Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 10
Malajaþorp. Tár streymdu úr augum þeirra. Þær sátu á votri jörðinni skammt frá nokkrum þorpskofanna. Þær heyrðu ekki, að nöfn þeirra voru kölluð reiðilegri röddu út úr dyrum eins kofans. „Æ, æ,“ snökti Jang, sú eldri Jreirra. „Litla systir, ég þoli þetta ekki lengur.“ Dökkleitur karlmaður gekk fram í dyr kofans. Hann hrópaði: „Jang, Mína, Jang, Mína, komið hingað undir eins, heyrið þið það, krakkaskammirnar ykkar. Það væri betur að jörðin gleypti ykkur. Þið eruð of latar til að vinna fyrir málungi matar. Þið eigið að gegna undir eins og á ykkur er kallað, letingjarnir ykkar.“ Hann staldraði and- artak við í dyrunum og starði út í myrkrið. Síðan heyrð- ist hann formæla þeim hálfum hljóðum og hverfa aftur inn tautandi fyrir munni sér. Jang horfði óttaslegin á eftir honum. Mína litla steytti litlu hnefana sína á eftir honum, og um leið og hann hvarf inn úr dyrunum, hvíslaði hún: „Ég óska, að spjót væri rekið í gegn um hann. Ég óska, að ráðizt yrði á hann.“ Þessar hefðbundnu formælingar þjóðar hennar hljómuðu undarlega af barnsvörum hennar. Af svip þessa skapmikla barns duldist ekki, að hugur fylgdi máli og að hún bar haturshug til húsbónda síns. Hún sneri sér að systur sinni: „Þú segist ekki Jrola að vera hér lengur, Jang. Ég Jroli það alls ekki lengur.“ Sorgbitin leit Jang á hana. „Hvað stoðar okkur að tala svona?“ sagði hún með grátekka. „Við erum ánetjaðar sem fiskar í neti. Við megum okkar einskis. Við getum aðeins grátið.“ Hún grúfði andlitið í höndum sér. „Það stoðar lítið að gráta,“ sagði Mína. „En ég veit, hvað við getum tekið til bragðs." Þótt telpurnar væru systur og hefðu verið samvistum alla ævi, voru þær harla ólíkar bæði í sjón og reynd. Jang var fríð telpa og kringluleit. Augnaráð hennar var blíð- legt, feimnislegt og ef til vill ekki skarplegt. Augu hennar virtust nú enn stærri en endranær, því að hún var mögur og svöng. Mína var dökk yfirlitum og grönn, en var fjör- leg og skynug. Telpurnar voru munaðarlausar. Þegar foreldrar þeirra dóu, Jróttist maður sá, sem á Jjær hafði kallað, hafa átt peninga lijá þeim. Og hann hafði tekið Jrær nauðugar til sín. Hann lagði þeim til klæði og fæði, til að þær gætu gengið að verkum. Hann fór með þær eins og ambáttir. Ef þær sáust leika sér, atyrti hann Jrær. Og ef eldiviðurinn, sem Jrær tíndu í skóginum, var ekki vel Jrurr eða ef hrís- grjónin, sem þær elduðu, voru ekki vel soðin, barði hann þær. Fyrr um daginn hafði húsbóndi þeirra, — en hann hét Awang Uda, — komið að þeim, er þær voru í skeljaleik með nokkrum börnum úr Jrorpinu og voru fimlega að velta við skeljum með fótunum. Awang Uda hafði brugð- izt reiður við og barið þær ójryrmilega. Jang hafði grátið sáran, en Mína hafði brotizt urn eins og villiköttur og meira að segja tekið á móti. Nú höfðu þær gert illt verra með því að hlaupa í felur og gefa sig ekki fram, þegar á þær var kallað. Jang kenndi þegar til undan barsmíðinni, sem hún þóttist vita, að þær ættu nú í vændum. Öðru máli gegndi um Mínu. Hún sagðist ekki láta berja sig aftur. Og nú sagði hún systur sinni frá ráðagerðum sínum. „Heyrðu mig, systir, við skulum strjúka héðan,“ sagði hún. „Grimmdina í Awang Uda Jrolum við ekki lengur. Tökum bát og flýjum á náðir stjórnarinnar. Það er sagt, stjórnin leyfi engum að komast upp með þrælahald. Og ég segi, að við skuldum Awang ekki neitt.“ „Hvernig veiztu það?“ spurði Jang. „Ég heyrði Imam The vera að tala við Awang Uda- Hann gaf mér ekki gaum, af Jrví að svo lítið fór fyrir mér eða af Jrví að hann hélt, að ég væri of lítil til að skilja, hvað þeim færi á milli. Imam The sagði: „Vertu varkár, Awang, til að stjórninni berist ekki til eyrna, hvernig J>u ferð með börnin og til að Jrú lendir ekki í vandræðum- Awang hló við og sagði: „Það skiptir engu máli. Stjórnit1 er langt í burtu. Hver fer að segja henni af börnunum? Allir í þorpinu skulda mér. Ég get selt jarðir Jreirra og nautgripi, þegar mér sýnist, jafnvel jörðina þína og naut- gripi, Imam. Það er betra fyrir fólkið að tala varlega-' Imam The þagði við og minntist ekki aftur á okkur. Nu skulum við leita ásjár hjá stjórninni. Ég er viss um, hún frelsar okkur.“ „Ég þori það ekki,“ sagði Jang grátandi. „Við vituiU ekki, hvað á leið okkar verður. Þú kannt málsháttinn: Þott gulli rigndi á erlenda grund, en land okkar væri urðin eiu, væri það samt öðrum löndum betra.“ „Ég kann hann, en í málshættinum segir ekki, Jrótt blóð1 rigni,“ svaraði Mína. „Því mun aftur rigna, Jregar í kof' ann kemur. Ef Jrú ert hræddari við stjórnina en svipuu3’ farðu þá aftur í kofann og láttu Awang berja þig. 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.