Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 16
JÓN KR. ÍSFELDí GULUR LITLI^^ 4. KAFLI. Gulur litli villist. Gunna litla kom með miklu írafári í eldhúsdyrnar og hrópaði með gráthljóði í röddinni: „Mamma, mamma! Hvað heldurðu að hafi komið fyr- ir? Ég er svo voðalega hrædd um að óhræsis fálkinn hafi tekið Gul litla.“ „Hvað ertu að segja, elsku barn? Að fálkinn hafi tekið hann Gul litla frá þér? Af hverju heldurðu það?“ svaraði mamma hennar. „Hann er horfinn. Hann er ekki hjá mömmu sinni og ég sé hann hvergi heima við bæinn. Mamma hans gaggar voðalega og er úfin, næstum því eins og þegar Táta eða Smali koma nálægt Gul litla. Hún er agalega ill.“ „Ertu búin að leita kringum bæinn og niður túnið? Það varð raunin á, eins og ég sagði þér, að þú dreifst hann alltof snemma út undir bert loft.“ „Viltu koma að leita með mér, mamma mín? Mér er alveg ómögulegt að finna hann. Kannski er hann nú dáinn,“ bætti hún við og andvarpaði um leið. Mamma hennar fór undir eins með henni að leita. En það er frá Gul litla að segja, að hann var talsvert utan við sig þennan dag. Gunna litla hafði borið hann út á hlaðið rétt um hádegið, þegar sólskinið var mest. Gerði hún það til þess að honum yrði ekki kalt. Mamma Guls litla kom hlaupandi á eftir Gunnu litlu og bað hana ákaft um það að fara vel með barnið sitt. Gulur litli var hinn rólegasti, þangað til hann kom undir bert loft. Sólin skein í heiði og Gulur litli gáði ekki að sér, en leit beint í sólina. Þó að hann liti fljótt undan, hafði hann samt fengið glýju í augun, svo að hann sá varla glóru- Þá sleppti Gunna litla honum til Toppu gömlu, sein sagði honum að koma með sér. Hún stikaði af stað og liann trítlaði á eftir, þó að hann sæi illa. Hann sagði mömmu sinni frá þessu. Hún tók því rólega og sagði, að þetta myndi lagast bráðlega. Svo fór hún að tína upp fr* og fleira, sem hún fann af góðgæti. Hún gaggaði aðeins við og við, til þess að láta hann vita af sér. Smám saman fór glýjan að þoka af augunum. Þá varð undrun litla ung- ans ekki neitt smáræði. Hann sá eitthvað og þó gat hann ekki áttað sig á því, hvað hann sá. Bíðum við. Þarna var víst mamma hans. Þetta, sem þarna var á harðaspretti, var víst hún. En hvað var hún að hlaupa og hvers vegna sagði hún ekki neitt? Gulur litli vildi ekki láta mömmu sína bíða eftir sér, svo að hann hljóp eftir henni, eins og hann ætti lífið að leysa. En þarna sá hann á eftir henni. Nei, nn sá hann, að þetta var ekki mamma hans. Þessi var næst- um alveg hvít, en mamma hans var mikið dekkri. Þegar Gulur litli tók eftir þessum mistökum, snarstanzaði hann og litaðist um. Hvar var hann eiginlega? Honum fannst umhverfið allt öðruvísi en það var, þegar hann hafði farið að hlaupa á eftir hænunni, sem hann hélt að væri mamma sín. En hvernig átti hann að geta undir eins átt- að sig á því, að til væri önnur hæna en mamma hans? Mamma hans hafði raunar talað um mömmu sína, sem hún sagði, að hefði verið afskaplega góð varphæna. „Mamma! Mamma! Góða mamma mín!“ kallaði Gulur litli. En hann fékk ekkert svar. Þarna sá liann eitthvað. Hann hljóp þangað. Nei, þetta var bara allt annað en HVAÐ HEITIR LANDIÐ? Hér kemur annar áfanginn í þessari nýju verðlaunaþraut. Hlutverk ykkar er að þekkja landið, sem við birtum hér mynd af, og senda okkur svör- in ykkar fyrir 10. nóvember næstkomandi: í hvert sinn eru veitt sex bókaverðlaun fyrir rétt svör, og ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verð- launin. Hvað heitir landið? Land þetta er 340.000 km2 að stærð. Ibúar eru rúmlega 4 milljón. Stjórnarfar er lýðveldi. Landið er láglent. Um mestan hluta landsins skiptast á vötn og lágir, grónir ásar. Ógrynni eyja er með ströndum fram. Meira en helmingur lands- manna starfar að landbúnaði og skógarhöggi. Trjáiðnaðurinn er mikilvægasta iðngrein lands- ins, og er sclt meira úr landi af timbri, trjámauki, pappír og ýmsum öðrum skógarafurðum en nokkru öðru landi í Evrópu. Meginlandsloftslag er í land- inu og veturnir svo kaldir, að ís er á öllum ám og vötnum yf- ir veturinn. Sumrin eru aftur á móti það hlý, að kornyrkja iánast vel í strandhéruðunum sunnan til í landinu. Mest er ræktað af höfrum. Hvaða land er þetta? 376

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.