Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 32

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 32
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON skrifar um Grundvallaratriði flugsins Sé lialdið áfram að auka áfallshornið, kemur að því, að lyftikrafturinn hverfur. Það er ljóst, að væri vængur með 90° áfallshorni knúinn um loftið, yrði alls ekki um nokkurn lyfti- kraft að ræða, og spyrnan væri geysimikil. Einlivers staðar á milli 0° og 90° verður vart miss- is lyftikraftsins, þ. e. a. s. hve- nær sem vængirnir mynda of stórt áfallshorn við loftstraum- inn á þá. Þetta horn er þekkt sem ofrishorn eða flugleysis- horn („stalling angle“). Við þetta horn hættir loftið að streyma reglulega um vænginn og leysist upp í hvirfla. Við of- ris færist þrýstingsmiðjan aft- ur og raskar langásjafnvægi flugvélarinnar, (sem steypist fram). Þau atriði, sem mestu máli skipta fyrir lyftigetu vængsins, eru þá þessi: 1. ÁFALLSHORN. Miðað við óbreyttan flughraða, eykst lyfti- krafturinn sé áfallshornið stækkað. 2. FLUGHRAÐI. Miðað við óbreytt áfallshorn, eykst lyfti- krafturinn með auknum liraða. 3. FLUGVÆNGLAG. Þver- skurðarsnið vængja er ákaflega breytilegt og er það jafnan teiknað með ákveðið hlutverk í huga. Yfirleitt skapar mikið þverbogadreginn vængur mest- an lyftikraft (miðað við ákveð- inn hraða), en slikur vængur er óhentugur á hraðfleygar flug- vélar vegna spyrnu hans. 4. VÆNGFLÖTUR. Því stærri sem flugvængur er, þeim mun meira burðarþol hefur hann, miðað við hvern hraða. 5. ÞÉTTLEIKI LOFTSINS. Loftþunginn breytist með hæð, og loftið er um það hil helm- ingi þynnra í 6000 metra hæð cn við sjávarmál. Því þéttara sem loftið er, þeim mun meiri lyftikraft hefur vængur, miðað við óbreyttan hraða. IV. Þegar flugvængurinn var út- skýrður hér að framan, var gert ráð fyrir því, að hann væri kyrr og loftinu blásið yfir hann. f reynd er þetta ekki þannig. Þegar liaft er i huga, að það er loftstraumurinn, sem gefur lyftikraftinn, er það Ijóst, að iyftikraftur og loftviðnám skapast á sama hátt, sé væng- urinn færður hratt áfram. Ef um þyrlu (helikopter) er að ræða, eru tveir eða fleiri væng- ir látnir snúast um ás með tengsium, sem stjórna má áfailshorninu með. Ef um venjulega flugvél (fastavængs- flugvél) er að ræða, er loft- straumurinn um vænginn mynd- aður með því að toga (eða ýta) alla flugvélina gegnum loftið. Hjól, knúin eins og á bil, til að fá áframhreyfingu, væru gagnslaus um leið og flugvélin sleppti jörðu. í staðinn snýr hreyfillinn skrúfu („propeller") sem kölluð er loft- eða flug- skrúfa (,,airscrew“). Nafnið skýrir sig nokkuð sjálft, þar sem flugskrúfan eða loftskrúf- an skrúfar sig gegnum ioftið eins og risastór skrúfa gerir i tré. Eiginlega er liægt að líta á iivert skrúfublað („propeller blade“) eða hvern skrúfuspaða sem væng. Skrúfublöðin hafa flugvængsþverskurð („airfoil section") og skapa lyftikraft í lárétta stefnu. Það er þessi kraftur, sem knýr flugvélina gegnum loftið og veldur þvi að hún hreyfist áfram. Þessi kraft- ur er kallaður kný (,,thrust“). Kraftarnir fjórir, sem verka á vélflugu á flugi, eru sýndir á 13. mynd. Skrúfunni er annað hvort snúið með bulluhreyfii eða hverfilhreyfli („gas turbine"). Hverfilhreyfillinn getur líka skapað þrýstikraft eða kný án þess að nota skrúfu. Þá skapast knýið vegna gagnverkunar loftsins, sem rekið er út um hreyfilinn að aftan. Tilraun, sem gerð er með því að blásíl upp venjulega blöðru, sem siu" an er sleppt án þess að binda fyrir opið, sýnir vel hvernif! þrýstiloftslireyfill vinnur. HvaS er kvað? Nú skulum við bregða upP röntgen-gleraugum og skygSn' ast inn í flugvél, sem við þckkJ um vel í útliti. Teikningar, eins og sýndar eru á næstu síðu, ern gerðar af öllum flugvélu,n' Þeim fylgja jafnan góðar skýt ingar, og eru þær því ntjúg fróðlegar. ERLENDAR^ FLUGFRÉTTIR Hvaða flugvélar seldust bez* árið 1965? Flugvél Fjöldi seid Boeing 727 ............. 201 Douglas DC-9 ........... 18* Boeing 707 ............. ri' Boeing 737 .............. 88 Douglas DC-8............. 81 Fokker/Fairchild F-27 • • Hawker Siddeley 748 . • • • Sud Caravelle .......... Handley Page Hcrald • ■• Convair 600 ............ Samtals seldu flugvélave^ smiðjurnar í heiminum 937 P ur og skrúfuflugur. 232

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.