Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 18
inn spyr út í bekkinn, er Kim alltaf sá fyrsti, sem réttir upp höndina. Flest börn á hans aldri eru þá sofandi heima hjá sér. Kim getur leyst á augabragði dæmi, sem stjarnfræðingar og kjarneðlisfræðingar eiga í erfið- leikum með. Þetta unga undrabarn hefði getað verið keppinautur Newtons hvað viðvíkur lögmálum hans, en Newton lieíði ekki staðið Kim jafnfætis þegar um skáld- skap væri að ræða. Hæfileikar Kims standa jaínvel Bert- rand Russell framar. Heimspekilegar hugmyndir hans spegla svo mikinn þroska, að lærða menn rekur í roga- stanz. Þegar Kim hvílir sig á stærðiræðiþrautum, málar hann og teiknar. Hann hefur risastóra töflu í herberginu sínu, þar sem hann teiknar abstraktmyndir sér til dundurs. Hann kann bezt við rauða, hvíta og bláa liti. Þrátt fyrir afburða hæfileika Kims, er hann yndisleg- ur, lítill drengur, sem finnst langmest gaman að leika sér við vini sína og fara í verzlanir með mömmu sinni. Hon- um þykir afar gaman að klæðast þjóðbúningi Kóreu. Foreldrar Kims eru bæði háskólakennarar. Hér er Kim litli að fara í verzlanir með mömmu sinni. Honum þykir afar gaman að klæðast þjóðbúningi Kóreu. Tv TÚ er spurt livort hann verði annar Einstein eða ann- ^ ar Shakespeare. Hann leysir erfiðar stærðfræðiþraut- ir, yrkir Ijóð og honum þykir afar vænt urn leikfélaga sína. Einu sinni á hverjum hundrað árum fæðist barn, sem hefur undraverða hæfileika, eins og var til dæmis um Mozart. Barn, sem er svo gáfað og hefur svo mikla sköp- unarhæfileika, að fullorðið fólk fyllist lotningu. Þannig barn fæddist fyrir þrem árum í Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu. Hann heitir Ungyong Kim. Þegar Kim var þriggja mánaða gamall fór hann að tala. Fimm mánaða gat hann staðið uppréttur í rúmi sínu. Þegar Kim var sex mánaða gamall heimtaði hann að fá sama mat og fullorðna fólkið. Kim er svo lítill, að hann verður að sitja á bókastafla á stólnum, til þess að sjá yfir skólaborðið sitt. Bekkjar- bræður hans eru 10 árum eldri en hann. Þegar kennar- Hér er Kim að teikna myndir sér til dundurs. Hann kann bezt við rauða, hvíta og bláa liti. Undrabarnið KIM. 378

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.