Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 7
hermannallokki, sem kemur þrammandi ofan frá Skóla- v°rðuholti, klyfjaður farangri og með sekkjapípuleikara í ')roddi fylkingar og fyrirmann einn með orður í barmi. Ég er líka klyfjuð farangri eins og hermennirnir, með llrerki á brjósti eins og offíserinn, á leið út úr bænum, líkt °g herdeildin, og kann að auki fjögur orð í ensku og að hlása í munnhörpu. Einn-tveir-þrír. — Ég labba í veg fyrir landvarnarliðið, staðnæmist frammi fyrir liöfuðsmanninum, sem ósjálfrátt hýst í varnarstöðu, þen út brjóstið, ber hönd að enni og Segi hressilega: Hádújúdú! og bíð svo átekta. Ékki ber á öðru — foringinn kann enskul Hann brosir í kampinn, skoðar mig lítillega og sýnir Slðan í verki hver dáindis kurteisismaður Bretinn er. Hann víkur sér að flokknum, stöðvar hann og gefur skip- Utl- Hljóðfæraleikurinn þagnar — hermennirnir munda hyssurnar. Onnur skipun gellur við. Það glampar á byssustingina °g glymur undan skeftunum í götusteinunum. Liðsforinginn snýr sér snöggt við, grafalvarlegur ásýnd- Urtl) heilsar mér með glæsilegri hermannakveðju, og allt hakliðið tekur undir eins og það leggur sig! Hermennirn- Ir axla vojmin á nýjan leik, hljóðfæraleikararnir í köflóttu Phsunum hefja blásturinn, flokkurinn sveigir fram hjá •^ér og heldur leiðar sinnar taktföstum skrefum, en ég slend gapandi eftir. Liðskönnuninni er lokið! hvílíkan dýrðardag hef ég aldrei lifað fyrr. Ég lield í s:t|uvímu áfram niður Laugaveginn og finn nú hvorki fVrir töskunni né sjálfri mér lengur. Ég geng ekki lengur <l yfirborði jarðar, heldur langt fyrir ofan það — á yndis- feSa mjúkum svampi, sem lyftir mér hærra, hærra og haerra inn í heim milljóna stríðandi hermanna, sem allir h°ygja sig orðalaust fyrir skjótum skipunum, er ég gef á Vlxl 0g leggja vopn sín að fótum mér. % er einmitt að rétta fram höndina eftir lárviðarsveig ^r<1 guði almáttugum — en þá er draumurinn rofinn með ÓVaentum hætti. Strákur í stuttbuxum, skoppandi gjörð á undan sér, eillur hlaupandi, stöðvar gjörðina tafarlaust við fætur ’Þtna, flennir út augun og gónir á mig með opinn munn. ^g stanza og glápi óþvegið á móti. Hver þremillinn he"gur að rollingnum? htrákurinn svarar þögulli spurningunni á þann hátt að stlllga upp f sig tveim skítugum puttum, og skerandi blíst- "rsIl]jóð smýgur inn í lilustir mínar. horfi hissa og nreð hellu fyrir eyrunum á þessar dðfarir drengsins. f l] þess að koma mér, heimskri stelpunni, betur í skiln- Hermenn halda til kirkju i Reykjavík. ing um, hvað hann eigi við, bendir hann á mig lireinum fingri og hrópar heldur hæðnislega: Ne-i, sjáiði barasta stelpuna með stóru töskuna, í síða frakkanum — hahahahahahal Það ískrar í honum hláturinn, þegar hann fer leiðar sinnar. Hann er þó hreint ekkert að flýta sér. Með stuttu millibili dokar hann við og sendir mér tóninn — hlátur- rokur, sem skella á baki mínu eins og holskeflur. Taskan dettur úr máttvana hendi minni. — Eitthvað voðalega slæmt hefur lostið mig og daginn — hann myrkv- ast í einu andartaki, og í myrkrinu heyrist mér flissað í öllum áttum — fliss í fólki, sem nú er vont. Mér verður hrollkalt. Ég er orðin að klakadrumb og get ekki þítt hann með tárum — þau eru líka frosin. í nálægu húsaskoti leita ég afdreps og drasla á eftir mér töskunni, sem nú er orðin svo skelfilega þung. — Kápan liennar mömmu er ekki lengur fín. Hún er snjáð og ljót og þyngir mig niður — og mæðrablómið síð- an í hitteðfyrra. Ég fer úr frakkanum og brýt hann saman undir annan handarkrikann. Svo tek ég á rás niður Bankastræti, eins hratt og fæturnir framast orka, og forðast að líta til hægri eða vinstri. Ég bjarga mér og töskunni inn í vagninn og varpa mæðinni. Ekki mátti tæpara standa. 1 vagninum, sem síð- an ekur á rólegri ferð, tek ég gleði mína á ný. í bakaleið- inni yrði ég laus við töskuna stóru. Ég leik við hvern minn fingur við tilhugsunina og bíl- ferðin reynist mér skemmtilegri en orð fá lýst. Ég nýt hristingsins í ríkum mæli og öldufallanna í landslaginu, sem hossa mér upp og niður, og horfi gegn- um vagngluggann á hinar veldregnu náttúrumyndir, sem blasa við sjónum. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.