Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 26

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 26
KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON: Nokkur atriði um glímu. líman er þjóðaríþrótt okkar ís- lendinga. í íslenzkum fornsög- um er frá henni sagt og allt bendir til að hún eigi upphaf sitt i fornum germönskum arfi. En hér hefur glím- an mótazt og þroskazt gegnum aklirn- ar, mótazt af íslenzku þjóðareðli og skapgerð. Hún hefur lifað sína blóma- og hrörnunartíð og hún hefur náð því takmarki, að verða fögur og þrótt- mikil íþrótt. íslendingasögurnar fræða okkur um það, að fornmenn hafi lagt mikla stund á ýmsar íþróttir undir berum himni, útileiki, og voru þeir mjög mikilsverður liður í uppeldi æskunn- ar, og höfðu stórmikla þýðingu í þjóð- lífi forfeðra okkar. Glímukveðjan. Af leikjum Jjessum má helzt nefna glímu, knattleika og sund. íslendingar héldu áfram að æfa glímuna, Jrótt þeir leggðu aðrar íjrrótt- ir niður. Þjóðsögurnar fræða okkur um að alltaf lifði glíman meðal Jjjóð- arinnar, hversu fast sem að henni svarf að öðru leyti. Ef byggðamaður hitti útilegumann á fjöllum uppi, Jjá var það glímuleiknin, sem helzt gat bjargað honum úr greipum hins rammeflda útilegumanns. Þar sem smalar hittust var glímt, og hittust ungir menn við kirkju, þótti sjálfsagt að reyna með sér glímu. Útróðrar- menn æfðu og kepptu í glímu og Jreg- ar skólarnir komu til sögu, Jrá var glíman í hávegum höfð og ýmsir gáf- uðustu skólapiltarnir lögðu Jrekkingu sína og leikni í glímuna og Jrannig auðgaðist hún að fjölbreytni. Enda galt hún Jjað vel með Jjví að auka Jreim Jrrek til baráttu og stillingu til jafnvægis. Upp úr aldamótunum 1900 hófu ungmennafélögin starfsemi sína " byggðu á Jjjóðlegum grundvelli — °S var Ungmennafélag íslands stoínað a Þingvöllum árið 1907. Strax frá byrjun unnu ungmenna- félögin að eflingu og framgangi glíffl' unnar og varð hún eitt helzta skemmtiatriði á fundum og skemmti- samkomum Jjeirra og náði þá mikill1 útbreiðslu. Ungmennafélögin viðsvegar U® landið vinna nú með vaxandi áhuga að kennslu og iðkun glímunnar. Árið 1908 sýndu íslendingar glím- una á Ólympíuleikunum, sem þa voru haldnir í London, og vakti hún Jjar mikla athygli. Á Ólympíuleik- unum í Stokkhólmi 1912 var glíniau aftur sýnd á Ólympíuleikum viö ágætar undirtektir þeirra er á horfðu- í ársbyrjun 1912 er stofnað ÍJjrótta- Hælkrókur hægri á hægri á iofti, tekinn upp úr hægrifótarklofbragði. 386

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.