Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 43
Hatturinn Blaðamaður nokkur kom á skrifstofu sína moð nýjan hatt. Meðan hann dvaldi l>ar iimi, skoðaði einn af starfsbræðrum lians nýja hattinn Iians, fór út i I)úðina, ]>ar sem hann hafði verið keyptur, lieypti alveg cins llatt og lét setja fangamark blaðamannsins á svitaleðrið. I’að var aðeins einn munur á liöttunum, að hann var tveim númerum stærri. Þegar blaða- maðurinn setti hattinn upp, féll hann ofan i augu. Hann varð undrandi, tók hattinn of- an og skoðaði hann mjög vand- lega. Það var ekki um að vill- ast, þetta var hans eigin hattur, ]>að sýndi líka fangamarkið. Næsta dag kom blaðamaður- inn aftur á skrifstofu sína, og þá með sama hattinn, en )iú passaði hann ágætlega. Þegar við fyrsta tækifæri skoðaði prakkarinn liattinn og sá þá að undir svitaleðrinu var ]>ykkt lag af pappír. Hann tók pappír- inn úr, setti hann undir svita- leðrið á minni hattinum, og hengdi liann á snagann. Þegar eigandinn ætlaði næst að setja upp hattinn, kom hann honum ekki nema á bláhvirfilinn. Hann varð undrandi, fór til næsta sjúkrahúss og bað um rannsóltn á liöfði sínu. Moskusuxinn er eitt hið harðgeröasta land- dýr, sem til er. Hann er eins konar bandliður milli nauta og kinda, stór eins og naut, 2ý£ metri á lengd, með stór horn, en kafloð'inn eins og hrútur. Ullin er brúnleit með gráum kemhingi innan um. Moskus- uxinn á hvergi hcima nema á Grænlandi og nyrjítu eyjum Ameríku. 156. Það var mjög heitt í veðri, og ég var alveg úrvinda af þreytu. Ég skreið þess vegna inn í fallbyssu, sem stóð á árbakkanum við Tower, og sofnað'i vært. 158. Fallbyssurnar höfðu verið hlaðnar snemma um morguninn og þar sem engum kom til hugar, a'ð ég hefði lagzt til svefns í einni þeirra, var mér skotið yfir húsþökin þvert yfir Teinsá--------- 157. Þetta mun hafa verið um hádegisbil 6. dags ágústmánaðar, sem var afmælisdagur konungsins. Þegar klukkan sló eitt, var skotið úr öllum fallbyssunum við Tower konungin- um til heiðurs. ,i,o" ' ' ’li' Co^rrigh^jJ^B^ox^Copenhagen^^ 159. —--------og loks lenti ég í heysátu, án þess að rumska. Þarna svaf ég samfleytt í þrjá mánuði. 160. Þá gerðist það morgun nokkurn, að bóndinn og vinnumaður hans voru að hirða heysáturnar. Ég vaknaði við, að þeir stungu heykvíslunum inn í sátuna. Ég gat ekki áttað mig á því, hvar ég var staddur, en reis á fæt- ur og þakkaði bóndanum fyrir að hafa skotið yfir mig skjólshúsi. Úlfaldinn. j í Asíu og Afríku hefur, frá því að sögur hófust, verið tainið einkennilegt dýr, sem þolir öll- um öðrum betur gróðurleysi og vatnsskort cyðimarkanna. Þetta dýr er lilfaldinn. Úlfald- inn er um 3 metrar á lengd, háfættur og hálslangur, með eina eða tvær kryppur eða fitu- hnúð'a á baki. Dýrin eru notuð bæði til reiðar og áburðar. HEILABROT Fjórum eplum á að skipta milli þriggja, þannig að enginn einn fái meira en hinir tveir. Hvernig er hægt að gera þetta án þess að skera eplin sundur? Svar er á blaðsíðu 401. 403

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.