Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 20
r Þórunn Pðlsdöttir: ^ Heimilið. Hrærðar kartöflur. 1 kg kartöflui' 2—3 dl vatn 1 tsk. salt 2—3 dl. mjólk 100 g smjörlíki 1 msk. sykur % tsk. pipar Salt, ef þörf gerist. Þvoið kartöflurnar og afhýð- ið hráar, skerið liverja kartöflu i 2—3 hluta og sjóðið þær i 10—15 mín. Heiiið vatninu af. Merjið kartöflurnar í pottinum eða hrærið í lirærivél ásamt smjöriíki, sykri og mjólk, þar til þær eru jafnar og vel komn- ar í mauk. Hitið að suðumarki og kryddið eftir smekk. Grænkálssúpa. 1 lítri vatn 4—6 súputeningar 200 g gulrætur 100 g blaðlaukur 1—2 tsk. salt 100 g grænkál Hreinsið og skerið grænmet- ið í þunnar sneiðar. Sjóðið saman vatn, súputeninga, gul- rætur, blaðlauk og salt í 10— 15 mín. Klippið grænkálið ásamt grænu blöðunum af blað- lauknum út í súpuna, og látið suðuna koma aðeins upp aftur. Berið súpuna fram með heitu ostabrauði. Kleinur. 500 g hveiti 1% tsk. lyftiduft % tsk. hjartarsalt 125 g sykur 50 g smjörlíki 2 egg 2 dl mjólk % tsk. kardimommur Búið til venjulegt deig. Breið- ið það út nokkuð þykkt, mótið i jafnar kleinur. Steikið í vel heitri feiti á báðum hliðum. Látið kleinurnar á sigti jafn- óðum, svo að sígi betur af þeim. Atli. Þegar við steikjum kleinur, skulum við alltaf hafa við höndina hlemminn af pott- inum og votan klút. Itvikni i feitinni, megum við alls ekki blása á hann eða hlaupa út, lieldur láta strax hlemminn yfir og blauta klútinn þar yfir. Mörgum þykja kleinur beztar heitar og þær vilja lika iiarðna við geymslu. Bezt er að geyma kleinur i frostliólfinu á ísskápn- um eða í frystikistu. Látið kleinurnar nýjar, en þó kaidar í litla plastpoka, lokið fyrir pokana með límpappir eða með þar til gerðum vír og frystið. Þær frjósa strax og geymast eins lengi og hver vill. Látið kleinurnar frosnar í kaldan ofninn, kveikið á hon- um og þær hitna á nokkrum mínútum. Kinda-lifur. Lifur cr mjög holl. Hún inni- lieldur eins mikla eggjalivítu og kjöt og meira A-vitamín og járn en nokkur önnur fæðu- tegund. Auk þess fáum við úr lifur mikið af B-vitamínum, nokkuð af C-vitamínum, D-vita- mínum og kaiki. í þessari fæðu- tegund eru því að finna flest þau efni, sem likaminn þarfn- ast. Þess vegna eigum við að borða lifur í einhverri mynd minnst einu sinni i viku. Steikt lifur með beikoni. 500 g lifur 3 msk. hveiti 1 tsk. salt % tsk. pipar 100 g beikon 1—2 laukar. Látið beikonið i bitum á þurra, heita pönnu og steikið fremur létt. Þvoið og þerrið lifrina, veltið lienni úr hveiti og kryddi og steikið i beikon- feitinni í 2—3 mín. á livorri lilið við vægan hita. Hreinsið iaukinn og skerið í sneiðar, brúnið hann á pönnunni og rað- ið yfir lifrina. Berið hrærðar kartöflur og hrátt salat með. Hrátt salat. 1 blómkálshöfuð 100 g livítkál 1 gulrófa 2 msk. púðursykur Safi úr 1 sítrónu 2 dl súrmjólk Nokkur græn salatblöð. Hreinsið og rífið kál og rófu á grófu rífjárni. Blandið sykri, súrmjólk og sítrónsafa saman. Þvoið grænu salatblöðin, raðið þeim meðfram skálarbarminum, látið rifna grænmetið i skálina og hellið síðast súrmjólkur- blöndunni yfir. Ath. Þegar salatblöð eru þveg- in, þarf að gera það varlega, úi' köldu, rennandi vatni og leggja þau á hreint stykki eða eldhús- pappír. Hrá salöt er bezt að búa til rétt áður en þau eru notuð. Ef nefndar teg. eru ekki allar til, má nota agúrku eða meira af livítkálinu o.s.frv. ATHYGLI. Svar: 1. Strákurinn á gang- stéttinni hleypur hraðara. 2. Tréð hefur breytzt (sjá grein við liúsið). 3. Hattur annarrnr stúlkunnar kemur betur í Jjós. 4. Vasi á frakka gefandans hef- ur breytzt. 5. Bótin á buxum betlarans er minni. 6. Öryggis- nælan í yfirhöfn betlarans hef- ur færzt til. 7. Spöngin á gler- augum betlarans hefur skekltzt. 12. villur. Lausn: Það er sum- ar, en samt er drengur á skaut- um. 2. Maður að fiska krókó- díl. 3. Maður að róa í baðkeri. 4. Perur á kókospálma. 5. Froskur að synda á milli and- arunganna. 6—7. Kýr með hest- haus og hestshaus að reykja pípu. 8. Hani með 4 fætur. 9. Pýramídi í venjulegum garði. 10. Undarlegur og skakkur gafl- gluggi á húsinu. 11. Turn í stað- inn fyrir skorstein. 12. Flug- maður, sem stendur á höfði ■ flugvélinni. 380

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.