Æskan - 01.09.1968, Side 3
IMýr forseti
Sunnudaginn 30. júní s.l. kusu íslendingar sér nýjan
forseta. Kosningu hlautdr. Kristján Eldjárn, þjóðminja-
vörður. Hinn nýi forseti var settur inn í embættið við
hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu 1. ágúst s.l.
Kristján Eldjárn er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal í Eyjafjarðar-
sýslu hinn 6. desember 1916. Foreldrar hans voru Þórarinn Krist-
jánsson Eldjárn, kennari og bóndi á Tjörn, síðar hreppstjóri, og
kona hans, Sigrún Sigurhjartardóttir frá Urðum. Faðir Kristjáns
lézt í byrjun ágústmánaðar og gegndi hreppstjórastörfum til dauða-
dags.
Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936.
Úm áramót 1936—37 hóf hann nám í fornleifafræði við Kaup-
mannahafnarháskóla og hafði lokið fyrri hluta þess náms vorið
1939. Á námsárum sínum tók hann þátt í fornleifarannsóknum,
fór til Grænlands með dönskum leiðangri sumarið 1937 og dvald-
ist þar sumarlangt við rannsóknir í íslendingabyggðunum fornu,
og sumarið 1939 var hann við fornleifarannsóknir í Þjórsárdal.
Þegar stríð brauzt út 1939, gerðist Kristján kennari við Mennta-
skólann á Akureyri næstu tvö árin, en innritaðist síðan í heim-
spekideild Háskóla íslands haustið 1941 og lauk meistaraprófi í
íslenzkum fræðum vorið 1944. Doktorspróf tók hajin við sama
skóla 1956. Samhliða námi við háskólann var Kristján stunda-
kennari við Stýrimannaskólann og einnig nokkuð eftir að hann
'auk námi.
Vorið 1945 gekk Kristján í þjónustu Þjóðminjasafns [slands,
°9 varð þar safnvörður fyrst, en skipaður þjóðminjavörður 1.
desember 1947 og hefur gegnt því starfi síðan. Kom það í hans
hlut að flytja Þjóðminjasafnið í hið nýja hús og koma því þar
fyrir. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur stofnunin fært út
hvíarnar og starfssvið þjóðminjavarðar hefur smám saman orðið
hiargþættara en áður var.
Kristján Eldjárn hefur fengizt töluvert við ritstörf á sviði fræði-
Steinar sinnar. Hann hefur gefið út nokkrar bækur, sem ætlaðar
eru almenningi til fróðleiks og skemmtunar, önnur ritstörf hans
eru fræðilegs eðlis, og ber þar einkum að nefna doktorsritgerðina
'.Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi". Kristján hefur verið
ritstjóri Árbókar fornleifafélagsins alla sína þjóðminjavarðartíð og
hirt þár fjölda ritgerða um fræðileg efni, en einnig hefur hann
hirt margar ritgerðir í erlendum tímaritum. Hefur hann yfirleitt ver-
i fyrirsvari fyrir þær fræðigreinar, sem Þjóðminjasafninu eru
tehgdar, bæði út á við og inn á við, alla tið síðan hann varð þjóð-
hiinjavörður.
Kristján Eldjárn hefur flutt fjölda fyrirlestra og lesið upp i útvarp,
einnig flutt sjónvarpsþætti upp á síðkastið. Oft hefur hann verið
boðinn til að halda fyrirlestra við erlend söfn og háskóla og farið
nokkrar slíkar ferðir.
Kristján Eldjárn kvæntist árið 1947 Halldóru Kristínu Ingólfs-
dóttur frá ísafirði. Hún er fædd á ísafirði 24. nóvember 1923, dótt-
ir Ingólfs Árnasonar síðar framkvæmdastjóra þar og konu hans
Ólafar Jónasdóttur. Hún ól bernsku- og æskuár sín á ísafirði, en
gekk í skóla í Reykjavík og lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands
vorið 1942 með hæstu einkunn sem þar hefur verið gefin á verzl-
unarprófi. Síðan vann hún skrifstofustörf í Reykjavík nokkur ár,
þangað til hún giftist.
Börn þeirra Halldóru og Kristjáns eru fjögur: Ólöf 21 árs stúd-
ent, gift Stefáni Erni Stefánssyni stúdent, Þórarinn 18 ára i 5.
bekk menntaskóla, Sigrún 14 ára í unglingaskóla og Ingólfur 7
ára í barnaskóla.
ÆSKAN árnar dr. Kristjéni Eldjárn og frú Halldóru Ingólfsdóttur
allra heilla.