Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 9
Smali og Ólöf Inga, Sólbakka, Vestur-Húnavatnssýslu. ▼ Kolbeinsey Kolbeinsey séÖ úr fjarska. Um sjö sjómilur norður af Grímsey liggur nyrzta land, er til íslands telzt, Kolbeinsey. Er J)að raunar aðeins eyðisker, enda ])ótt ])jóðsögur greini svo frá, að þar hafi hafzt við menn. I>essi eyja hefur ]>ýðingu sem grunnlínupunktur og fiskveiði- landhelgin er ]>ví þar 12 sjó- milur út frá eyjunni, en í ná- grenni eyjunnar eru gjöful fiskimið. Eyjan virðist ckki vera byggð úr sterku bergi, og á seinni árum teija menn að verulega hafi gengið á þann hluta eyjunnar, sem upp úr sjó stendur, og er hún allmjög sprungin. Á myndinni sést cyj- an öll og má þar vel sjá hversu lítið fer fyrir ])vi, sem upp úr hafinu stendur, en út frá henni eru grynningar. ÞRÍR BIRNIR Einu sinni voru þrír birnir, sem áttu heima í stórum skógi. Það voru hjón og lítill húnn. Einn góðan veðurdag fór Bersi í langa gönguíerð með Beru, konu sína, og húninn, son þeirra. Meðan þau voru á því ferðalagi, kom lítii stúlka, sem kölluð var Gullinhadda, lieim til þeirra. Hún gægðist gegnum skráargatið, tók í handfangið á hurðinni, og henni til mikillar undrunar laukst hurðin upp, og gekk hún þá inn. Á borðinu sá hún þrjár skálar með hafragraut í, og þar sem hún var ákaf- lega svöng, datt henni í hug að bragða á matnum. Fyrst reyndi hún í stóru skálinni, en grauturinn var svo heitur, að hún brenndi sig og fleygði skeið- inni frá sér. Því næst reyndi hún í annarri skálinni, en þar var grauturinn svo bragðvondur, að hún gat ekki borðað liann. Loks bragðaði hún á grautn- um í litlu skálinni, hann var ágætur, og hún borðaði upp úr skálinni. Þegar Gullinhadda var búin að eta, langaði hana að hvíla sig, og fór hún upp á loft til að leggja sig um stund, áður en hún héldi heimleiðis. Þrjú rúm voru í svefnherberginu. Gullinhadda reyndi fyrst stóra rúmið, en kodd- inn var svo harður, að hún fór úr því aftur og reyndi það næsta, en þar voru rekkjuvoðirnar svo hrjúfar og stingandi, að hún fór úr því. En litla rúmið var í alla staði notalegt, og Gullinhadda sofnaði brátt, er hún hafði lagt sig þar út af. Skömmu síðar kom bjarnarfjölskyldan heim, og er Bersi sá skeiðina standa upp á endann í skálinni sinni, urraði hann: „Hér hefur einhver komið og bragðað á grautnum mínum.“ Litli húnninn kom nú hlaupandi inn og er hann liafði litið ofan í skálina sína, hrópaði hann: „Einhver hefur bragðað á grautnum mínum og étið hann allan upp.“ Þau voru öll reið og fóru nú upp á loft til að leita að þjófnum. Þegar 369

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.