Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 18

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 18
Sídasta mynd B. B. Margir aðdáendur hinnar frægu Brigitte Bar- dot hafa óskað eftir fréttum um starf hennar síð- ustu mánuðina. — Síðasta kvikmynd, sem hún hefur leikið í, var tekin í Mexíkó á síðastliðnu ári og heitir „Viva Maria“. í þeirri mynd leikur hún í fyrsta sinn á móti hinni frægu frönsku leik- konu Jeanne Moreau, og ennfremur leikur Holly- woodstjarnan George Hamilton eitt aðalhlutverk- ið í þeirri mynd. myndaði beint strik á sléttu yfirborði vatnsins í hyln' um. Danni tók sér stöðu á svolítilli eyri, er gekk út í ána skáhallt niður undan syllunni, þar sem Geirmundur van Þeir biðu nú spenntir eftir að hinir silfurgljáandi glinl legu fiskar bitu á, en laxinn virtist engan áhuga hafa a góðgæti því, er að honum var rétt. Það leið löng stufld og þeir urðu ekki varir. Við og við syntu laxarnir upp undir vatnsskorpuna eða skvettu sér alveg upp úr, r®11 eins og þeir væru að ögra veiðimönnunum. Danni sá, að Geirmundur var farinn að ókyrrast. Hann vatt upp á færið og gekk til hans. „Hann er tregur til að bíta á núna,“ sagði hann. Geirmundur kinkaði kolli. „Já, hann er sjálfsagt hu inn að liggja dálítið í ánni, þá er hann oft tregur eríitt að fást við hann. Við færum okkur bráðum leng*a upp með ánni og reynum, hvernig okkur gengur pa ’ það er ekki hægt að hanga lengi yfir þessu.“ Geirmundur hafði aðeins sleppt orðinu, þegar kipP var sterklega í hjá honum, stöngin svignaði og f®111'1 rann með miklum hraða niður af hjólinu. „Hana, nú stóðst hann ekki lengur freistinguna," sagí')1 hann og hló. „Við verðum þó að minnsta kosti varir> Danni.“ Danni horfði með aðdáun á, hvernig Geirmundu1 þreytti fiskinn, hann ýmist vatt færið inn eða gaf e'tn’ stundum tók laxinn langa spretti og hamaðist um í hyh1^ um, stundum lá hann grafkyrr, svo að Danni hélb a hann hefði slitið sig af, en eftir stutta stund fór han aftur að bylta sér og æða um. Geirmundur færði sig niðn af syllunni og ofan að ánni. Danni fylgdi honum e^lí „Nú fer hann að þreytast, ég fer bráðum að landa h°n um,“ sagði Geirmundur. Eftir stundarkorn var laxinn sjáanlega tekinn að dasasb sprettirnir urðu styttri og kraftminni. Geirmundur va1 gætilega inn færið, nokkrir veikir og nragnlitlir kipP gáfu til kynna, að fiskurinn væri að gefast upp, og i1111111 stundar lá hann við fætur þeirra. „Ágætur fiskur, sýnist þér ekki?“ sagði Geirmundn brosandi. „Jú, sannarlega, ég held að ég reyni að kasta aftuý ^ vita hvort ég geti ekki krækt í eina bröndu, þó ekk1 meir,“ sagði Danni. /^1 g\X' Hann renndi aftur og beið. Þannig leið tíminn. mundur hafði fengið annan lax, en enginn fiskur h svo mikið sem nartað í beituna hjá Danna, spenninfP1 inn smá þvarr, hann var hættur að vona, að hann >e ^ nokkra bröndu, niðurinn í ánni var þun glyndisleg111 svæfandi. 218

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.