Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 21
* Af hverju eru blómin svona litfögur? *
JyjTargir unglingar dást niikið að því, hversu blóm-
in eru litfögur, þegar þeir fara um jurtabyggð-
lr- Víst er það, að mörg blóm eru dásamlega falleg.
Verður manni á að spyrja sjálfan sig þeirrar spurn-
lngar, hvaða gagn jurtirnar hafi af því að bera
þessi fallegu blóm.
Eins og allir vita eru æxlunarfæri jurtanna í
blóminu, og er því nauðsynlegt, að karlhluti jurtar-
mnar (frjóið) komist á frævu næsta blóms, þar sem
ekki eru frævur fyrir að sá frjói. Til þessa frjóburð-
ar þarf eitthvert lifandi dýr. Það hlutverk hafa flug-
Ur og fiðrildi tekið að sér, en ekki endurgjaldslaust.
Eau heimta að fá að nærast af hunanginu, sem liggur
1 blómbotninum. Um leið ata þau bak sitt og vængi
rneð frjói og núa því á frævu annars blóms, þegar
þau stinga sér niður eftir hunanginu. Aðal æxlunar-
ferin eru fræflar og frævur, þar sem fræið myndast
fyrst og þroskast.
En af hverju eru fiðrildin svona litíögur? Það
er vegna þess, að þegar þau standa hálf á kafi í
blómunum, eru þau líkari lit blómanna. Eiga þá
smáfuglar, sem aðallega lifa á fiðrildum, verra með
að sjá þau.
Liturinn er varnarhlíf fiðrildisins til að forðast
smáfuglana. Niðurröðun náttúru lífsins sýnir okkur,
hve dásamleg verk Drottins eru. Það er heillandi
tilfinning að skyggnast inn í fjölbreytni náttúrunn-
ar og sjá þá undraverðu niðurröðun alla, sem þar er
að finna. Það er þroskandi og göfgandi um leið.
Molar um plönturœkt.
Þegar vorþýður blærinn berst yfir vaknandi jörð,
streymir vorlífið fram í ótal myndum. Mannshönd-
111 er líka verkfæri náttúrunnar. Við hjálpum ung-
Vlðinu, hlúum að því og berum því næringu og
Vatn. Skilyrði til þess að planta geti lil'að, er að
f'ún hafi nægilegt loft, birtu og yl.
Fólk, sem lætur fræ spíra í pottum eða kössum
nini í húsum, þarf að láta kassana fá strax eftir
spírun svo góða birtu sem kostur er. Helzt ætti að
Ma sói á plönturnar, en þó verður að gæta
þess um leið, að moldin ofþorni ekki. Plantan dreg-
nr til sín vætu úr moldinni. Svo gufar vatnsgufan
ut um öndunaropin á neðra borði blaðanna, en stein-
efnin verða eftir og byggja upp plöntuhlutana
asamt kolsýrunni í loftinu. Súrefni loftsins fer aftur
út í andrúmsloftið, og neytum vér mennirnir þess
síðan. Þannig lifa jurtir og menn hvort fyrir annað.
Þegar plönturnar eru orðnar nokkurra daga ganrl-
ar, er betra að umplanta í kassanum. Til þess notar
maður annan kassa, sem er 8—10 cm á dýpt með
sandblandinni mold. Notaður er lítill trépinni, sem
stungið er undir plöntuna og lienni lyft upp með
honum. Bezt er að láta sem mesta mold fylgja rót-
inni. Síðan er gerð víð hola með pinnanum og rótin
látin í hana. Að lokum er moldinni sópað utan að
og þrýst að. Þegar búið er að planta í kassann, er
vökvað vel ylir. Áður en plantað er, ætti að vökva
moldina. Þá loðir moldin betur saman og því hæg-
ara að gera holur fyrir plöntuna.
El liægt er að koma því við, er ágætt að hafa
gler yfir kassanum. Það varnar uppgufun og heldur
moldinni lengur rakri. Jón afi.
íí •
ihfl^Ur hrafnsins.
sir>n'i spurði dreng einu
hann liefði séð
l'óit (ji!'5!*5 !*r’ sem honum liefði
!1>5 slt ,.lítnast. og sagði honum
' !fV ]>aí5 ijlað. Pilturinn
•*ti>.'1 Það, sem hér fer á
„Það var einn morgun að ég
horfði út um gluggann á svefn-
lierberginu mínu, ég sá út yfir
engjablett, sem var umkringd-
ur skógi á þrjá vegu. Ég sá
stóran lirafn koma fljúgandi
og setjast iijá liesti, sem þar
var á beit. Hrafninn gekk sam-
iiliða liestinum og gargaði stöð-
ugt. Ég sá þetta sama næsta
dag. Þriðja daginn gekk lirafn-
inn meðfram hestinum eins og
áður gargandi. Eftir nokkra
stund stökk hann léttilega upp
á bakið á hestinum og reytti
hár úr faxinu á lionum. Hann
flaug með hárið upp i grein á
stóru tré, sem þar var skammt
frá. Hann var þar auðsjáanlega
að gera sér hreiður. Hrafninn
kom aftur og aftur eftir meira
liári, og hesturinn virtist ekkert
skipta sér af þvi.“