Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1968, Side 13

Æskan - 01.09.1968, Side 13
ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR /~\11 börn hafa gaman af aevintýrum. v“/ Og stundum eru atvikin í lífinu ævintýrum líkust. Bjarna og Berg- lindu fannst það einnig. Þennan dag fengu þau að fara með foreldrum sínum út úr bænum. Sólin skein í heiði og rykið þyrlaðist upp fyrir aftan bílinn, er hann þaut á fleygiferð eftir veginum. Börnin höfðu gaman af að sjá landslagið og njóta fegurðarinnar. Margt nýstárlegt bar fyrir augu þeirra. Hesta, kýr og kindur sáu þau ekki á hverjum degi. Allt í einu stanzaði faðir þeirra hjá einum bænum. Hann ætlaði að heilsa upp á gamlan vin sinn. Þegar vinur hans sá, liver kominn var, bauð hann fjölskyldunni inn, gal' öllum að drekka og spurði, hvort þau langaði ekki til þess að skreppa á hestbak. Jú, þau langaði auðvitað til þess, sér- staklega börnin. Þau höfðu aldrei komið á hestbak og iðuðu í skinninu af eftirvæntingu. Skömmu síðar var öll fjölskyldan komin á hestbak. Fjórir gæðingar báru þau í átt frá bænum, hægt og gætilega fyrst í stað. En eftir því, sem á leið, vildi Bjarni fá að fara aðeins hraðar og aðeins luaðar, — bara pínulítið hraðar, sagði hann alltaí. — Þelta endar með skelfingu, Bjarni minn, sagði faðir hans og brosti að áræðni sonar síns. En skömmu síðar sá hann liættu, sem liann varð að vara son sinn við. Þó að gæðingur Bjarna færi ekki mjög hratt, enda Bjarni ungur að árum, vildi faðir hans ekki híta hann fara út í ána, þó lítil væri hún að vexti og talsvert grunn. Hann kallaði til Bjarna, sem kom- inn var dágóðan spöl á undari þeim. Bjarni sneri sér við, en hann heyrði ekki í föður sínum, því að hann kall- aði á móti vindinum. Þegar Bjarni sneri sér við, var fákurinn kominn út í ána. Bjarna leizt ekki á bþkuna og starði niður fyrir sig. En það liefði hann ekki átt að gera. Því lengur sem lrann starði því rneir hallaðist hann, þangað til hann féll af hestinum og datt ofan í ána. Faðir hans kom þegar í stað og hjálpaði honum upp úr. Hann gat ekki annað en brosað, og Bjarna þótti þetta bara gaman eftir á. Þetta varð eftirminnilegur dagur, en ferðin var á enda, og þau þurftu að snúa heim með rennblautan strák- inn. En um kvöldið fengu þau að lieyra sögu eins og venjulega. Hún var á þessa leið: Einu sinni sem oftar fóru lærisvein- ar Jesú í stóran bát. Margir þeirra voru hraustir og duglegir fiskimenn. í þetta sinn var Jesús með þeim. Þeir ætluðu að fara yfir Galíleuvatn- ið. Kvöld var komið og myrkur skoll- ið á. Jesús lagðist til svefns í skutnum og hafði kodda undir höfðinu. Hann var þreyttur eftir erfiði dagsins. Allt í einu gerði vont veður. Storm- urinn tók að æða og öldurnar urðu stórar og miklar. Báturinn hoppaði á öldunum eins og smá fleyta, en lærisveinarnir voru ýmsu vaúir, svo að þeir kipptu sér ekki upp við þetta l'yrst í stað. En veðrið versnaði og stormurinn jókst. Þá urðu lærisveinarnir hrædd- ir. Öldurnar urðu svo háar, að þeir héldu, að báturinn mundi sökkva þá og þegar. Að lokum tóku þeir þá ákvörðun að fara til Jesú og segja honum frá þessu. Þeir vöktu hann og sögðu: — Herra, bjarga þú okkur. Við för- umst. Þeir héldu, að báturinn mundi fyllast af vatni og þeir drukkna. Þá stóð Jesiis upp í bátnum. Síðan skipaði hann vindinum að hætta að blása. Þá varð allt hljótt og blæja- logn á vatninu. Nú sáu lærisveinarnir það enn bet- ur, að Jesús gat allt. Þeir féllu fram fyrir hann og sögðu: — Sannarlega ert þú sonur Guðs. Og þannig lauk svo þessari ferð þeirra og þeir komust í land hinurn megin. Og við skulum alltaf muna, að þannig megum við líka alltaf segja Jesú frá öllu, sem fyrir okkur kemur. Og svo spyr ég ykkur: 1. Hvað hét vatnið, sem þeir ætluðu yfir? 2. Af hverju vöktu lærisveinamir Jesúm? 3. Hvað sögðu þeir, er aftur var kom- ið blæjalogn? En nú voru systkinin orðin svo þreytt, að þau gátu varla haldið aug- unum opnum. Sérstaklega var það Bjarni, sem átti erfitt með að hugsa, svo þreyttur var hann eftir hið góða bað, sem hann hafði fengið í ánni. Laeri- svemarnir Wæðast. 337

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.