Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1966, Qupperneq 40

Æskan - 01.11.1966, Qupperneq 40
* Æfintýri Buffalo Bill ■J^Jennirnir hlupu upp til handa og fóta, og þegar þeir höfðu fram- kvæmt skipanirnar, kallaði Maddox og sagði þeim að fara strax á bak og reka stolna bústofninn t'it úr enginu í gegnum klifið. „Það verður líklega ekki mikið eft- ir af honum til að segja ævintýri, þeg- ar nautgripirnir eru búnir að fara yf- ir hann,“ sagði Maddox um leið og hann benti á Villta Bill. Þjófarnir hlupu til hesta sinna og þutu af stað niður engið til að smala nautgripunum saman. Maddox stóð óþolinmóður og beið Jress að skepn- unum væri srnalað, þar til Jrær fóru loksins að færast að útgöngunni. Dýr- in færðust hægt fyrst í stað, en með sífellt meiri hraða, þar til Jrau fyrstu voru komin á harða hlaup, og loksins stefndi allur hópurinn að klifinu. Villti Bill, sem hafði nú náð aftur fullri rænu, gat. sér til hvað var í 448 vændum og togaði af öllu afli í bönd- in. „Þetta þýðir ekki,“ sagði Maddox og hló. „Þú getur ábyggilega aldrei Ieyst þetta. Nú verðurðu að dúsa liér J^að sem eftir er og iðrast þess að hafa nokkurn tíma reynt við Jim Maddox." Hann sneri hesti sínum við til brottferðar, en skepnan stöðvaðist skyndilega og prjónaði, við Jrað að drengur á stórum gæðingi kom Jsjót- andi beint á móti honum út úr trjá- þyrpingunni. „Strákurinn!" Iirópaði Maddox, en orð hans drukknuðu hér um bil í hávaðanum frá byssu drengsins. Kúlan, sem Maddox var ætluð, hitti og drap hest hans, sem féll aftur á bak svo skyndilega, að reiðmaðurinn hafði ekkert tóm til að losa sig úr hnakknum, heldur lá hjálparvana undir Jrunga dauðrar skepnunnar. En „strákurinn" horfði ekki einu sinni á hann. Hann sá aðeins tvennt: Hættuna af æðandi nautgripunum og Villta Bill liggjandi bundinn og hjálparþurfi í vegi þeirra. Hann hafði aðeins nokkrar sekúndur til aðgerða. Með ótrúlegum styrkleika kippti hann upp höfði og herðum Bills, skellti snörulykkjunni yfir um hann, stökk á bak og rak sporana i nára hestsins. Hesturinn Jraut af stað, snaran dróst saman, og Bill var dreginn næstum undan klaufum hjarðarinnar inn i öryggi trjánna. Augnabliki síðar flæddi þetta lif- andi flóð nautgripa og liesta fram hjá, baulandi og hneggjandi, og þjappað- ist saman til að komast í gegnum Jrröngt klifið, sem lá út að opna hæð- ardraginu. Um leið og Villti Bill var kominn úr hættu, stökk drengurinn af baki og skar af honum fjötrana. Villti Bill skjögraði á fætur og bað- aði út höndunum til að halda jafn- væginu. Drengurinn rétti honum byssu. „Maddox er dauður,“ sagði hann, „en Jtað eru nokkrir eftir samt!“ Hann færði Villta Bill hest sinn, hann gat klifrað upp í hnakkinn án mikilla erfiðleika, og Jjví næst héldu Jjeir að klifinu. Síðustu nautgripirnir voru einmitt að æða í gegn huldir rykskýi. Red- gate og hinir ræningjarnir fjórir fylgdu fast á eftir og ráku á eftir hjörðinni með stórum svipum og hás- um hrópum. Kynblendingurinn var sá fyrsti, senr kom auga á Villta Bill, Jregar rykskýið fór örlítið að Jrynnast, og Jrað var víst enginn vafi á Jrví, að hann liefur hald- ið, að Jretta væri vofa Villta Bills, þvi að hann rak upp ámátlegt öskur, snen hestinum við eins og skopparakringlu og Jraut af stað í gegnum klifið. Hann féll af baki, Jregar Villti Bill hleypti af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.