Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 15

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 15
ar en vikulega, og við áttum okkur margar skemmtilegar stundir. Ég var alltaf að búast við, að hún segði mér eitthvað um trúlofun sína og væntanlegan hjúskap, en hún minnt- ist aldrei á neitt þess háttar, og mér vitanlega heim- sótti hana enginn nema ég. Ég minntist nú aftur á giftingu Agnesar við frænku nrína, en hún sat við sinn keip og sagði, að Agnes elsk- aði einn mann og hún mundi vafalaust giftast innan skamms. Ég var alltaf að brjóta heilann um, hver sá útvaldi niundi geta verið, og loks þóttist ég skilja, að það væri enginn annar en ég sjálfur, sem Agnes elskaði og ætlaði að giftast. Þessi íullvissa fékk mér svo mikillar gleði, að skömmu síðar herti ég upp hugann, — og við Agnes trúlofuðumst. ÞRÍTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI Eg fce heimsókn. Nú á ég aðeins eftir að segja frá einum atburði, áður en sögu rninni lýkur. Ég hafði skrifað margar bækur, var orðinn víðfrægur maður og vellríkur. Við Agnes höfðum verið gilt í tíu ár og áttum orðið nokkur börn. Frænka mín, Peggotty og Dick voru hjá okkur í stóra liúsinu okkar í London, og okkur leið öllum betur en lrá rnegi segja. Kvöld eitt, er við sátum öll í dagstofunni, kom þjónn minn inn og sagði, að gamall maður, sem liti út fyrir að vera sjómaður, væri kominn og spyrði eftir mér. „Látið þér hann koma hingað inn,“ sagði ég. Og að vörmu spori kom þjónninn inn aftur og með honum enginn annar en Peggotty! Ég stökk á fætur og faðmaði hann að mér, og Peggotty og Agnes heilsuðu honum alúðlega. Þegar við vorum öll búin að jafn okkur eftir þessa óvæntu heimsókn, vísuðum við Peggotty til sætis við arininn, og síðan varð hann að leysa frá skjóðunni og segja okkur allt, sem á daga hans halði drilið. „Ég hef nú ekki langa sögu að segja,“ sagði hann glað- lega. „Okkur líður öllum eins og bezt verður á kosið. . . . Milla er hjá mér, og öllum í bænurn þykir vænt um hana, einkum fátæka fólkinu og börnunum! . . . Hún er góð við alla og stillt og prúð .... Það má vel vera, að hún sé full J^unglynd, ... en mest gaman þykir henni að hjálpa Jseim, sem bágt eiga, og hugga Jrá, sem ratað hafa í raunir. . . . En ef við erum tvö ein, getur hún átt Jsað til að vera reglulega kát og fjörug.“ „Er hún Marta líka hjá yður?“ spurði ég. „Nei, hún er gift ágætum bónda, og Jreim líður prýði- lega.“ í aukablaðinu er listi yfir 49 bækur, sem skuldlausir áskrifendur geta keypt með gjaf- verði. Gerið pant- anir ykkar strax! Þá hafið þið úr- valsbækur til lestr- ar um jólin! „En hvað er að frétta af Micawber? . . . Þá held ég, að honum líði bærilega," varð mér að orði, „því hann er búinn að borga frænku minni allt, sem hún lánaði honum.“ „Já, hann Micawber," sagði Peggotty og hló við. „Nú skuluð þið fá að heyra.“ Og Peggotty dró lítið skringi- legt dagblað upp úr vasa sínum. Ég las eftirfarandi á forsíðu blaðsins: Til heiðurs hinum ágæta borgara vorum, Wilkins Micawber sáttasemjara, var haldin vegleg veizla í stóra salnum í gistihúsinu. Allt helzta fólkið í bænum var þarna saman komið til Jress að heiðra þennan ágæta og mikil- hæfa mann, og sjaldan hefur nokkur maður hér í bæ verið hylltur með jafnmiklum innileik og hrifningu. Við skellihlógum að Jjessari stuttu frásögn og glöddumst ylir velgengni vinar okkar í ljarlæga, ókunna landinu. Peggotty bjó hjá okkur, meðan hann dvaldist í London, og við spjölluðum oft um Jiað, sem á daga okkar hafði drifið, síðan ég heimsótti hann fyrst, Jíegar ég var lítill drengur og hann bjó í gamla bátnum í Yarmouth. Áður en Peggotty fór heimleiðis, skrapp hann til Yar- mouth til að sjá átthaga sína í hinzta sinn, og Jjegar hann kom aftur, hafði hann með sér dálítinn grasbrúsk og mold úr leiði Hams. „Ég ætla að færa lienni Millu litlu Jjetta," sagði hann. „Ég lofaði henni Jjví, áður en ég fór að heiman." Og svo kann ég ekki Jnessa sögu lengri. Enginn maður getur verið hamingjusamari en ég. Börn- in mín leika sér í kringum mig, glöð og kát. Vinir mínir heimsækja mig oft og deila við mig gleði og áhyggjum, og við hlið mína er Agnes — góða vætturin mín. SÖGULOK. 375

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.