Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 29

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 29
S. H. Þorsteinsson: Frímerki. an fara um Lyngdalsheiði og setja l>á inn á leiðinni umslag með stimpli frá Laugarvatni, til l>ess að sýna ]>ann stað á leið- inni. Þegar komið er að Geysi í Haukadal, l>á liafa bæði verið nolaðir tveir stimplar, Hauka- dalur, Árn., og Geysir, svo og umslög með þeim báðum getið l>ið notað, og svo alla útgáfuna af Geysismerkjunum. Það er líka póststöð á Gullfossi, svo að þarna getið þið fengið bréf undasöfn á alþjóðasýningum fái verðlaun. Meðal alþjóðasamtakanna er starfandi sérstök nefnd, sem hefur að verkefni að setja regl- ur um hvernig safna skuli teg- undunum Landslag og ferða- mennska. Ritstjóri þessara þátta er meðlimur i þessari nefnd, og væri kært, ef árang- ur á sviði þessarar söfnunar gæti náðst liér i heimalandi hans. DANIA 1968 Við höfum áður minnzt á unglingasýninguna Dania, sem haldiu verður i Kaupmanna- höfn í april á næsta ári. Það verða að minnsta kosti send fjögur islenzk söfn á þessa sýn- ingu, og verður nú gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Það er hver að verða síðastur með að senda inn umsóknir, en eyðublöð má fá frá: Hugmynd að tegundasafni Margt er það, sem hægt er að setja skemmtilega upp sem tegundasafn og þá ekki sizt ferðamannaleiðir á ís- landi. Ef við tökum einhverja vinsælustu ferðamannaleið- ina, Reykjavík — Þingvellir — Geysir — Gullfoss — Skál- holt — Selfoss — Hveragerði — Reykjavík, þá væri sem dæmi hægt að setja slíkt safn upp á þennan liátt: Á fremstu síðuna teiknið þið íslandskort og merkið leiðina inn á það, þið getið siðan merkt staðina annaðlivort Jneð nöfnum eða númerum. Á fyrstu síðunum takið þið svo öll þau frímei-ki, sem þið eigið með myndum frá Reykja- vilc, og raðið þeim skipulega upp, merkið neðan við útgáfu- lieiti og útgáfuár. Gott cr að byrja þetta með fallegu bréfi með stimpli frá Reykjavik, svona til að undirstrika stað- arheitið. Næst er svo farið á Þingvöll. Þá getið þið líka byrjað síðuna með umslagi, til að gefa staðarheitið, cn raðið síðan upp öllum merkjum, sem þið eigið með myndum frá Þingvöllum. Næst er svo haldið að Gullfossi. Þið megið gjarn- eða kort með stimpli staðar- ins og svo auk þess öil þau frí- merki, sem þið eigið með mynd fossins. Þegar svo kemur að Skálholti, þá er aðeins um það að ræða að nota bréf með stimpli staðar- ins, ef sýna á safnið, því að Skállioltsmerkin má ekki sýna á almennum frímerkjasýning- um, þar sem þau eru á svört- um lista, vegna of hás yfir- verðs, og fá þá ekki inni á sýn- ingum, er fylgja reglum al- þjóðasamtaka frímerkjasafn- ara. Á Selfossi er póststöð og þaðan er liægt að fá bréf með stimpli staðarins, handstimpli eða vélastimpli. Sama er svo að segja um Hveragerði, en frá þessum stöðum er ekki um að ræða sérstök frímerki. Þá má á sama hátt bæta Aratungu inn í ef vill. Svona er bægt að rekja allar helztu ferðamannaleiðir land- ins með frímerkjum og póst- stimplum, þvi að tegundasöfnun af þessu tagi byggist ekki ein- göngu á frimerkjum, beldur engu síður á heilum bréfum og póststimplum, sem nú er orð- ið skilyrði fyrir því, að teg- Frímerki. Klúbbur Skandinavíusafnara, Pósthólf 1336, Reykjavík. Ný írímerki. Nýtt íslenzkt frímerki var gefið út á vegum Póststjórn- arinnar í tilefni af 50 ára af- mæli Verzlunarráðs Islands 14. september síðastliðinn. Merkið er 26X36 millimetrar að stærð, sólprentað, blátt að lit og hef- ur verðgildið 5 krónur. Gísli B. Björnsson teiknaði merkið. 'Nýir verðlistav. Heimslisti Stanley Gibbons var lengi vel sá listi, sem mest var notaður um lieim allan. Nú er nýútkomin sjötugasta útgáfa hans, þ. e. a. s. yfir brezka heimsveldið, sem nefnist „Stan- ley Gibbons Postage Stamp Catalogue. Part One, British Commonwealth.“ Þetta er 1968 útgáfan og er 640 blaðsíður að stærð. Hver siða er nú þriggja dálka, í stað tveggja áður og ýmsum nýjum löndum liefur verið bætt i listann, svo sem Botswana, Guyana, Lesotlio og Malira. Þarna er um mjög góðan lista að ræða fyrir þá sem safna brezkum nýlendum eða Englandi og kostar liann frá útgefenda 35 skildinga, að viðbættum sendingarkostnaði. Verðlaunagetraun 4. 1. Af hvaða stað er þessi mynd? . 2. Hvar á landinu er sá staður? . 3. Hvenær var frímerkið gefið út? Frestur til að skila svörum er í einn mánuð frá útkomu blaðsins og er þá miðað við dagsetningu á póst- stimpli bréfsins.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.