Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 4
 Tvö mörk gegn engu. „Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliðicc. Þór og Elías voru í sama félagi. Þeir voru staddir í Vestmannaeyj- um. Liðið þeirra átti að keppa við Jþróttabandalagið daginn eftir, sem var sunnudagur. Allir voru spenntir. Engum gat leiðst. Þeir höfðu nóg við tímann að gera, þangað til um kvöldið. Þá vildu flestir fara út að skemmta sér. „Það gerir ekkert til,“ sögðu þeir, þegar fararstjórinn ætlaði að malda í móinn. „Við vinnum þá örugg- lega. Það er engin hætta á öðru.“ Satt bezt að segja var fararstjór- inn of ragur við að banna þeim. Hann var hálf hræddur við að verða óvinsæll. Þór langaði dálítið til þess að fara með hinum félögunum. En Elías, vinur hans, sagði þá við hann: „Við vitum hvernig þessi skemmtun þeirra endar. Ef þú ferð með þeim, verðum við ekki vinir. Þú veizt, að við erum þeir einu í hópnum, sem hvorki reykja né smakka áfengi." Þór hugsaði sig ekki lengi um. Vinátta þessa trygga og trúfasta fé- laga var honum rneira virði en ein skemmtun. — Elías var duglegur og atorkusam- ur knattspyrnumaður, en ekki sér- lega laginn með knöttinn. Þór var aftur á móti mjög leikinn og snar knattspyrnumaður, og margir spáðu honum mjög góðri framtíð. Þegar klukkan var 11 um kvöld- ið fóru þeir félagar heim. Þá var enginn hinna kominn. Þeir lögð- ust til hvildar, báðu bænirnar sín- ar, að Guð hjálpaði þeim til þess að sýna prúðan leik, og sofnuðu síðan. Félagar þeirra voru að tínast inn, þar til klukkan fimm um morguninn. Þeir höfðu fengið leigðar skólastofur fyrir svefnpláss, svo að sem betur fór trufluðu þeir ekki næturró neinna annarra. Síðan rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur. Hópur áhorfenda safnaðist saman á vellinum. Slíkir leikir voru alltaf viðburðir í íþróttalífi bæjarbúa. Leikurinn hófst. Og viti menn. Félagið úr Reykjavík, sem allir töldu svo gott, sýndi lélegan leik. Þeir reyndu að berjast. Elías og Þór sýndu þó áberandi beztan leik og reyndu sitt ýtrasta til síðustu stundar. En allt kom fyrir ekki. Þeir töpuðu 2:01 Hroki og sjálfsöryggi eru ljótir lestir. Hugprýði, hreinskilni og bind- indi eru dyggðir, sem alla prýða. Munið því þetta: „Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði." Þórir S. Guðbergsson. HAUST Nú kveð ég þig sumarsins söngvanna dís með söknuð í huga, er landið mitt frýs og skuggarnir byrgja hin skínandi göng hvar skemmtir þú áður með hljómþíðum söng. Hvert blóm er nú fallið allt fölnar um haust, og fuglanna fögnuð er gleðinnar naust, og dagarnir styttast og dimman er löng live dapurt að heyra ei vorblíðan söng. En veturinn kemur með veðrin svo hörð og vindurinn þýtur um fannbarinn svörð og lindin er fjötruð í fjallanna þröng hve fjarri er vorið með hörpunnar söng. En skammdegið hverfur, svo birtir á braut og brátt þokast fönnin úr sérhverri laut, þó langt sé hið stúða, oft lítið um föng þá líður að vori með fuglanna söng. En vorsólin ljómar í vorblíðum geirn og vænglétta hjörðin öll komin er heim og ljósvana tíðin burt liðin er ströng þá lofar allt vorið með dýrðlegum söng. Ort 1944, Magnús Hallbjörnsson. 364

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.