvíta tjaldinu var í auka- hlutverki í kvikmyndinni „Billy Liar“. Þá kom hún fram í tíu mínútur og hlaut fyrir þær viðtökur, að Schlesinger fékk hana til þess nokkru síðar, eftir miklar fortölur þó, að taka að sér aðalhlutverkið í „Darling", sem hún liefur nú fengið fyrir hin eftir- sóttu verðlaun. Bandaríski leikarinn Lee Marvin fékk styttuna fyrir hlutverk sitt í kúrekaádeilunni „Cat Ballou". Bezta kvikmynd ársins var kjörin bandaríska söng- myndin „The Sound of Music“, en þar fór önnur brezk leikkona, Julie Andrews, með aðalhlutverkið. Shelley Winters fékk verðlaun fyrir beztan leik í aukahlutverki kvenna, og er hún fyrsta leikkonan, sem fær þessi verðlaun tvívegis. í fyrsta sinn var það fyrir aukahlutverk í „Dagbók Önnu Frank" árið 1959. Robert Wise fékk verðlaun fyrir bezta leikstjórn. L 219

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.