Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 31
um för Gullivers til Puta-
og var enskur höfundur,
skrifuS til þess að skopast
im þótti ekki fara sem bezt
Var því eiginlega ekki nein
^msir til þess að sníða úr
^örnum, og það er varla
i nafa haft eins gaman af
íisa bók Swifts meðal gim-
i-num og hefur henni verið
tungumál heimsins.
frægu sögu, og er ekki
s'ða vinsæl meðal lesenda
'j
FÖR GÚLLÍVERSTIL PUTALANDS
langt, að hann sá allt andlitið á mér og
fórnaði upp höndunum svo sem til aðdáun-
ar og æpti upp í ákaflega skrækum róm,
en þó greinilega, þessi orð:
„Hekína degúl.“
Hinir tóku svo upp þessi orð nokkrum
sinnum, — en ekki skildi ég þau þá.
Eins og lesandinn getur skilið, lá ég
ekki rólegur allan þenna tíma. Svo hnykkti
ég á af öllu afli til að losa mig, og tókst
mér að slíta þræðina og rffa upp hælana,
sem vinstri handleggur minn var festur
með, og með því að færa hann upp að
augunum sá ég, hverja aðferð þeir höfðu
haft við það, að reyra mig niður, og með
því að bylta höfðinu til um leið ‘svo sem
ég þoldi, gat ég með mestu kvölum losað
ofurlítið hárið á mér í öðrum vanganum, 6vo
ég gat undið höfðinu til svo sem um tvo
þumlunga. En þá lögðu þessir hnokkar á
flótta öðru sinni, áður en ég gat náð í þá.
Því næst lustu þeir upp ópi miklu í sama
skræka rómnum, og þegar það var þagnað
heyrði ég einn af þeim kalla hátt:
„Tolgó fónak,“ og í sama bili fann ég,
að hundrað örvum, eða hver veit hvað, var
skotið í vinstri höndina á mér, og var það
eins og ég væri stunginn með nálum. Þá
sendu þeir annað örvaélið upp í loftið,
eins og við hér í Norðurálfunni köstum
sprengihnöttum og er líklegt, að margar af
þeim hafi komið niður á mig, þótt ég fyndi
það ekki, en sumar örvarnar fékk ég niður
í andlitið, og hlífði ég því þó með vinstri
hendinni. Þegar þessi örvadrífa var liðin
hjá, hneig ég út af stynjandi af gremju og
sársauka, og þegar ég reyndi þá aftur að
slíta mig lausan, sendu þeir mér enn eina
örvahriðina verri en hinar fyrri, og nokkrir
af þeim reyndu að stinga mig með spjótum
í síðurnar, en til allrar hamingju var ég í
skinnúlpu, sem þeir unnu ekki á. Mér þótti
hyggilegast að liggja hreyfingarlaus, og
það ætlaði ég að gera allt til nætur, því
þá gat ég hæglega losað mig með vinstri
hendinni, sem nú var laus.
Ég hafði og ástæðu til að halda, að ég
gæti vel jafnast á við hvern þann her, sem
þeir sendu á mig, ef enginn þeirra væri
stærri en sá puti, sem upp að hökunni á
mér kom. Þegar þeir sáu nú að ég lá kyrr,
sendu þeir mér ekki fleiri örvar, en af
hávaðanum sem í þeim var, gat ég ráðið,
að þeir voru að koma þar fleiri og fleiri,
og svo sem tvo faðma frá hægra eyranu
á mér heyrði ég eitthvert dangl meira en
heila klukkustund, eins og menn væru þar
að einhverju sýsli, og sneri ég því andlitinu
þangað, svo að strengirnir og hælarnir
leyfðu og sá ég þá, að þeir höfðu komið
saman trönum, hér um bil hálft annað fet
á hæð, og palli ofan á, þar sem fjórir af
þeim gátu staðið saman og höfðu þeir reist
þar við stiga til að ganga upp. Einn af
þeim, sem virtist vera foringi þeirra, hélt
nú þaðan langa tölu yfir mér, sem ég skildi
ekki eitt orð í. En ég hefði átt að geta þess,
að áður en höfðingi þessi tók til máls,
hrópaði hann upp þrisvar sinnum:
„Langró dehúl san.“
Bæði þessi orð, og svo þau er fyrr er
getið, voru endurtekin fyrir mér síðar og
útlistuð. En síðar komu víst 50 af þeim
og skáru á þræðina, sem tjóðruðu niður
vinstri vangann á mér, svo að ég gat snúið
mér á hægri vangann og skoðað þennan
ræðumann og tilburði hans. Hann virtist
vera miðaldra og hærri en hinir þrír, sem
hjá honum stóðu, en af þeim var einn
auðsjáanlega þjónn og bar kápuslóða hans,
og sýndist hann vera eitthvað lítið eitt
hærri en langatöng mín. Hinir tveir stóðu
267