Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 3
í Bjarndýrsleikinn. Þar er kennarinn björn, sem krakk- arnir eiga að vinna. Barnaskólarnir í Grænlandi eru ílestir byggðir úr timbri, eins og llest önnur liús þar í landi, með 2—6 kennslustolum. Þar er skólaskylda frá 7 ára aldri, og komi barnið ekki í skólann, þá er það sótt heim til sín. En venjulega vilja foreldrarnir láta börnin ganga í skóla, enda ltafa þau gaman af því sjálf. í kennslustofunum sitja börnin við venjuleg skóla- borð, telpurnar með svartar fléttur og drengirnir flestir „skaftpottsklipptir“, sem kallað er, því að skaftpotti er Grænlenzku börnin. egar skip kemur í grænlenzka höfn, verður oftast að láta hendur standa fram úr ermurn til að skipa upp öllum varningnum, því enginn veit, hvað höfnin helzt lengi opin vegna íssins, og þá hjálpa strákarnir mikið til. Þeir hlaupa frá uppskipunarbátunum inn í geymsluhúsið með þunga sekki og kassa, kátir og bros- andi. í fyrsta lagi hafa þeir gaman af þessu og í öðru lagi fá þeir nokkrar krónur fyrir. Grænlenzku börnin eiga ekki mörg hlaupahjól eða leikföng. Slíkan varning hafa þær fáu verzlanir, sem eru í hverju byggðarlagi, ekki á boðstólum. Það er korn, fatnaður, naglar, og alls konar áhöld, sem fylla hillur þeirra. Hvað hafa þá börnin íyrir stafni? í fyrsta lagi verða þau að gæta systkina sinna, því að foreldrarnir hafa um annað að hugsa. Tíu ára gömul börn eru með 2—3ja ára systkini sín frá morgni til kvölds. Grænlenzkur drengur staldrar ekki langan tíma við höfnina eða í bát, án þess að draga færi og öngul upp úr vasa sínum, því veiðihugurinn býr í hverjum dreng. Hann notar líka dorg, og sjaldan er jress langt að bíða, að hann hafi innbyrt vænan þorsk. Og þá er honurn skemmt. Hann verður allur eitt bros, þegar hann sýnir veiðina. En það er óvíst, að drengirnir, sem nú eru að alast upp í Græn- landi, reyni nokkurn tíma að róa. Kajak-íþróttin er að deyja út í Grænlandi. Enda er kajakinn hættugripur. Hann hefur kostað afar niörg mannslíf í Grænlandi. En þið skuluð ekki halda, að börnin í Grænlandi leiki sér ekki, þó að þau hafi ekki eins mikið af leikföngum og þið. Með dönskukennslunni í barnaskólunum hafa margir danskir leikir borizt til Grænlands, þar sér maður >.Brú, brú, brille“ og „Eitt par fram fyrir ekkjumann" og fleira. En svo er líka til fjöldi af grænlenzkum leikjum. Flestir ganga þessir leikir út á veiði, og mest þykir varið hvolft á höfuðið á þeirn og svo klippt af hárinu, sem niður undan stendur. Lítið er um leikvelli við skólana. í frímínútum eru börn- in látin fara út þegar veður leyfir, og þá fara þau í ýmiss konar leiki. Námsgreinar eru danska, grænlenzka, biblíu- sögur, saga, náttúrufræði, reikningur, landafræði, söng- ur og handavinna. Þegar grænlenzkt barn hefur lokið við barnaskólann, getur það komizt í framhaldsskóla, ef það hefur náð góðu prófi. Og það er mikil aðsókn að þessurn skólum, því Grænlendingar eru ólrnir í að læra. KJÖrorðið er: ÆSKAM FYKIR ÆS Kl\A

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.