Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 7
í áfengi er eitur, sem nefnist vínandi. Þegar áfengis er neytt, berst vinandinn með blóðinu út uin iíkamann og veldur lömun í taugakerfinu. Fyrir utan hin liættuiegu álirif vinandans á taugakerf- ið veldur hann líka skemmdum á slíniu meltingarfæranna. Áður var álitið, að vín væri lieilsusamlegt, og sumir álíta enn, að vin sé læknislyf, en slíkt er alger fjarstæða. Eftir víndrykkju vakna flestir með liöfuðverk og vanlíðan og heita þvi þá oft að bragða aldrei áfengi framar, en ]iað gleymist einatt fljótt, * Vðrumst blekkinguna. ]iví að það er erfitt að losa sig úr höndum Bakkusar. Og liugsa sér, hvern- ig margir menn eyða tíma til einskis og spilla heilsu sinni með þvi móti að sitja inni á sjoppum og drekka vín og reykja sigarettur. Og fyrir utan hin hættulegu álirif áfengis á likamann er eytt alveg óstjórnlega miklu af pening- um i þetta, svo að iiúsmóðir, sem gift er drykkjumanni, á oft erfitt með að kaupa nauðsynjar til heimilisins. Menn, sein eru undir áhrifum áfengis, lialda oft, að þeir séu helmingi meiri menn en aðrir. En það er þveröfugt, þeir eru helmingi minni menn en þeir, sem ekki eru undir áhrifum áfengis. Á siðari tímum hafa augu manna opn- azt fyrir ]iví, að ofdrykkja er sjúkdóm- ur. Því er nú meira gert en áður til þess að iijálpa þeim og iæltna, sem orð- ið hafa áfenginu að bráð. Mörgum tekst að bjarga, en þvi miður ljúka margir drykkjumenn ævi sinni fyrir aldur fram, sem andlegir og líkamlegir aum- ingjar. Þvi vona ég, að enginn okkar hér í Barnaskóla Siglufjarðar eigi eftir að ljúka ævi sinni þannig. Sigurður V. Hólmsteinsson. Mér sýndist Kerlingardalsá nokkuð stór og vatnsmikil, ég hafði aldrei séð aðra á en hana „Hvammsá" úti á engjum. Þetta var miklu stærri á, og þegar hestarnir óðu yfir áiia, þá náði vatnið næstum því upp í kvið á þeim. Nú vorum við komin á Mýrdals- sand, eða svo sagði faðir minn mér. Höfðabrekkuhamrar voru nú á vinstri hönd. Þar i hömrunum var stór hellir, sem Skiphellir heitir. Þar sagði faðir minn mér, að fyrir feiknalöngu liefðu bændurnir geymt skip sín, og þá hcfði verið stutt leið til sjávar, en nú var þetta óraleið. Þetta voru allt verk Kötlu, sem brá sér á leik venjulega tvisvar á öld. Skiphellir er minnis- varði þess að eitt sinn gekk liafið upp að björgunum og iiarði ]>au i ]iá mynd, sem )>au eru í enn þann dag i dag. Áfram ókum við sandinn og brátt enduðu Höfðahrekkuhamrarnir. Eg sá háan klett uppi á bjargbrúninni, eins og kastala. f klettinum er hellir, sem blasti við. Ég spurði föður minn um þetta og sagði hann mér að hellirinn heiti Klukknahellir. Þang- að hafi klukkum Höfðabrekkukirkju verið bjargað ]iá er bæinn og kirkjuna tók af i Kötluhlaupi á 17. öld. Það var þríbýli á Höfðabrekku og bæirnir allir neðan undir fjallinu. Þetta voru mér ný sannindi. — En brátt vorum við komnir að Múlakvisl. Þá varð mér ekki um sel er við komum á ölduna, og áin spýttist fram aurana, kolgrá og úfin. En yfir liana urðum við að fara, svo að við kæmumst í strandið. Faðir minn sagði mér að halda mér fast i aktygjaliog- ann og vera ekki hræddur. Svo lagði liann úl í ána. Hestarnir stikluðu iéttilega á grýtt- um árbotninuni og vatnið steig þeim til kviðs. Það drýldi á Múlakvisl i miðjum streng og mér fannst við líða upp á móti straumnuin. Þetta heitir að sundla þá er farið er yfir straumvötn. Brátt vorum við komnir yfir Múlakvísl og við héldum austur aurana. Svo komum við að austuröidunni og er hún brött upp að fara, en allt gckk að óskum og von bráð- ar erum við komnir upp úr kvislarfarveginum. Til þessa liöfðum við farið ]ijóðleið, cins og liún var ])á, en nú vorum við komnir á krossgötur. Leiðin iá nú i suður, niður sand- inn — í strandið. Sandurinn reynist allspordrjúgur og það var eins og hann ætlaði aldrei að enda. Niður sjávar fór nú að berast að eyrum. Var það merki þess að brátt færi að síga á scinni hluta leiðarinnar. Þarna á sandinum var ekkert við að styðjast annað en rat- visi vegfarandans, allt var slétt og tilbreytingarlaust. Á stöku stað voru sand- og lnalar- dyngjur, það voru eftirstöðvar Kötlulilaupsins frá því haustið áður. Þar liöfðu jakar bráðnað og leystst upp í sin frumefni, en sandurinn og mölin orðið eftir. Við nálguðumst nú óðum ströndina, þar sem furðuverkið beið, strandaði togarinn. Að baki voru liyggðafjöllin og ofar þeim blöstu heiðarlöndin við sjónum okkar, og ofar öllu skein á mjallhvitan jökuliiin, þar sem hann teygði sig upp i heiðrikjuna. Þaðan var nú ekki neins ills að vænta i bráð. í vestri Jiillti Hjörleifshöfði uppi i til>rá. f suðri blasti hafið við sjónum oklear, síkvikt og vökult. Rán brotnaði lctilega við ströndina, en uppi á kainhinum stóð hið strandaða skip lunningafullt af sandi. Mátti þar sjá að vetrarbrimin liefðu gengið allsæmilega frá fórn sinni. Faðir minn tók nú upp nesti, sem hann hafði liaft með sér að heiman, og möt- uðumst við þarna hjá togaranum i flýti. Það varð að hafa hraðann á, því langt Var liegar liðið á dag og löng leið fyrir höndum lieim með ]iunghlaðna vagnana. Mér fannst þetta stórkostlegt, sem fyrir augun bar: lieilt skip frá framandi landi, autt og yfirgefið, og nú orðið leiksoppur trylltra náttúruafla. Ég reikaði um skipið ofan þilja og gerði mér hugmyndir um eitt og annað, sem þessum farkosti við kom. Faðir minn útskýrði ýmislegt fyrir mér, eftir því sem lians þekking náði til. Ég var búinn að skoða strandið og nú fór ég að hjálpa föður mínum að láta kol í poka. Það munu liafa verið látin 300 kg af kolum á hvorn vagn og þessu lilassi áttu blessaðir hestarnir eftir að skila Jieim í hlað vestur í Reynishverfi. Þegar búið var að bera upp á vagnana, var lagt af stað lieimleiðis. Var nú allt þyngra fvrir, ekki farið nema klyfjagang, svo sem 4 kílómetra á klukkustund. Við áttum nú 4—5 klukkustunda ferð fyrir liöndum. Segir ekki neitt af heimferðinni, liún gekli slysalaust, og seint um kvöldið náðum viö lieim i Reynisdal. Ég var húinn að fara á strandfjöru og sjá margt nýstárlegt þennan eftirminnilega vordag. — Siðan eru nú liðin fjörutiu og átta ár, margt er orðið lircytt. Hestarnir eru ekki lengur í þjónustu manna og vegalengdir allar hafa stytzt á undraverðan liátt. Vegur er nú lagður austur með öllum hönirum, og árnar brúaðar. Bifrciðir þjóta nú þessar vegalengdir — sem ég fór — á ótrúlega skömmum tíma. Það cr ekki lengur í tízku að fara fet fyrir fet í lifsbaráttunni, hraðinn er nú ekki síður kveljandi en Jestagangur- inn var áður. Förunautar minir úr þessari strandferð eru löngu liorfnir út í móðu gleymskunnar, en ég rifja þessa ferðasögu upp nú, liún er mér í barnsminni, sem ein af fyrstu Vörð- unum með fram ])jóðvcgi lífs jnins. 367

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.