Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 13

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 13
FRÁ DÝRARÍKINU Skrýtlur. „Pabbi, ertu enn])á að stækka ?“ „Nei, barnið niitt. Hvers vegna spyrðu?“ „Af þvi að hvirfillinn á þér er byrjaður að koma upp úr bárinu.“ ★ Faðirinn: Hvað þýðir þetta, Snorri litli? Ég finn tvo vindla i vasa þfnum! Snorri: Ég ætlaði að geyma þá, þangað til ég væri orðinn stór. ★ A: Hvernig i ósköpunum farið þér að því að éta og lesa i einu? B: Það tekst ágætlcga, ég les með öðru auganu og ét Jneð hinu. ★ Frænka: Gættu þín fyrir alla muni, Emma litla, ])egar ])ú ferð að læra á skautum. Ég datt einu sinni svo illa á ísn- um, að ég lá i hálfan jnánuð á eflir. Emma: Nei, er það satt? Og þú hefur ])á náttúrlega frosið föst við svellið. ★ Kalli: „Geturðu sagt mér, Palli, hvaða dýr það er, sem hefur tvö augu, en getur ekki séð, tvö eyru, en getur ekkert heyrt, og fjóra fætur, en getur s-amt stokkið eins liátt og kirkjuturninn?" Páll: „Nei, það get ég ekki.“ Kalli: „Það er dauður kött- ur 1“ Páll: „Bölvuð vitleysa — dauður köttur getur alls ekki stokkið.“ Kalli: „Nú, en það getur kirkjuturninn ekki heldur." ★ "í'slenzki fálkinn, valurinn, er frægastur allra íslenzkra fugla, enda er liann liinn virðu- legasti fugl. Fyrr á öldum barst frægð lians til hinna fjarlægustu landa, og svo mikil gersemi voru þeir, að almennings áliti, að það var vart ótiginna manna færi að eiga þá. Voru þeir tamdir til veiða. Fullorðinn íslenzkur fálki er mógrár á lit að ofan og aftanverðu, með mismunandi breiðum, Ijósgráum eða nærri hvítum ])verrákum; á hálsinum er hann mjög ljós, nærri livítur, með mismunandi þéttum, dökkum (svörtum) dröfnum. Út frá munn- vikunum eru dökkar rákir, oftast þó fremur óskýrar. Döltk rák fyrir ofan augun. í hnakkanum er hann dökkgrár með Ijóslcitum langstrikum, þó getur þetta verið öfugt, grunnliturinn hvitur, með dölikum rákum. Er það aðallega á mjög ljósum fugl- um. Flugfjaðrirnar cru dökkmóleitar með ljósum þverrákum á innfönunum. Að neðan- verðu er liann livitur eða mjög ljósmóleitur með droplaga langrákum ofan frá kverk eða bringu og niður úr; á síðunum er liann meira eða minna þverrákóttur. íslenzki fálkinn er allbreytilegur á lit, sumir eru alldökkir á grunnlit, en aðrir ljósir eða nærri hvítir; virðist þessi tvískinnungur í litarfarinu vera svona frá fæðingu. Nefið er gulgrátt á ljósleitum fátkum, en blálcitara og dökkt i oddinn á dökkum af- brigðum. Vaxhúðin fyrir ofan nefið er gul og fæturnir söinuleiðis. íslenzki fálkinn er staðfugl liér á landi. Fuglinn velur sér varpstaði á svipuðum slóðum og lirafninn, og lireiðurgerð þeirra er svo lik, að aðgæzlu þarf til þess að þekkja hreiðrin í sundur. Fálkinn fer að verpa um og eftir mánaðamótin mai og apríl í venjulegu árferði. Eggin eru oftast 2, en geta verið 3, stundum aðeins eitt. Þau eru rauðmóleit á lit, litið eitt meiri á lengd en breidd og þvi nær linöttótt, eins og rán- fuglaegg eru oft. Útungunartiminn er um það bil 4 vikur. Fálkafrúin annast að mestu sjálf um eggin sin, enda þótt það komi fyrir við og við, að bóndi liennar setjist á þau endrum og eins. En bann er lítt lineigður til þess starfa. Hans verk er að lialda vörð um varpstaðinn og atliuga, ef eitthvað viðsjárvert ber við i nágrenninu. Situr hann þá oft á nibbum og klettasnösum, þar sem gott er útsýni bæði til lireiðursins og i aðrar áttir. Oft er hann á svifflugi uppi yfir varpstaðnum og „hnitar liringi marga“ hátt i lofti, er hann svipast um. Kemur honum fátt á óvart, því að hann sér vel. Fálkinn dregur oftast frekar rausnarlega vistarbjörg að búinu. Oftast eru hreiðrin í nánd við fuglabjörg, æðarvörp eða aðrar góðar matarholur. Hann drepur eingöngu fugla sér til viðurværis, til dæmis rjúpur, svartfugl, máfa, endur og ýmsa vaðfugla. ? HVER ÞEKKIR FUGLANA ? 373

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.