Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 35

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 35
Arngr. SigurOsson: FLUG ^ 1. júní var haldinn aðal- fundur Flugfélags íslands h.f. Birgir Kjaran, stjórnarform, talaði fyrst um starfsemi fé- iagsins, hlutafjáraukningu og flugvélakaup, en Flugfélagið á nú 8 flugvélar mcð samtals 425 sœtum. Starfsmenn eru nú 330, og eiga ]>eir sjálfir 12% nf hlutafé félagsins. Örn Ó. Jolin- son, forstj, greindi frá rekstr- inum. Reksturstap á 3 Dakota- vélum varð 8,2 millj, en Friend- ship-flugvélarnar skiluðu 160 |>ús. kr. hagnaði. Tap á innan- landsfluginu varð um 7,5 millj. kr, en á millilandaflugi varð 14.9 millj. kr. hagnaður. Hagn- aður af rekstri félagsins varð því rúmar 7.4 millj. kr. Stjórn félagsins skipa nú: Birgir Kjar- an, Bergur G. Gíslason, Óttarr Möller, Björn Ólafsson og Jak- oh Frimannsson. *-»l 3. júni varð Flugfélag ís- lands 30 úra. Félagið var stofn- að af 15 hlutliöfum á Akureyri. Fyrstu stjórnina skipuðu Vil- lijálmur Þór, Guðmundur Karl Pétursson og Kristján Krist- jánsson. Fyrsta farþegaflug til Reykjavíkur á vegum félagsins var farið 4. mai 1938, og var farþeginn Ingólfur Kristjáns- son bóndi að Jódísarstöðum i Eyjafirði. Flugmaður var Agn- ar Ivofoed Hansen, en hann var einn aðalhvatamaður að stofn- Innlendur un félagsins. Fyrsta starfsárið voru fluttir 770 farþegar (111 ])úsund 1966) með einshreyfils Waco-sjóflugvél, TF-ÖRN. Ár- ið 1939 tók Örn Ó. Johnson við flugmannsstörfum fyrir félag- ið. Örn varð jafnframt forstjóri félagsins og er ]>að enn. Aðal- stöðvar félagsins voru fluttar til Reykjavikur 1940 og tekið upp nafnið Flugfélag íslands h.f, en félagið hét fyrst Flugfé- lag Akureyrar h.f. Fyrsta tveggja hreyfla flugvélin var af Beechcraft-gerð (keypt 1942). Tvær de Havilland Rapide voru keyptar 1944 og sama ár fyrsta Katalinan, 'l'F-ISP. TF-ISP fór fyrsta millilandaflug íslendinga til Large Bay i Skotlandi 11. júlí 1945. Síðan eignaðist Flug- félagið 2 Katalinur í viðbót, og fj'rsta Douglas DC-3 Dakotan kom 1946. Fyrsta Skymaster- flugvéiin kom 1948 („Gullfaxi") og Viscount-flugvélarnar komu 1957. 1961 var keypt Cloudmast- er og 1965 kom fyrsta Fokker Friendship-flugvélin. *-¥ 5. júní byrjuðu nemendur flugskóla Helga Jónssonar á Egilsstöðum að ljúka einliða- prófi. Flugvélin, sem kennt er á, er Cessna 140, og liófst kennslan s.l. haust. 8. júní voru undirritaðir á Akureyri samningar milli Norð- urflugs h.f. og frönsku Nord- Aviation flugvélaverksmiðjanna um kaup á tveggja hreyfla flug- vél af Nord 262-gerð. Kristján Jónsson stjórnarform. Norður- flugs h.f. og Tryggvi Helgason framkvstj. undirrituðu fyrir hönd Norðurflugs. Flugvélih, ásamt varahlutum, kostar um 30.5 millj. kr. Flugvélin á að afhendast 7. april 1968. 12. júni stökk Björg Kofoed- Hansen með fallhlíf yfir Sand- skeiði. Er Björg fyrsta konan, sem stekkur með fallhlíf yfir Islandi, en a. m. k. ein önnur íslenzk kona hefur stokkið mik- ið í Bandarikjunum. Þar sem veggspjöldin af Friendship-skrúfuþotunni Blikfaxa eru nú þrotin, en hins vegar mikil eftirspurn eftir teikningunni, höfum við látið gera ný spjöld með teikningu af Snarfaxa, annarri Friendship-flugvél Flugfélags íslands. Þessi teikning er aðeins minni en hin eða í hlutföllunum 1:125 (18.8 cm). Verðið er óbreytt, 15 krónur, burðargjaldsfritt. Sendið nafn og heimilisfang ásamt greiðslu til Flugþáttar Æskunnar, pósthólf 14, Reykjavík. Merkið umslagið með F.27. Veggspjald með teikningu af Rolls-Royce 400 skrúfuþotu Loftleiða er í undirbúningi og verður tilkynnt, þcgar það er tilbúið. 395

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.