Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 26

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL PG TONAR Nú ætla ég að segja ykkur frá henni Erlu litlu. Þegar ég hitti hana fyrir nokkrum dögum, bar hún lítinn og vesældarlegan, bröndóttan kettling í fanginu. Ég spurði, hvort hún ætti hann. „Já,“ sagði hún, „ég fann hann niðri f fjöru um daginn. Hann var næstum dauður.“ „Hvað varstu að gera niðri í fjöru?" „Ég var að bíða eftir að sjá bátana koma að landi.“ „Varstu ein?“ „Nei, ég var með afa. Hann þekkir mann, sem á bát, og við ætluðum að kaupa rauðmaga. Það er svo gaman að sjá sprikl- andi rauðmaga." „Æ, — mér þykir nú meira gaman að borða hann. — En, ekki hefur þó lifandi kettlingur verið í hrognkelsaneti," sagði ég. „Nei, nei,“ sagði Erla. „Ég sat á steini og var að bíða eftir bátnum, þá sá ég eitthvað hreyfast á milli steinanna. Mér brá, af þyí að mér sýndist þetta vera rotta. Ég fór nú samt að athuga þetta betur, og hvað heldurðu — þá var þetta Tralli." „Tralli?" „Já, ég skírði hann strax Tralla. Þú hefðir bara átt að sjá hvað hann var horaður. Hann hefur áreiðanlega ekki náð sér í neitt að éta. Hann var líka alveg draghaltur, en nú er honum að batna í löppinni." „Já, ég sé að hann er með reifaða löpp, en hann lítur sæmi- lega út núna,“ sagði ég. „Já, hann hefur fitnað svolítið. Ég er líka alltaf að gefa honum fisk og mjólk.“ Erla strauk Tralla ósköp blíðlega. Tralli lygndi aftur augunum og malaði. „Það má aldrei strjúka ketti upp,“ sagði Erla. „Það vinnst öllum köttum svo vont.“ „Mikið er gaman, að það skulu vera til dýravinir ennþá,“ sagði ég. — „Góðir krakkar, sem hjálpa þeim er eiga bágt, hvort heldur það eru menn eða dýr, fá það áreiðanlega launað einhvern tíma á ævinni. Guð fylgist með þeim.“ „Ég veit það,“ sagði Erla, „þá fá hinir Ifka refsingu, sem eru vondir. — Heldurðu það ekki?“ „Jú, áreiðanlega,” svaraði ég. — „í söngleiknum „Fiðlaranum á þakinu“ er sagt: Sá, sem spýtir upp í loftið fær það framan f sig aftur.“ Erla brosti lítið eitt og það brá fyrir glampa í augunum, eins og hún skildi þetta alveg. Svo sagði hún: „Viltu syngja fyrir mig vísurnar um hana Dísu, sem var svo vond við kisuna sína.“ Ég söng vísurnar fyrir Erlu. Þar segir frá því hvernig Dísa kreisti hana kisu sína, stríddi henni og reif í rófuna á henni. En alltaf var kisa jafn góð við Dísu. En, svo gerðist nokkuð, — og eftir það varð Dísa betri við kisu. Dísu dreymdi nefnilega skrítinn draum. Hana dreymdi, að hún var sjálf orðin að kisu, og kisa var orðin að henni. Leikurinn snerist við. Nú varð Dísa að þola sitt af hverju, t. d. það að vera hárreitt og hent út fyrir dyr. Það þarf ekki að lýsa því hversu fegin Dfsa varð þegar hún vaknaði og fann, að hún var þarna sjálf. Ég söng svo annað lag fyrir Erlu, — auðvitað líka um kött — því að nú snerist allt um ketti hjá henni. Það var Ijóðið um „Flækingsköttinn." Erla var fljót að læra Ijóðið, og brátt gat hún sungið lagið líka. Hún sagði: „Ef ég hefði ekki bjargað Tralla, væri hann kannski svangur flækingsköttur. Ég ætla aldrei að láta hann verða útilegu- kött. Ég má fara með hann upp í sveit, og skilja hann svo eftir hjá frænda mínum, þegar ég fer heim aftur.“ „Ætlarðu kannski að stofna kattabú?" spurði ég. „Kattabú, — til hvers?" „Selja kattaskinn.“ „Ertu frá þér!“ hrópaði Erla hneyksluð. „Nei,“ sagði ég, „Lundúnabúar verða að gæta katta sinna vel núna, því að þar vaða uppi kattaþjófar. Þeir stela fallegum heimilis- köttum, sem eru stroknir og gljáandi, og selja skinnið úr landi á 700 kr. stykkið!“ „Gasaleg kvikindi!“ sagði Erla, hissa á þessari mannvonzku. „Já,“ sagði ég, „þetta eru nú ekki góðhjartaðir þjófar, — en þeir eru það nú víst yfirleitt ekki, hvort eð er. — Ja, nema ef það væri hann Hrói höttur! í stórborgum er margt einmana, gamalt fólk, sem á enga vini — nema köttinn sinn. — Svo að við getum ímynd- að okkur hvernig því líður þegar hann er horfinn." „Ég vildi að kettirnir bitu þessa kattaþjófa rækilega," sagði Erla litla og reiði brá fyrir í svip hennar. „Já, það vildi ég líka, en þó að kettirnir bíti þá ekki, er ég viss um, að einhver eða eitthvað á eftir að bíta þá rækilega ein- hvern tíma á lífsleiðinni, eins og alla þá, sem gera rangt.“ Erla starði hugsi út í loftið, svo sagði hún: „Þá getur maður bara sagt — Gott á þá!“ Við spjölluðum enn um stund, unz Erla sagði: „Jæja, nú verð ég að fara. Hann Tralli á að fara að sofa. Hann sefur í brúðu- vagninum mínum." „Já, hann Tralli er heppinn kettlingur," sagði ég. Við kvöddumst, og syngjandi vísurnar um flækingsköttinn val- hoppaði Erla af stað með Tralla litla í fanginu. Nú sendi ég ykkur lag við Ijóðið „Flækingskötturinn" eftir skáld- konuna Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Mörg ykkar hafa kynnzt Ijóðum hennar þulum og sögum, bæði í barnatímum útvarpsins og hér I Æskunni. Og ef þið kunnið lagið „Komdu kisa mín“ læt ég ykkur hafa hér létt gítargrip við það, svo þið getið sungið meira um hana kisu. (Sjá bls. 271). Ég kveð ykkur svo að sinni og vona, að sem flest ykkar komis1 I sveit, eða einhverja snertingu við frjálst og heilbrigt útilif í sumar- Einnig vona ég, að þið verðið vinir bæði dýra og manna. Kærar kveðjur! INGIBJÖRG FLÆKINGS- KÖTTURINN ☆ Ljóð: Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti ☆ Lag: Ingibjörg Þorbergs Kisa litla kúrir ein, köld og svöng að vana, út’ í holti, upp við stein, — enginn sér um hana. Ef eignast viltu innri frið og þér sjálfum hlýni henni skaltu leggja lið, svo lífinu ei hún týni. Enginn verður sælli en sá, sem að aðra gleður og harmi bægir hryggum frá og hungur neyðar seður. 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.