Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1966, Side 48

Æskan - 01.11.1966, Side 48
 Syngjandi og glöð börn á jólunum. kjarnarnir. Þá eru hneturnar límdar saraan aftur og skreyttar með gull- eða silfurlit og verða þær þá hið feg- ursta skraut, sem síðan «r hengt á trén. í staðinn fyrir jólatrén inni í húsunum, hefur fólkið útskornar myndir af Maríu með Jesúbamið, Jósep, íjárhirðunum og vitringunum. Nokkrum dögum fyrir jól fara fyrstu gestirnir að koma, skyldmenni íbúanna, sem búa í öðrum löndum, og útlendingar, sem mörgum mánuð- um áður hafa pantað herbergi í gisti- húsunum. Það er ekki fyrr en á sjálf- an aðfangadag, sem allir þeir mörgu ferðamenn koma, sem ætla að dvelja jólanóttina á Betlehemsvöllum. Þeir koma frá Jerúsalem, sem hefur langt- um fleiri gistihús, eða með bifreiðum frá Líbanon, og oft taka sig margar fjölskyldur saman, til þess að ferða- kostnaðurinn verið minni. Gestrisnin í Betlehem er næstum ótrúleg. Fari gestur húsavillt, þá er ekki að tala um annað, en að hann þiggi einhverjar góðgerðir áður en honum er vísað til vegar. Það mundi þykja ókurteisi að neita því, sem boðið er, og ef gestinum yrði nú á að dást að einhverjum hlut, sem hann sæi, þá þætti húsbóndanum leitt, ef gesturinn neitaði að þiggja hann, þótt hann væri dýrmætur. Þegar sjálf hátíðin nálgast, hópast hinir fullorðnu saman, en börn og unglingar streyma til aðaltorgsins í bænum. Á því torgi stendur ein af elztu kristnu kirkjum heims, byggð eftir skipun hins rómverska keisara Konstantínusar, árið 330 eftir Krists burð, eftir að móðir hans, Helena, hafði farið pílagrímsför til landsins helga. Síðan var kirkjunni breytt og byggð upp á 6. öld af Jústiníanusi keisara. Kirkjan er byggð á þeim stað, sem talið er að Jesús hafði fæðzt, og er einfaldlega kölluð Fæðingarkirkjan. Upphaflega voru þrjár stórar inn- göngudyr á Fæðingarkirkjunni. Kross- fararnir höfðu þann sið að fara ekki af hestunum fyrir utan kirkjuna, heldur riðu inn í hana og alveg upp að altarinu. Þeim hefur víst þótt þægi- legra að þurfa ekki að fara af baki! Seinna létu prestar kirkjunnar múra upp í dyrnar, svo að einungis voru eftir einar litlar dyr, sem aðeins voru manngengar. Undir kirkjunni er hell- ir, þar sem sagan segir, að Jesús hafi fæðzt. Nokkur hluti hinna beru klettaveggja hefur verið klæddur marmara. Feiknarlega stór og fögur silfur- stjarna er múruð niður í marmara- gólfið, og þar er letrað: Hér er Jesús Kristur fæddur af Maríu mey. Eftir að börnin í Betlehem hafa verið í heimsókn í kirkjunni á jólakvöldinu, fara þau heim til sín, ganga eftir göt- unum meðfram trjánum, sem .þau hafa öll hjálpað til að skreyta með glitrandi hnetum og könglum. Þau syngja jólasálmana með sínum skæru barnaröddum. í Austurlöndum fellur myrkrið fljótt á og þau flýta sér heim, því þar bíður þeirra bezti matur árs- ins, jólamaturinn sjálfur. Aðalréttur- inn er fuglakjöt. Hjá þeim efnameiri er borðaður kalkún, en lxjá þorra manna kjöt af hænum, sem eru sér- staklega aldar til þess að nota um jólin. Einnig er víða neytt lamba- kjöts með hrísgrjónum. Með matnunr drekka flestir létt, kryddað vín, sem lyktar af nryrru, sem er eins konar krydd, því eins og stendur í jólaguð- spjallinu, færðu vitringarnir Jesú gull, reykelsi og myrru. Þegar búið er að borða jólamatinn og börnin hafa fengið gjafirnar sínar, er borið fram te eða kaffi, og allar gómsætu kökurnar, sem konurnar hafa bakað í tilefni hátíðarinnar, og margs konar annað sælgæti, sem er ósköp svipað og hér hjá okkur. Um miðnætti gefur húsbóndinn merki um, að nú skuli haldið til guðs- þjónustu. Allar kirkjur eru þéttsetn- ar af heimafólki og gestum, og þó að skiptar séu skoðanir um trúmálin svona daglega, þá er jólaboðskapur- inn sá sami þessa helgu nótt. Syngjandi og glatt gengur fólkið til kirkju. Alls staðar hljóma kirkju- klukkurnar. Eftir að fólkið hefur hlýtt á messu, streymir fjöldinn út á mörkina til fjárhirðanna, sem sitja þar við eldana í stjörnuskininu, til þess að upplifa í huga sér atburði þá, sem skeðu hina fyrstu jólanótt, þessa sömu nótt fyrir 1966 árum, og sagt er frá í Lúkasarguðspjalli: „í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu hjarðar sinn- ar um nóttina. Allt í einu stóð engill Drottins hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Fjár- hirðarnir urðu þá mjög hræddir. En engillinn sagði við þá: Verið óhrædd- ir, því sjá, ég boða yður mikinn fögn- uð, sem veitast mun öllum lýðum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. — En í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Þegar englarnir voru farnir, sögðu 456

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.