Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 16

Æskan - 01.05.1966, Blaðsíða 16
Barna- oé un^lín^asíúkaii SÓLRÚN nr. 130, Saná^erðí. Barna- og unglingastúkan Sólrún í Sandgcrði á sér langa og merka sögu, scm ckki verður rakin liér að þessu sinni. En undanfarin misseri hefur l)ó starf hennar verið frcmur lítið og stundum fallið niður með öllu, vegna ]>ess að gæzlumenn hafa ekki fengizt. Um siðustu áramót urðu skemmtileg tímamót i starfi stúkunnar. Stórgæziumaður hafði undirbúið endurvakningu hennar fyrir áramótin og stóð fyrir endurvakningarfund- inum, sem haldinn var í samkomuhúsinu í Sandgerði um miðjan janúar síðastiiðinn. Næstum öll börn og unglingar á skólaskyidustigi sóttu fundinn, samtals 152 að tölu, og gerðust félagar. Gæzlumenn stúkunnar voru ráðnir í vetur frúrnar Sigrún Oddsdóttir, Nýjalandi, Garði, og Ingibjörg Sigurðardóttir, skáldkona, Sandgerði, sem eru háðar ágætar áhugakonur varðandi bindindismál og æskulj’ðsmál yfirleitt. Hafa þ*r staðið fyrir starfinu í vetur með svo miklum myndarhrag. að vakið hefur athygli allra, sem með því hafa fylgzt- Einn allra augljósasti vottur þess er sú stórmyndarlega samþykkt hreppsnefndarinnar i Sandgerði, að veita stúk- unni tíu þúsund ltróna fjárstyrk til starfsemi sinnar > þakkarskyni fyrir vel unnin störf. Mætti sú samþykkt verða öðrum hreppsnefndum og bæjarstjórnum til fyrirmyndar. Við hirtum að þessu sinni tvær myndir frá stúkunni SÓLRÚNU nr. 130. Eins og sjá má eru allir félagarnir komnir í einkennisbúning Unglingareglunnar, og er þa'ð eitt dæmið um framtak þessa unga og glæsilega áhug»" fólks. Við þökkum stúkunni SÓLRÚNU nr. 130 fyrir ágæt störl og óskum henni allra heilla í framtíðinni. 216

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.