Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1966, Side 5

Æskan - 01.11.1966, Side 5
Jk lieimili læknisins ríkti eigi sama eitirvænting og tilhlökkun til jólanna og venjulega. Aðfangadagur jóla var kominn og degi tekið að ltalla, en þó virtist enginn jólaiögn- uður á andlitum læknisbarnanna þriggja, þar sem þau stóðu þögul og niðurlút við gluggann og horfðu út. Allt í einu sagði eitt þeirra: „Pabbi, verður ekki kveikt á jólatrénu, þótt mamma sé ekki heima?“ „Jú, vitanlega kveikjum við á jóla- trénu,“ svaraði læknirinn, „og skemmt- unt okkur eins og hægt er í kvöld. Mamma ykkar verður að vera hjá ömmu; auðvitað er það leiðinlegt að hún skyldi einmitt verða veik núna um jólin. En þótt mamma sé ekki heima, megum við ekki láta okkur leiðast, að minnsta kosti ekki um sjálf jólin.“ „Nú er Stína víst búin að baka jólakökuna, ég finn ilminn af lienni 'alla leið hingað. — Og hún lofaði að setja helmingi fleiri rúsínur í hana en vant er,“ sagði Gréta litla. „Nei, pabbi, það er byrjað að snjóa. Við fáum reglulegt jólaveður." Það glaðnaði smám saman yfir litlu and- litunum við tilbugsunina um sleða- ferðir, snjókast og snjókerlingar, og um stund gleymdu þau því, að mamma þeirra var ekki heima. í því var vagni ekið heim að læknisbústaðnum. Hver var nú að koma? Varla voru gestir á ferðinni í kvöld? Þá var barið á dyr og ókunnur ntaður klæddur síðri úlpu gekk inn í stoiuna.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.