Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1967, Blaðsíða 11
Mörg ár voru liðin frá því, er Hrói höttur fór sigri hrósandi frá Finnsborgarvöllum. Þá gerðist atburður sá, er nú skal greina. Ríkarður ljónshjarta var kominn til valda eftir föður sinn og fór með mörgum aðalsmönnum kross- ferð til landsins lielga. Meðan hann var í þessum leið- angri, fór ríkisstjórnin á ringulreið, og óstjórn mikil varð í landinu. Einn höfðingi reis gegn öðrurn, og l'ærðu þeir hver öðrum ófrið á hendur, unz deilur, rán og yfirgangur geisaði urn allt land. Það var þess vegna engin furða, Jtótt hinir hugprúðu skógarmenn í Skírisskógi tækju aftur að reyna mátt sinn og megin, þegar hnefarétturinn var efst á baugi og vopnin sögðu mönnum lög. Einn fagran sumarmorgun reið riddari einn einmana um einn af hinum ntjóu stígum, sem lágu gegnum Bar- nesskóginn. ' Fár var kappinn og fölur að sjá, fokið var nú í skjólin, við honum foldin grúfði grá, gengin var undir sólin. Stoltari fyrr hann stýrði jó, sterkur og beinn í sæti, liokinn nú sat, og hesturinn dró, hálfan tauminn að stræti. Hinn harmþrungni riddari stundi þungan, og tárin streymdu af augum hans við hvert skref, sem hesturinn tók. Þegar minnst varði, spruttu Jjrír menn fram úr skóg- inum og hlupu í veg fyrir hann, en hann var svo utan við sig, að hann tók varla eftir þeini. „Heill scrtu, göíugi riddari!" mælti einn Jjeirra, sem var næsta mikill á velli, nær Jm sjö feta hár, og hafði hrærzt til meðaumkunar við hið sorgmædda yfirbragð riddarans. „Velkominn til vor út í hina grænu gleðisælu skóga. Þú skalt vera gestur vor í dag.“ „Látið mig í friði, vinur", svaraði riddarinn, „sorgir mínar eru þyngri en svo, að ég fái undir risið, aukið eigi harma mína.“ „Ver eigi svo hryggur“, mælti sá, er fyrst hafði talað. „Þú ert í góðra manna höndum, og mátt trúa oss. For- ingja vorn langar til að fá gest að miðdegisverði og þú ert hinn fyrsti, sem í dag hefur farið í gegnum skóginn í Barnesdal." Síðan tók liann í taumana á hesti riddarans, og teymdi hestinn, sem var nærri staðuppgefinn, eftir krókóttum stígum gegnum skóginn, unz Jjeir komu í rjóður eitt. Þar var fyrir flokkur manna, sem lá í for- sælu undir stóru álmtré. „Velkominn, riddari," mælti einn þeirra, stóð upp og tók ofan fyrir komumanni. .„Velkominn á fund vorn til hinna gleðisælu skóga.“ „Hver ert Joú, sem knýrð ferðamann til að beygja af leið sinni?“ spurði riddarinn. „Ég er einungis fátækur riddari, og á jafnvel ekki eina krónu til að kaupa mat fyrir." „Þá ertu oss Jdví velkomnari," svaraði skógarmaðurinn og hjálpaði honum af hestbaki, „því höfum vér tækifæri til að sýna miskunnarverk á Juér. Þú heíur víst heyrt getið um Hróa liött — ég er hann og Juetta eru kappar mínir.“ „Ef almannarómur segir satt,“ svaraði riddarinn, „þá ertu vinur ólánsamra manna. Slepp mér Jtví burt, og leyf mér að halda leiðar minnar.“ „Þér er óhætt að sitja að dagverði með oss fyrst,“ svar- aði skógarmaðurinn, „að Jjví búnu skal þér frjálst að fara hvert á land sem Jrú vilt.“ Nú var breiddur dúkur undir hinar skuggasælu greinar, og ljúffengir réttir bornir fram. Ekki skorti heldur drykkjarföng, og nær tuttugu ung- ir sveinar settust nú niður og neyttu Jtess, er fram var reitt. „Kærar þakkir, drenglyndu vinir,“ svaraði komumaður, „það fellur mér sárt, að ég mun aldrei verða Jjess megn- ugur að geta endurgoldið góðsemi ykkar." „Það Htur vissulega svo út, sem heimurinn sé þér mót- tlrægur," svaraði skógarmaðurinn. „Seg mér, er nokkuð Jiað, sem ég get gjört lyrir Jtig?“ Riddarinn frá Vinfrá 371

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.