Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1966, Page 30

Æskan - 01.11.1966, Page 30
Drengjafundur í Yngri Deild í fundasalnum við Amtmannsstig. K. F, U. M. K.F.U.M. í Reykjavík er stofnað 2. janúar 1899 af séra Friðrik Frið- rikssyni. Hann hafði kynnzt starfsemi KFUM í Kaupmannahöfn og starfað þar af miklum áhuga. Fljótlega varð starf hans fyrir KFUM margþætt hér á landi og spruttu margs konar starfs- greinar iram, svo sem kórar, knatt- spyrnufélag, skátastarf, sumarbuðir, kvöldskóli, bókasafn o. fl. Félagið sjálft hefur þó alltaf starfað í fjórum aðaldeildum. Er það Vinadeild (V.D.) fyrir drengi 7—9 ára. Síðan tekur við Yngri deild (Y.D.) og eru drengir í henni til 12 ára aldurs. Fyrir pilta 13—16 ára starfar Unglingadeildin (U.D.) og loks er Aðaldeildin (A.D.) fyrir karlmenn 17 ára og eldri. Aðalstöðvar KFUM hafa um nær Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM 2. janúar 1899. 60 ára skeið verið við Amtmannsstíg, en á síðustu árum hefur félagið tek- ið upp deildastarf í úthverfum, eftir því sem borgin hefur vaxið. Nú á Hvað er það? félagið, ásamt KFUK, félagsheimili í þremur úthverfum borgarinnar. Er eitt í Laugarneshverfi, að Kirkjuteigi 33, annað við Holtaveg og liið þriðja við Langagerði. Var það hús tekið 1 notkun síðastliðinn vetur. Á ölluffl þessum stöðum eru drengja- og ungl- ingadeildir, en aðaldeild er aðeins i húsi félagsins við Amtmannsstíg. Þar fer og fram margs konar önnur starf- semi, sem er sameiginleg fyrir alla borgina, svo sem almennar samkom- ur á sunnudögum, svo og sunnudaga- skóli. Auk þessa starfs hefur félagið drengja- og unglingadeild í leiguhus- næði í Kópavogi og sunnudagaskóla. Hér í blaðinu hefur áður verið sagt irá sumarstarfi félagsins í Vatnaskógi- Fundur í fundasalnum við Kirkjutorg. Barnasamkoma í Kópavogi-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.