Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1966, Síða 32

Æskan - 01.11.1966, Síða 32
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Brúðkaup í Færeyjum. Eftir Pál Patursson._ egar segja skal ykkur íslending- um frá brúðkaupi í Færeyjum, verður ekki hjá því komizt að lýsa landi okkar í fáum orðum. Ég segi landi okkar, því svo hafa Færeyjar verið nefndar frá fornu fari í forn- bréfum, gömlum lögum og af erlend- um mönnum, enda þótt eyjarnar séu alls 24 og 18 þeirra byggðar. Þetta sýnir ljóslega, að við höfum frá upp- hafi verið taldir sérstök þjóð, svo sem rétt er. Þar sem landið okkar er 24 eyjar — og allar litlar, er þar að sjálfsögðu ekki um neitt upplendi að ræða, eins og á íslandi. Auðvitað eru dalir og víddir, eins og hér er kallað, en hvergi það víðlendi, sem þið eigið að venj- ast. Þessir landshættir hafa valdið því, að öll bændabýli hafa frá öndverðu verið við sjó, enda var sjávarafli annar aðalþátturinn í starfi bóndans. Þegar tímar liðu og bændabýlunum var skipt, voru nýju bólstaðirnir að sjálfsögðu reistir í grennd við þá, sem fyrir voru. Þannig urðu færeysku byggðirnar til. Þar eru öll býlin í þyrpingu, en ekki eins og hjá ykkur, þar sem hver situr á sinni jörð og langar leiðir milli bæja. En að einu leytinu er jafnt á komið með báðum: menn hafa elskað og fastnað sér konu. Og nú ætla ég að segja ykkur frá því, livernig brúðkaup fór fram — og fer enn — í færeyskri byggð. Er piltur og stúlka höfðu bundizt tryggðum, fór. það ekki dult þegar komið var fram á sumar. Þá gátu frændur, vinir og nágrannar farið að hlakka til. Það var svo sem auðvitað, að brúðkaupið myndi verða um haust- ið — í sláturtíðinni — venjulega eftir aðrar göngur, en þá er venja að taka geldfé og gimbrar frá til slátrunar. En hversu mannmörg veizlan skyldi vera — og hverjum yrði boðið — það vissi enginn ennþá. En svo þegar spurðist, hversu margt fé brúðguminn ætlaði til veizlunnar, mátti geta sér til um fjölda brúðkaupsgesta og þar með, hverjum myndi verða boðið. Það var og er enn siður að bjóða þeim, sem langt eiga að sækja, með tveggja vikna fyrirvara. Til brúðkaupsins er jafnan boðið með þessurn hætti: Hjónaefnin leita til tveggja ættingja eða vina í hverri byggð, sem bjóða skal úr, og biðja þá að bjóða, fyrir Jieirra hönd, þessu og þessu heimilinu. Einstökum mönnum af heimili er aldrei boðið. Ganga umboðsmennirnir svo milli heimila þeirra, sem bjóða skal, og bera fram boð og kveðjur hjónaefn- anna. Þeir skýra frá því, hversu víða verði boðið, hvar brúðkaupið muni standa o. s. frv. Að lokum flytja þeir heillaóskir sínar og óska brúðhjónun- um blessunar Drottins. Það er föst venja, að. matur er reiddur fyrir umboðsmenn lijónaefn- anna á hverju heimili, sem boðið er. Væri mörgum lieimilum boðið, voru þeir oft 2—3 daga að Ijúka erindum sínum. Heima í byggð hjónaefnanna var boðið með viku fyrirvara, því að þar var að sjálfsögðu hverjum manni boðið. Til meðalbrúðkaupsveizlu í Fær- eyjum koma venjulega um 300 gestir, og þarf vitanlega mikinn viðbúnað, einkum í litlum byggðum, þar sem ekki eru sérstakir dansskálar. Milh' gerðir eru teknar ofan, þar sem matast skal og dansa. Þá verður að afla vista og drykkjar og margt að sýsla fyrir brúðkaupið, því að allan þennan hóp verður að metta í 3 daga samfleytt- Kvöldið fyrir brúðkaupið koma flest- ir veizlugestirnir, að minnsta kosti þeir, sem langt að eru komnir. Gest- um er boðið til liressingar í kaffistofu- Þar er kaffi og sætabrauð til reiðu jafnt á nóttu sem degi, meðan veizl- an stendur. Dansinn hefst jafnskjótt sem ljós eru tendruð. Klukkan 8—9 er matur reiddur fram, fyrst nýsoðið slátur, svið, jarðepli, kjötsúpa, síðan kaffu brauð, smjör og annað viðbit. Dansskálarnir eru ekki stærri en það, að vart getur meira en þriðjung- ur brúðkaupsgesta dansað í senn svo að rúmt sé. Sama máli gegnir um inat- stofurnar. í þær verður oft að þri"» ljór- eða fimmsetja eftir gestafjölda, og á meðan dunar dansinn sleitulaust. Þar sem brúðkaupsdagurinn er að morgni, er sjaldan dansað langt fram yfir miðnætti þetta kvöld. Um tíu' leytið morguninn eftir snæða menn morgunverð. Síðan klæðast menn ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.