Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 25

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 25
ÆSKUÁR FRÆGRA MANNA Sagan um teketilinn. James litli Watt lá fyrir fram- an arininn og starði á ketilinn, sem hékk yfir eldinum. IJó var það ekki ketillinn sjálfur, sem átti hug hans að þessu sinni, lieldur gufan, sem þeytt- ist út úr honum. Hann gat ekki komizt hjá því að liugsa um, að gufan hlyti að vera merkilegt fyrirbæri. Og hann lét ekki sitja við hugsunina eina. Hann varð að reyna meira. Hann sótti bolla, teskeið og fleira og hélt þvi svo fyrir framan gufuna. Sér til inikillar ánægju og yndisauka fann liann, hvernig gufan þrýsti á hlutina, þegar hann setti þá fyrir stútinn á katlinum. En frænka hans var einnig i herberginu og sat þar við sauma. Þegar húu tók eftir því, livað drengurinn var að gera, kallaði liún til hans: „Þú ættir heldur að taka þér eitthvað nyt- samara fyrir hendur, drengur minn.“ „Fjársjóður í fingur- gómunum“. Þó að þessi drengur hafi snemma fengið áhuga fyrir guf- unni og krafti hennar, leikur cnginn vafi á þvi, að hugur lians liefur einnig snúizt um James Iitli Watt lá oft fyrir framan arininn og starði á ket- ilinn, sem hékk yfir eldinum. margt annað. Engan grunaði í æsku hans, að hann ætti eftir að finna upp jafn mikið þarfa þing og gufuvélina. Strax á unga aldri liafði hann mikinn áliuga á þvi, að rann- saka alla hluti og skoða ná- kvæmlega. Hann gerði ýmsar tilraunir og vann vélræna hluti. Brátt kom í Ijós, að hann var mjög laghentur, svo að margir sögðu: „í fingurgóm- um James litla er fólginn mik- ill fjársjóður." James var fæddur í skozka bænum Greenock, þar sem fað- ir hans var mikilvirkur fram- kvæmdastjóri og rak bæði húsa- og skipasmíðar, ásamt stóru smiðaverkstæði. Mörgum stundum eyddi James á verk- stæðunum, en þó varð gleði hans aldrei jafn mikil og þegar faðir hans gaf lionum gömul áliöld, sem hann var hættur að nota. Þá reif liann verkfærin i sundur og hjó til ýmisleg leik- föng úr þeim. Hann smíðaði meðal annars ltranabil, dælu o. fl. Veikur drengur og tornæmur nemandi. Allt þetta, sem nú hefur ver- ið dregið fram, sýnir snilld hans á þessum hlutum. Hann var ekki svona vel gerður á öllum sviðum. Hann var afskap- lega veikburða og þrjú af syst- kinum lians dóu ung. Það er því skiljanlegt, að foreldrar hans reyndu að gæta hans vel. Hann fékk ekki að leika sér með öðrum börnum, og lengi fékk hann eklti licldur að fara i skóla, en fékk alla kennslu heima hjá sér. Oft ]>jáðist liann af höfuð- verk vikurn saman. Að lokum fékk hann þó að fara í skóla. En þar leið honum síður en svo vel. Hann var allt of veikburða til þess að mega sin nokkurs meðal bekkjarsystkina sinna. Hinir trylltu leikir þeirra hræddu hann og gerðu hann óttasleginn, og hann mátti sín einnig lítils í hekknum. Hann átti erfitt með að læra utanbókar, og allt þar til hann varð 13 ára, var hann álitinn tornæmur mjög. En þessi veilti og óframfærni drengur átti þó eftir að verða einn af mestu hugvitsmönnum heims, sem þroskaðist og efld- ist af dáðríkum störfum sinum í náinni framtið. JAMES WATT. • Tornæmi nem- andinn, sem varð einn af frægustu mönnum heims. Hver einasti okkar manna lék eins og engill. Einhuga, samstilltir, hugsandi um ckkert annað en að lijálpa hverjir öðrum og létta hverjum öðrum hina æðisgengnu baráttu. Þetta var stærsti leikur okkar til þessa, jafnvel Ólympiugullið komst ekki til jafns við hann. Að vinna England á heimavelli með allan Iieiminn sem áhorf- anda. Velgengni okkar var fólgin í hinni gullnu reglu nútimaknattspyrnu: Ilinn góði lcik- maður heldur áfram að leika, þótt knött- urinn sé viðs fjarri. Allan timann er hann að búa sig undir að finna þann stað og vera á þeim stað, sem hann lieldur að Jiörfin verði mest fyrir hann. Árangurinn fer svo eftir því, hversu vel leikmennirnir sjá fram í timann að þessu leyti. Hjá Bretunum var það gamla góða: „kick and run“, en lijá okkur: „Sendu knöttinn með nákvæmni til næsta manns, og komdu þér svo i góða stöðu.“ Þetta voru strákarnir frá Iíispest, sem i gamla daga léku með tuskuknött, af því að þeir voru svo fátækir, að þeir áttu ekki fyr- ir alvöruknetti. Allir niu með tölu: Grosics, Bozik, Hidegkuti, Czibor, Lantos, Zakarias, Grosics, Kocsis, Pusltas! Drengir, sem byrj- uðu berfættir að leika, af þvi að þeir áttu ckki skó. Þetta liafði járnviljinn og ein- beitnin gert úr þeim. Þeir voru búnir að vinna sér til eilífrar frægðar, og þá fyrst og fremst landi sinu.“ Þetta segir Puskas. Hver vill ekki feta i fótspor lians? Að minnsta kosti reyna það? Ekki til þess að afla sér hciinsfrægðar, það eru svo margir kallaðir, en fáir útvaldir. Öllu lieldur til þess að þjálfa hug sinn og likama til þess að ná fram því bezta, sem í hverjum og einum býr og náttúran liefur lánað lionum. Öllum ungum drengjum og stúlkum er hollt að hafa fátæku drengina frá Kispest að lifandi fyrirmyndum. Kæra Æska. Ég ætla að senda þér mynd af mér og kindinni minni. Hún heitir Flekka. Jóhann Albertsson, 7 ára. 385

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.