Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 41
Spakmæli.
Það er gagnslítið
að gefa mönnum
reglur um það, hvað
þeir eigi að lesa eða
láta ólesið, því að
meira en helmingur-
inn af nútímamenn-
ingu á rætur sínar í
því, sem menn ættu
ekki að lesa.
Bækur eru ódýr-
ustu skemmtanirn-
ar og ódýrustu
kennararnir. Þær
eru vinir og sannir
huggarar milljónum
manna i einverunni.
Bókarlaust hús er
eins og líkami án
sáiar. I bókunum sé
ég þá lifandi, sem
fyrir löngu eru dán-
ir. I bókunum sé ég
framtíðina og í
þeim sé ég líka
háða styrjöld og
saminn frið.
í bókunum ligg-
ur sál aldanna
Það er aldrei les-
ið of litið af hinu
illa eða of mikið af
hinu góða. Vondar
bækur eitra lifið.
Þær skemma sálina.
Að lesa hið góða
hefur það í för með
sér, að menn lesa
ekki hið illa, því að
lífið er stutt, og
tíminn og kraftarn-
ir eru takmarkaðir.
Bækur eru tvenns
konar: Þær, sem eru
sígildar og hinar,
sem vara skamma
stund.
Þegar ég les góða
bók í fyrsta sinn, er
sem ég hafi öðlast
góðan vin. En þegar
ég les bók, sem ég
hef áður lesið, er
eins og ég hafi aft-
ur hitt gamlan vin.
ÆVINTÝRI RÓBÍNSONS KRUSÓ ---------
LAMADYRIÐ KEMUR Örþreyttur lá nú Róbínson þarna og hafði varla mátt til að snúa sér við til
___________________________ að aðgæta hver það væri, sem elti hann. En loks leit hann þó við og sá,
að þetta var þá ekkert annað en lamadýrið hans trygga, sem hafði elt hann. Við þá uppgötvun varð hann
bæði feginn og giaður, stóð upp og tók að tína saman vopn sín. Því næst bjóst hann til að halda heim-
leiðis. Ekki hafði hann farið langt, er hann sá að hann var í námunda við litla laufskálann, sem hann
hafði byggt fyrir dýrin sín. Hann ákvað því að fara ekki lengra og láta fyrirberast þarna um nóttina.
STYRKTI HELLINN BETUR Snemma næsta morgun var Róbínson vakinn við mikinn hávaða.
__________________________________ Þetta var þá páfagaukurinn hans, sem hafði fundið húsbónda sinn
og var nú að láta í ljós gleði sína yfir endurfundinum. Hress og úthvíldur eftir nætursvefninn í lauf-
skálanum safnaði hann saman vopnum sínum og hélt heimleiðis. Strax eftir heimkomuna byrjaði hann
að vinna að því að styrkja hellinn betur, svo hann væri ekki eins óviðbúinn, því nú var hann reynslunni
ríkari. Hann var áreiðanlega ekki einasti íbúi eyjunnar, og hinir íbúarnir voru ekki eins friðsamir og
hann hefði óskað sér.
Innsti koppur í búri.
Hvers konar maður er Jóa-
kim? spurði maður kunningja
sinn.
Hann er einn af þessum
mönnum, sem alls staðar vilja
leika aðalhlutverk: Ef hann er
við brauðkaup vill hann vera
brúðguminn, og ef hann er
við jarðarför, vill hann vera
líkið.
HEILABROT.
Svar: Ef tveir fá eitt epli
hvor og sá þriðji tvö epli, hef-
ur liann vissulega ekki fengið
meira en hinir tveir (til sam-
ans).
401