Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 24

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 24
Beara henti sér á knöttinn, en missti af honurn. Mér tókst að ná til lians og það var 1:0. Strákarnir ætluðu að éta mig. Ég Jmttist liólpinn að lcomast ómeiddur frá faðmlögum lieirra. Þaðan i frá gekk allt vel. Czibor liætti öðru við tveimur mínútum áður en leik lauk. Við vorum Ólympíumeistarar! Árið eftir tókst okkur að hefna ófaranna við Ítalíu 1947 og unnum þá 3:0. Það var einn minn sætasti sigur. En eitt var eftir, og ef til vill það erfið- asta: Að vinna England. Aðeins einu sinni í knattspyrnusögunni hafði Ungverjaland unnið Engiand, í Budapest 1934, 2:1. Oft Jiafði útreiðin orðið liin hraklegasta: 7:0 i Budapest 1908, 8:2 i Budapest 1909, 7:0 i Stokkhólmi 1912, 6:2 í London 1936. Við vissum lília, að ekki í eitt einasta skipti liafði England tapað á lieimavelli. Frá lok- um fyrri heimsstyrjaldarinnar höfðu flokk- ar meginlandsins reynt 22 sinnum án ár- angurs. Það voru liðin 17 ár siðan ung- verskt lið kom síðast til Englands. Olilíur var tekið með kostum og kynjum, en það Ieyndi sér ekki í brezku „pressunni" að þessari bráð brezkrar lcnattspyrnu var vor- kennt innilega. Við lékum á Wembley. Félagar mínir voru taugaóstyrkir mjög. Mér leið svolítið betur eftir að ég fyrir tilviljun leit inn til Bretanna og sá, að þeir voru ekkert betri á taugum. Horn dómari flautaði til leiles. Nokkrar stuttar, snöggar sendingar og skiptingar, og áður en mínúta var liðin liafði Hidegkuti neglt knöttinn í netið! Markið var okkur mikil Jivatning. Ég fann að liðið var upp á sitt bczta, allur taugaóstyrkur farinn, en Bretarnir, sérstaklega Billy Wright, eitt- livað miður sín. Þetta finna engir nema leikmenn, áhorfendur ekki. England jafnaði, en síðan bættum við þremur mörkum við áður en Bretarnir skoruðu sitt annað mark. Leiknum Jauk 6:3 fyrir okkur. það. Vesalings fararstjórarnir okkar, þeim leið illa. Á 36. mínútu leiks og í stöðunni 0:0 var Kicsic hrugðið á vítateig. Það var vítaspyrna. Svo sem fyrirfram var ákveðið kom það í minn lilut að framkvæma víta- spyrnuna. Ég bað þess heitt og innilega að mér mistækist ekki. Ég veit ekki enn i dag Jivað skeði. Spyrn- an var kraftlaus. Ég sá Beara, júgóslav- neska markvörðinn liandsama knöttinn. ímyndið ykleur tilfinningar mínar. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni, í alvarJegum Jeik, að ég l)renndi af vítaspyrnu. Mér fannst allur heimurinn benda á mig: Það var honum að kenna, að Ungverjarnir misstu af gullinu í Helsingfors! Félagar mínir sögðu síðar, að ég Jiefði verið eins og liðið Jik. Það versta var þó, að ég var einnig allur úr iagi genginn lík- amlega. Ég stökk eftir skallaknetti svo klaufalega, að ég tognaði í mjöðm. Varð ég því að fara út af og láta nudda mig. í hálfleilc ræddum við „taktik“. Við )ióf- um leik að nýju eins og allt annað lið. Brátt endurheimti ég sjálfstraust mitt. Hamingj- an hjálpi þeim leikmanni, sem hefur glat- að því! Við hvöttum hver annan bróður- lega. Aldrei skætingur. Það má ekki heyr- ast. Meta það, sem vel er gert. Það ýtir und- ir sjálfstraust samherjanna. Loksins tókst mér á 26. mínútu að bæta fyrir mig. Ég félik langan bolta fi'á Czibor. "■t^að gekk allt á afturfótunum fj'rir okk- ur á árunum rétt fyrir 1950. í maí 1950 töpuðum við fyrir Austurríki 5:3. Eittlivað varð að gera. Jú, ég kvæntist einmitt það ár. Reynsla mín er sú, að leikmaður hafi gott af því, það er að segja ef hjónabandið er hamingjusamt. Veturinn 1951 æfðum við meira en nokkru sinni áður. Ólympiuleikar fram- undan. Þetta horfði heldur vel. Við lékum bæði við Pólverja og Þýzkaland og unnum auðveldlega. Á Ólympiuleikvanginum i Helsingfors unnum við Finna 6:0. Við liom- um til Finnlands tveimur vikum áður cn leikarnir hófust. Mér féllu Finnar frá fyrstu tíð sérlega vel í geð. Leikur okkar og Svía var frábær. Sviarn- ir börðust svo sem hetjum sæmir, en það dugði þeim ekki til. Úrslitaleikurinn var við Júgóslaviu. Við óttuðumst þá, ekki sízt vegna þess að þeir léku svipaða knattspyrnu og við. En við vorum samt vongóðir, eða reyndum að vera (g- Ævintýrið um Puskas og félaga hans 384

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.