Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 17

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 17
mamman hans. Hann stanzaði öðru hverju. Þess á milli hljóp hann eins hratt og hann gat. Hann skipti um stefnu, en það kom í sama stað niður. Engin mamma tók undir við hann. Tístið hans varð hærra og vesældarlegra eftir því, sem hann varð vonminni um að finna mömmu sína. Loks var liann orðinn svo þreyttur, að hann var farinn að gapa. „Mamma, mamma!" kallaði hann átakanlega. Ekkert svar. Hann hljóp og hljóp. Hann ætlaði að hlaupa, þangað til að hann kæmi til mömmu sinnar. Þá vissi hann ekki fyrri til, en hann var í lausu lofti og kastaðist eitthvað langt, langt niður. Hann reyndi að snúa sér við í loftinu, en tókst ekki betur til en svo, að hann kom á hliðina í mjúka mold. Hann hafði lent fram af barði. Um leið og hann kom niður, ætlaði hann einmitt að fara að gá nið- ur fyrir sig, en nefið stakkst þá langt niður í moldina. Hann kippti því upp úr moldinni, stóð svo á fætur og reyndi svo að hrista af sér moldina. Það tókst ekki vel. Ósköp var þetta allt ömurlegt. Gulur litli tísti enn einu sinni og kallaði á mömmu sína. Honum var sannarlega grátur í huga. Og þarna stóð hann í moldarflaginu, þögull, niðurlútur, vonsvikinn h'till hænuungi, sem hafði villzt frá henni mömmu sinni, sem átti bara hann einan. Skólafrí yfir sumartímann eru misjöfn í hinum ýmsu löndum, til dæmis hafa dönsk skóiabörn frí frá 24. júní til 12. ágúst, í Belgíu, Hollandi og Englandi frá 1. júlí til 31. ágúst, í Sviss frá 1. júlí til 4. sept., í Frakk- landi frá 1. júlí til 15. sept., í Þýzkalandi frá 3. júlí til 6. sept. og á Italíu frá 1. júní til 15. sept. Meðan Gulur litli var í örvæntingarfullri leit að mömmu sinni, var uppi fótur og fit á Karrastöðum. Þegar Gunna litla hafði leitað hans um stund árang- urslaust, og mamma hennar hafði ekki fundið neitt líeld- ur, kölluðu þær á hitt heimilisfólkið. Innan stundar voru allir farnir að leita. Vesalings Toppa gamla gaggaði óskap- lega mikið og kallaði: „Barnið mitt! Elsku barnið mitt! Hvar ertu? Ó, að ég skyldi ekki gæta þín betur. Komdu, elsku unginn minn! Komdu til mömmu, annars fer mamma að gráta!“ Þetta og margt fleira fallegt kallaði hún, en það bar engan árangur. Alli, bróðir Gunnu litlu, sem var tveimur árum eldri en hún, var oft vanur að stríða henni. Nú leitaði hann grafalvarlegur livar sem honum datt í hug. Hann sýndi mikinn áhuga á því að finna Gul litla. Hann hljóp fram og aftur eins hratt og hann gat. Fullorðna fólkið fór sér hægar og gáði inn í allar holur og misfellur, sem það taldi að Gulur litli gæti falizt í. Skyndilega hrópaði Alli hátt og hvellt og kallaði: „Gunrial Gunna! Ég fann hann! Ég er búinn að finna Gul litla fyrir þig! Komdu!“ Gunna rann á hljóðið. Og þarna kom Alli fyrir neðan Lækjarhólinn og hann hélt á Gul litla ósköp gætilega. Þegar Gunna litla kom til þeirra, tók hún við Gul litla, en teygði sig svo upp til Alla og kyssti hann fyrir að finna litla vininn sinn. Allir á heimilinu glöddust yfir því, að Gulur litli skyldi finnast lieill á liúfi. En enginn gladdist þó eins mikið og mamma hans. Fagnaðargagg hennar heyrðist langar leiðir. „Mikið þykir mér vænt um þig. En hvílíkur iögnuður að fá þig aftur. Nú máttu aldrei aftur hlaupa svona frá mér. Þú verður að fylgja mér eftir. En nú veitir þér ekki af að fá þér lítil, góð korn. Ég skal vísa þér á þau, elsku unginn minn.“ „Já, mamma, það er alveg hræðilegt að villast. Ég vil aldrei, aldrei lenda í því aftur. Ég vissi ekki, að það væru fleiri liænur í stóra heiminum en þú, svo ég hljóp og hljóp á eftir hænu, sem var livít á litinn. En þú varst einmitt búin að sýna mér liti, sem þú sagðir að væru svartur, hvítur og blár. Svo sá ég, að þessi liæna, sem hljóp á undan mér, var ekki eins svört og þú, heldur talsvert hvít. Þá hætti ég að hlaupa á eftir henni. En það var bara orðið of seint, því að þá sá ég þig ekki. Ég skal gæta mín framvegis." Gulur litli hamaðist við að tína kornin, sem mamma hans gaf honum, en talaði við hana þess á milli. Þegar hann var mettur, breiddi mamma hans úr sér og hann skreið undir væng hennar. Fyrst tísti hann dálítið. Hann var að segja mömmu sinni frá því, sem hann hafði séð. En svo smá hljóðnaði tístið, þar til það hætti alveg og Gulur litli var steinsofnaður. s NYJA framhaldssagan fyrir þau yngstu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.