Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 14
CHARLES DICKENS
DAVÍÐ COPPERFIELD
Frú Steeríorth varð ákaflega harmþrungin, er ég kom
með lík sonar hennar. Og þegar ég fór frá henni, var
eins og sorg og dauði hefðu gersamlega lagt undir sig
hið glæsilega og ríkmannlega heimili hennar.
Ég vildi fyrir enga muni, að brottför þeirra Millu og
herra Peggottys legðist undir höfuð og ákvað því að
leyna þau dauða Hams. Ég heimsótti Micawber sama
kvöldið og ég kom til London og ráðgaðist um þetta við
hann, og Micawber lofaði mér því hátíðlega, að hann
skyldi sjá um, að Peggotty sæi engin bréf né blöð þessa
tvo daga, þar til skipið átti að fara.
Micawber og fjölskylda hans bjuggu í veitingahúsi
niðri við ána, skammt þaðan sem Ástralíufarið lá. Öll
íjölskyldan var prýðilega búin til ferðarinnar og virtist
ekki þurfa að kvíða því, þótt nokkuð gæfi á bátinn.
Micawber var svo búinn, að hann var í gulum sjóklæð-
um með gljáandi sjóhatt, en hafði sjónauka mikinn í
hendi, og var alltaf að smáhorfa í hann út yfir kolmórauða
Tems-ána.
Þegar ég kom til frænku minnar um kvöldið, var Agnes
})ar fyrir. Hún var komin til bæjarins til að kveðja Ástral-
íufarana. Við sátum lengi hjá frænku minni og spjölluðum
saman, og eins og jafnan áður, hafði návist Agnesar beztu
áhrif á mig. Ástúð hennar og yndisþokki sefaði skap
mitt, og þessa nótt svaf ég værara en ég hafði gert um
langt skeið.
Daginn eftir fengum við skilaboð frá Micawber um, að
Ástralíufarið ætti að leggja úr höfn morguninn eftir og
hann vonaðist eftir að sjá okkur niður við skip.
Ég ók þangað ásamt Agnesi og Peggotly, og kvöddum
við ferðafólkið með mikilli blíðu, en Millu sáum við
ekki, því að hún var komin niður í káetu.
Micawber-fjölskylclan æpti hástöfum húrra, þegar skip-
ið lagði frá landi, og Peggotty veifaði barðastóra hattin-
um sínum. Við stóðum lengi á hafnarbakkanum og horfð-
um á eftir skipinu, en þegar það hafði fjarlægzt svo, að
við gátum tæplega greint andlit farþeganna, kom grann-
vaxin kona upp á þilfarið. Hún gekk að Peggotty og
staðnæmdist við hlið hans. Síðan studdist hún við öxl-
ina á honum og veifaði okkur með slæðunni sinni.
Þetta var Milla.
Þennan sama dag fór ég utan, og um þriggja ára skeið
ferðaðist ég víða um Evrópu. Stundum var ég mánuðum
saman í sama stað, og þennan tíma vann ég að samn-
374
ingu þriðju bókarinnar minnar. Ég lauk henni í Sviss,
og þegar hún kom út i London, vakti hún mikla aðdáun-
Traddles sá um útgáfuna fyrir mig og innheimti and-
virði bókarinnar. Hann reyndist mér liinn tryggasti vinur.
Ég fann það æ betur í þessari löngu utanvist minni, að
ég mundi aldrei verða verulegur gæfumaður, nema ég
kvæntist Agnesi. Mér var það ljóst, að ég elskaði hana,
og ég vissi, að henni þótti vænt um mig, og ég bjóst við,
að hún ynni mér eins og góðum bróður.
Hún liiði rólegu lífi í Canterbury ásamt föður sínunr
og hafði stofnað þar dálítinn smábarnaskóla. Frænka
mín, sem bjó nú í gamla húsinu sínu í Dover ásamt Peg-
gotty, minntist oft á Agnesi við mig í bréfum sínum og
hrósaði henni þá jafnan mjög.
Ég kom aftur til London haustdag nokkurn í hráslaga-
legu veðri, og fyrsti maðurinn, sem ég heimsótti, var
Traddles.
Hann var nú kvæntur og rak mikla málafærslustarl-
semi. Þau hjónin urðu himinliíandi, er þau sáu mig.
Daginn eftir fór ég til Dover, og ekki get ég hugsað
mér betri viðtökur en ég fékk hjá frænku minni, Dick
og blessuninni henni Peggotty. Ó, live það var unaðslegt,
að vera aítur kominn heim til skyldfólksins.
Urn kvöldið, þegar við frænka vorunr orðin ein, spurði
ég liana, hvernig Agnesi liði.
„Ó, henni Agnesi minni líður vel. ... Hún unir sér
prýðilega hjá honum föður sínum, og auk þess kennir
liún heilum hóp af smábörnum."
„Heyrðu frænka,“ sagði ég hikandi, „veiztu, hvort
Agnes elskar nokkurn sérstakan mann, . . . hvort nokkur
liefur beðið hennar?"
„Já, ég er viss um, að hún elskar einn mann,“ svaraði
frænka mín, „og ég skal segja þér nokkuð, Trot,“ bætti
hún við, „ég býst við, að hún muni bráðlega giftast."
Mér brá dálítið, en ég reyndi að láta eins og ekkert
væri.
„Er þessi maður henni þá samboðinn, frænka?" varð
mér að orði.
„Já, ég býst við því,“ svaraði hún.
„Þá óska ég henni hjartanlega til hamingju," mæR1
ég. „Guð blessi hana alltaf!“
„Og Guð blessi mannsefnið hennar," sagði frænka mín-
Daginn eftir heimsótti ég Agnesi, og hún var sama
ljúfmennið og áður. Síðan heimsótti ég hana aldrei sjaldn-