Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 14
„Frú Strong?“ „Já, ég þoli að minnsta kosti ekki, að Agnes sé of mikið með henni! ... Þér kannizt við þennan Maldon; hann hefur alltaf verið fruntalegur við mig, og svo held ég nú, að allir sjái, hvað vingott hann á við hana frú Strong!“ sagði Uriah. Ég lét sem ég skildi hann ekki og fór leiðar minnar. Viku seinna fylgdi ég Agnesi heim úr heimsókn frá Dóru. Það var orðið nokkuð framorðið, og strætisvagn- inn nam staðar spottakorn frá húsi doktors Strongs, svo að við urðum að ganga dálítinn spöl. Mér hafði þótt svo vænt um, að þær Agnes og Dóra skyldu vera saman, að ég þakkaði Agnesi innilega fyrir komuna til unnustu minnar. „Nú ertu góða vætturin hennar Dóru, alveg eins og þú hefur verið vætturin mín áður,“ sagði ég. „Vanmáttug, en samt trygg vættur,“ anzaði Agnes og hló. „Elsku Agnes mín, ég hef veitt því athygli, að þú ert nú aftur orðin glöð og kát... Það hefur þá ekkert breytzt lieima hjá þér? ... Hann hefur ekkert verið að draga sig eftir þér?“ spurði ég. „Nei, góði Trotwood minn, þú getur alveg reitt þig á, að ég geri aldrei það, sem þú ert að hugsa um!“ Þó að mér hefði aldrei getað til hugar komið, að hún færi að þýðast Uriah, glaðnaði samt yfir mér að heyra þessa játningu hennar. Þegar við komum heim að húsi doktors Strongs, sá- um við ljós í skrifstofunni. Agnes minntist eitthvað á, að doktorinn væri enn að vinna, en síðan kvöddumst við, og hún gekk upp tröppurnar. Mér var forvitni á að vita, hvort það gæti verið orða- bókin, sem doktorinn væri að vinna að; því gekk ég inn í anddyrið og opnaði hurðina hljóðlega. Fyrsti maðurinn, sem ég sá, var Uriah; hann stóð á miðju gólfi í stofunni og baðaði út handleggjunum. Síð- an kom ég auga á doktor Strong, sem sat á stólnum sínum með hendurnar fyrir andlitinu, og loks Wickfield. Ég var í þann veginn að loka hurðinni aftur, en í því bili kom doktorinn auga á mig og benti mér að koma inn. Ég leit undrandi á þessa þrenningu, sem þarna var saman komin, og botnaði ekkert í, hvað væri á seyði. „Ég var einmitt að benda doktornum á þetta, sem ég var að tala um við yður á dögunum," mælti Uriah og 11 sér viðbjóðslega. Ég leit reiðilega á liann. „Yður grunar þetta líka, Copperfield, . .. og við vU11111 allir fullvel um, hvað þeim herra Maldon og frú Sti'011^ fer á milli; það vitum við allir upp á okkar tíu fingul'. „Hafið þér líka haft grun urn þetta, Wickfield?“ sPLl1 doktorinn hryggur. _ „ „Svona, segið þér það, sem yður býr í brjósti, félag1’ mælti Uriah. Wickfield fór allur hjá sér og mælti: „Jú, ég get ekki neitað því, .. . ég hélt líka, að y®11 grunaði þetta, kæri doktor." ^ Doktor Strong lyfti höfði og leit á okkur. Djúp hrygS var mörkuð í göfugum svip hans. Hann mælti: „Ég er nú orðinn gamall, . . . og ég var meira að segi orðinn gamall, þegar við Annie giftumst! . . . Það mesta fásinna af mér, og þetta er allt mér að kenn‘. .. . Hún var svo ung og fögur, og ég hafði verið kenti^1 hennar... Ég hef verið mjög hamingjusamur í sambu . ek^1 [■uH' inni við hana, ... en ég skil vel, að hún hefur getað sagt hið sama... Vesalings Annie, ... enginn g1 ur má falla á hana, og það, sem ég hef sagt ykkur, ber mínir, bið ég ykkur að nefna ekki við nokkurn naanf1^. Að svo mæltu stóð doktorinn upp, og Wickfield stu hann út úr stofunni. Við Uriah urðum einir eftir. „Þorpari! ... Fláráða Iítilmenni!“ hrópaði ég hanis- af bræði. „Hvernig dirfizt þér að nefna mig á sambandi við svik yðar og pretti?“ Uriah stóð þarna glottandi og fetti sig allan og í bræði minni löðrungaði ég hann á horaðan vangal1 svo það brakaði í fingrunum á mér. ^ „Eruð þér genginn af göflunum?" hrópaði hann þreif um úlnliðinn á mér. ]aus naf11 ‘ bretú' fr» ekk1 „Nei, ég gæti rotað yður! ... Snautið þér burt, þ°J , arinn yðar! ... Úrhrak og varmenni! . . . Héðan 1 vil ég hvorki sjá yður né heyra! . . . Ég þekki yður framar!" ^ Að svo mæltu sleit ég mig af honurn og skundaði ^ í þungu skapi. Ég var mjög dapur yfir því, senr k hafði fyrir, og sagði frænku frá því, þegar ég kom „Þetta verðum við að láta hann Dick jafna, helJl1; sagð) CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.