Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1966, Page 68

Æskan - 01.11.1966, Page 68
Nýjar Leifturbækur Mary Poppins, sagan, sem nú fer eins og eldur í sinu um öll lönd og Walt Disney notaði sem uppistöðu i eina af sínum beztu kvik- myndum, er nú komin í íslenzkri þýðingu. - Verð kr. 161.25. Nancy og leynistiginn, eftir Carolyn Keene. — Þetta er þriðja bókin um Nancy. Áður eru komnar „Nancy og leyndardómur gamla hússins" og „Nancy og leyndarmái gömlu klukkunnar". — Bókin er skrifuð fyrir nútímastúlkur. í henni eru skemmtilegar frá- sagnir um ævintýr ungrar stúlku, sem fer sínar eigin götur og greiðir sjálf fram úr vandamálunum. •— Verð kr. 134.40. BOB MORAN: Eyðimerkurrotturnar. í þessari sögu er Bob Moran i misgripum fluttur til eyjar i Karabíska hafinu. Þar er hann hýstur i stálhöli, umkringd- ur illvirkjum og atvinnumorðingjum. En lionum tekst að sleppa. — En hvernig? — Verð kr. 134.50. Hellir hinna dauðu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur er afar spennandi og viðhurða- rik skáldsaga. — Verð kr. 99.50. MOLD — leikrit i sjö þáttum eftir Sigurð Bóbertsson. — Verð kr. 199.50. Himneskt er að lifa, sjálfsævisaga Sigurbjörns Þorkelssonar i Vísi. — Sigur- björn í Vísi þckkja flestir Reykvíkingar, hæði cldri og yngri og raunar mikill hluti landsmanna. Hann var um langan tíma verzlunarmaður og kaupmaður og Iiefur komið víða við. — Hann er einn af stofnendum Í.R. og K.F.U.M., og má í bókinni m. a. finna skemmtilegar frásagnir frá fyrstu dögum þessara félaga. — Sigurbjörn er sérstaklega minnis- góður, þekkir sand af fólki í öllum stéttum þjóðfélagsins og segir hreint og hispurslaust frá samskiptum sínum við liverri sem er. — Kostar kr. 397.75. Guðrún frá Lundi: Dregur ský fyrir sól. Hér er framhald bókarinnar frá í fyrra Sólmánaðardagar í Sellandi. — Annir sumarsins eru liðnar og komið haust. Hrólfur hóndi á Bakka er ekki ánægður, þótt heyskapurinn liafi gengið vonum betur. Það sem angrar Bakkabóndann er uppátæki Jóhönnu dóttur hans, að verða ástfangin af stráknum frá Barði. Á sólskinsdegi um hásláttinn þeysir hún úr ldaði yfir þvert tún með stráknum frá Barði, alfarin að heiman. — En nú dregur ský fyrir sól. Og um það lesið þið í sögunni. ■— Verð kr. 298.85. Ljós í myrkrinu. Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýddi bókina. -— Hér er sagt frá litlum dreng, sem hrekst um Evrópu á styrjaldar- árunum. Hann kynnist útlegðinni, hungrinu og skelfingum stríðsins. Hann ferðast um tryllta veröld striðs og hörm- unga, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Hann hefur varð- veitt hjartalag barnsins og trúna á lífið og hið góða i mannssálinni. — Verð kr. 193.50. Steinaldarþjóð heimsótt öðru sinni. Eftir Jens Bjerre. — — Við fylgjumst með, livernig höf- undur hókarinnar og ástralskir varðflokksstjórar brjótast yfir torgeng, skógi klædd fjöll til frumstæðra íbúa Nýju Gineu, sem aldrei hafa hvíta menn áður augum lilið. •— Óvenjuleg veröld blasir hér við okkur, fullkomlega á frum- stigi og einstæð á hnettinum. — Þetta er hæði skemmtileg ferðahók og fögur og heillandi lýsing á fyrstu skrefum frumstæðrar Jijóðar af stigi steinaldar, rituð af reyndum manni, sem hefur innsýn og skilning á efninu.-í hók- inni eru 56 skrautlegar myndir, prentaðar í fjórum litum. — Verð kr. 349.40. Leiðsögn til lífshamingju II. Fyrra bindi þessarar bóltar koin út 1954 og var sérstaklega vel tekið. Siðan hefur látlaust verið spurt um framhald hennar. Höfundurinn á fjölda vina og aðdáenda um allan heim og þeim fjölgar ört með ári hverju. •— í þessari J)ók segir hann m. a.: „Lífið er ekki í ]>ví fólgið að flýja frá mönnum á náðir einverunnar og hugsa aðeins um Guð. Að flýja menn er að flýja þá reynslu og lifsfyllingu, er sam- líf við aðra menn hlýtur ólijákvæmilega að veita.“ — „Það er ekki nóg að hugsa um liið góða. Við verðum að fram- livæma það, ef það á að koma að fullum notum. — Verð kr. 236.50. Hin gömlu kynni, eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. — Þetta eru smásögur úr dag- legu lifi alþýðufólks. — Steinunn vinnur algenga vinnu, þekkir hug og tilfinningar samverkafólks síns og skrifar skemmtilega. Steinunn er höfundur, sem rétt er að veita athygli. — Kostar innh. kr. 161.26. Prestsfrúin eftir Guðmund Jónsson. — Guðmundur hefur áður skrifað tvær hækur, Heyrt og séð erlendis og Hann bar hana inn í bæinn. — Sögur Guðmundar eru látlausar og ánægjulegt að lesa þær. — Verð kr. 161.25. Húsið dularfulla, skáldsaga eftir Craig Rice og Ed. McBain, en Herborg Gests- dóttir íslenzkaði. — Þetta er leynilögreglusaga, vel skrifuð og ágætlega þýdd, jafn skemmtilcg fyrir konur sem karla. — Verð kr. 193.50. Spakmæli Yogananda (MEISTAIÍINN SAGÐI) Lesendur kannast við hókina „Hvað er hak við myrkur lok- aðra augna?“ Sú hók seldist upp á mjög skömmum tima og er nú með öllu ófáanleg. Þessi nýja hók er eftir sama höf- und: Paramaliansa Yogananda. -— í svipmyndum eftir Steinunni S. Briem. Uppliaflega var ráð fyrir ]iví gert, að hókin hefði inni að halda 100 viðtöl og hæri nafnið 100 svipmyndir. En þegar farið var að vinna við hana í prent- smiðjunni, reyndist efnið of mikið í eitt bindi, og var þá horfið að því ráði að skipta því i tvö bindi. Kemur hið síð- ara væntanlega út á næsta ári. — Vcrð kr. 397.50. 476

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.