Æskan - 01.09.1968, Síða 16
FJRÁ UNGLINGAKEGLUNNI
Frá þingi Unglingareglunnar.
Fertugasta og fyrsta þing Unglingaregl-
unnar var sett í Bindindishöllinni nýju
við Eiríksgötu í Reykjavík fimmtudaginn
6. júní klukkan 10 árdegis og stóð yfir all-
an þann dag til kvölds.
Á þinginu mættu alls tæplega þrjátíu
manns, gæzlumenn, þingfulltrúar og gest-
ir. Meðal gesta, sem heimsóttu þingið, voru
Pétur Sigurðsson, ritstjóri, Jón Guðjóns-
son, fyrrv. bæjarstjóri, og Ólafur Þ. Krist-
jánsson, stórtemplar, sem flutti stutt
ávarp.
Klukkan 15.40 þáði þingið rausnarlegar
vcitingar hjá Þingstúku Reykjavíkur.
Mörg mál, sem Unglingaregluna varða,
voru rædd á þinginu og samþykktir gerð-
ar. Stórgæzlumaður var endurkjörinn Sig- 4.
urður Gunnarsson.
Helztu ályktanir) þingsins voru þessar:
1. Unglingaþingið 1968 ályktar, að vinna
þurfi stöðugt að því að fjölga og halda
við lýði starfandi barnastúkum. Telur
þingið, að m. a. beri að stefna mark-
visst að þvi að koma á fót barnastúkum
í öllum skólahverfum Reykjavíkur og
víðar, þar sem henta þykir, í sem nán-
ustum tengslum við barnaskólana, bæði
um húsnæði og starfskrafta.
f sambandi við þetta minnir þingið enn
á þá miklu nauðsyn, að stórstúkan hafi
jafnan.a. m. k. einn fastráðinn erind-
reka, er unnið geti að málefnum Ungl-
ingareglunnar.
2. Unglingaregluþingið ályktar, að leggja
þurfi mikla áherzlu á að tryggja barna-
stúkunum liæfa og áhugasama leiðtoga,
og bendir í þvi efni einkum á:
a) að leiðtoganámskeið þurfi að vera
fastur og belzt árlegur liður í starf-
semi Góðtemplarareglunnar,
b) að hraða þurfi útgáfu liandbókar
gæzlumanna, og
c) að ekki sé lengur unnt að byggja á
því, að störf gæzlumanna í barna-
stúkum séu algerlega ólaunuð.
8. Unglingaregluþingið mælir með því, að
hafin verði nú þegar skipuieg sókn til
bæjar- og sveitarfélaga um árlegan fjár-
stuðning við barnastúkurnar. Felur
þingið stórgæzlumanni að liafa for-
göngu um þetta.
Unglingaregluþingið 1968 lýsir megnri
andúð á auglýsingastarfsemi tóbaks-
framieiðenda og umboðsmanna þeirra
hérlendis. Um ieið minnir þingið á þá
ábyrgð, sem þeir aðilar baka sér, sem
með birtingu tóbaksauglýsinga og á
annan bátt koma á framfæri áróðri fyr-
ir tóbaksneyzlu.
Þingið barmar, að frumvörp um bann
við tóbaksauglýsingum skuli ekki bafa
náð fram að ganga á Alþingi, cn lýsir
]>eirri ósk og von, að slíkt bann verði
sem fyrst í lög leitt.
Þingið skorar á ríkisstjórnina að fyrir-
skipa, að sett verði alvarleg ■ viðvörun
+ Heimsókn á
um skaðsemi tóbaksneyzlu á hvern síga-
rettupakka, sem seldur er í landinu, svo
sem gert hefur verið a. m. k. í Banda-
rikjunum.
Á síðustu árum hel'ur mótazt sú venja,
að nokkrir félagar úr einhverri barna-
stúku hafa komið í heimsókn til Stór-
stúkuþings, ásamt gæzlumönnum sínum.
Hafa þá jafnau verið fluttar örstuttar
kveðjur og ávörp, bæði af liálfu gesta og
forráðamanna reglunnar.
Þetta er einkar ánægjuleg venja, sem
mótazt hefur samkvæmt norskri fyrirmynd.
Það á sérstaklega vel við, að hinir eldri
félagar reglunnar séu á þingum sínum
minntir á starfið i barna- og unglingastúk-
unum, — minntir á, hve mikilvægt er að
rækja það af alúð og árvekni, undir
traustri forystu Stórstúkunnar og áhuga-
samra heimamanna á hverjum stað. Það
er harla augijóst mál, að framtíð reglu okk-
ar veltur á viðhorfum hinna ungu, eins og
raunar framtið allra annarra félagasam-
taka. Þeirra er framtíðin, — og fyrr en
varir taka þeir við af okkur liinum eldri.
Svo sem kunnugt er, var síðasta þing
Stórstúkunnar baldið í Reykjavik dagana
7.—9. júní s.l. Komu þá einn daginn i
heimsókn nokkrir félagar úr barnastúk-
unni ÆSKUNNI nr. 1, ásamt gæzlumönn-
um. Var þetta hin ánægjulegasta stund
með líku sniði og vikið var að fyrr. Við
])irtum hér mynd, sem tekin var við það
tækifæri. í baksýn má glöggt greina ýmsa
embættismenn reglunnar.
Á síðasta ári voru starfandi 60 barna-
og ungiingastúkur viðs vegar um land, og
félagar þeirra rúmlega sjö þúsund.
Nokkrir félagar úr barnastúkunni ÆSK-
UNNI nr. 1, ásamt gæzlumönnum stúk-
unnar heimsóttu Stórstúkuþingið. Mynd
þessi var tekin við það tækifæri.
Stórstúkuþing.
340
/