Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 21

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 21
JOHN F. KENNEDY FRÉTTARITARI — Er Kennedy hafði útskrifazt frá Harvardliá- skólanum fékk iiann starf sem fréttaritari lijá al])jóða frétta- stofu. í því starfi gat hann not- að sér þekkingu þá um Evrópu, cr hann öðlaðist þegar hann starfaði fyrir föður sinn. Kenne- dy hafði næma eftirtektargáfu og skaraði því fram úr í frétta- ritarastarfinu. PINGMAÐUR — Er síðari heims- styrjöldinni lauk, árið 1945, ákvað John F. Iíennedy að helga sig opinberri þjónustu. Hann bauð sig fram til Fulltrúadeildar Bandarikjaþings og var kosinn fulltrúi Massacliusetts. Sem þing- maður reyndist Kennedy sjálf- stæður og einbeittur i hugsun og voitti stuðning þeim ráðstöfun- um, sem hann áleit réttar, en neitaði að fara eftir öllum fyrir- mælum floklcs síns. STYRJÖLD — Árið 1941, er hlik- ur voru á lofti, sem ógnuöu friði og öryggi Bandaríkjanna, gekk Kennedy i sjóherinn. Þetta var þrem mánuðum fyrir árásina, sem Japanir gerðu á Pearl Har- bour. Skömmu eftir að árásin var gerð í desember 1941, fór Kennedy ásamt þúsundum ann- arra sjóliða til ófriðarsvæðisins í suður Kyrrahafi. VIÐURKENNING — Árið 1950 veitti háskóli Notre Dame, einn fremsti kaþólski háskólinn i Bandarikjunum, Jolin F. Kenne- dy viðurkenningu fyrir þann skerf, er hann hafði lagt til stjórnmála, friðarmála og til frainvindu mannkynsins, og sæmdi hann nafnbótinni heiðurs- doktor i lögum. Síðan var Kenne- dy lieiðraður af mörgum stofn- unuin i Bandaríkjunum fyrir störf sín. ORRUSTA — Kennedy hafði á liendi stjórn tundurskeytabáts á Kyrrahafi. í liörðum átökum við óvinina, sem voru Japanir, var siglt á tundurskeytabát hans, og klofnaði báturinn í tvennt. Þrátt fyrir alvarleg meiðsli, er Kenne- dy lilaut í þessum aðförum, tókst lionum að bjarga lífi þriggja skipverja sinna. Hélt hann ein- um manni uppi i sjónum og fleytti honum með sér þriggja mílna leið, til að koma honum á öruggan stað á smáeyju. Öl.DUNGADEILDARÞINGMAÐ- UR — Árið 1952 var John F. Kcnnedy kosinn i öldungadeild- ina fyrir Massachusetts. I þessu nýja þingmannsstarfi naut áætl- unin um aðstoð Bandarikjanna við aðrar þjóðir öfiugs stuðnings Iíennedys. Ennfremur hélt liann liinni framsýnu stefnu sinni til stuðnings lieimsfriði, þroskun mannsins og góðu stjórnarl'ari. Brátt liafði hann vakið á sér at- hygli alirar ])jóðarinnar. 381

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.