Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 25

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 25
Ur- Nú var hann vopnlaus orðinn, því að spjóti sínu hafði hann skotið að Kölu. Hann varð því að ná heim í þorp Sltt eins fljótt og mögulegt var. Tarzan fylgdi enn eftir og Var nú svo nærri, að kalla mátti að hann væri yfir höfði Þess svarta, sem nú flýtti sér sem mest hanri mátti heim. Tarzan hafði stráreipi sitt tilbúið í annarri hendi, en vildi ehki kasta því að Kolunga fyrr en hann væri búinn að sjá ^var hann ætti heima. Og hann sá það fyrr en varði, því að allt í einu tók við stórt rjóður í skóginum. Umhverfis það var skíðgarður og í sjónhendingu sá Tarzan marga strákofa standa innan hans. Nú varð hann að hafa hraðar hendur, ella slyppi fórnarlamb hans, sem þegar var ^ekið á rás. Grannt stráreipið hlykkjaðist í loftinu yfir höfði Kolunga og hertist að með rykk, því að maður- inn var á harðahlaupum. Neyðaróp kafnaði í hálsi hans °g Tarzan dró svertingjann, sem baðaði út öllum öngum, að sér inn í skógarþykknið. Hann batt snöggan enda á hf surts, nú var Kölu fóstru hans hefnt. Tarzan tók tniislegt skraut af líkama svertingjans, fjaðrir og ökla- hringa, og einnig sló hann eign sinni á veiðihnífinn, sem hékk við lendaskýlu hans. 1 arzan apabróðir var soltinn, því að ekki liafði hann haft tíma til að veiða sér neitt til matar meðan á þessum eltingarleik stóð. Og hér var kjöt, nóg kjöt og þó hikaði hann. Hvað var það, sem aftraði honum frá að fá sér bita af þessu svarta dýri? Átu menn aðra menn? Um það hafði hann ekki lesið í bókunum, en Tarzan bara fann, að hann hafði enga lyst á því að eta af svertingjanum. Þarna bjarg- ahl margra alda erfðavenja honum frá því að fremja ^annát. Tarzan var þó hissa á þessari ógleði sinni. Hvers Vegna gat hann ekki étið þetta kjöt eins og kjötið af villi- Svmi eða rádýri? Hann hristi liöfuðið, losaði snöru sína af SVarta manninum og sveiflaði sér upp í trén. Nú var mikið starf fyrjr höndum við að rannsaka alla þessa kofa í rjóðr- lriu innan skíðgarðsins. Þorp svertingjanna Tarzan starði á þessa nýlundu, þorpið, sem risið hafði | arna upp á fáum vikum, aðeins stuttan spöl frá svæði því 1 skóginum> sem flokkur Kerchaks apakóngs hafðist við á. ann tók fljótt eftir því, að á einum stað náði skógurinn j*heg að skíðgarðinum og er Tarzan kom þangað hafði ‘*nn hið bezta útsýni yfir þorpið úr tré, sem næstum Slútti inn fyrir garðinn. Hann taldi víst, að þessir menn V‘tl u óvinir og mundu mæta honum með spjótum og örv- llru> ef hann léti þá sjá sig. Tarzan þekkti ekki önnur lög en lögmál frumskógarins: að drepa eða verða drepinn. Allir skógarbúar, nema flokkur hans og Tandor, fíllinn, voru óvinir hans. Úr felustað sínum í trénu sá Tarzan margt, sem hann hafði aldrei séð áður. Hann var steinhissa. Þarna voru konur að mala korn, og næsturn nakin börn voru að leika sér milli strákofanna. Tarzan sá úr felustað sínum í trénu að karlmenn voru að vinna við girðingu eða skíð- garð og svo tók hann eftir konu, sem sat á hækjum sínum við pott yfir eldi. í pottinum var rauður grautur og sá Tarzan, að konan rak örvarodda niður í hinn rauða graut og lagði þær síðan á grind til þerris. Þarna var þá galdur- inn, sem drap stóru dýrin, þótt þau fengju aðeins smásár af örinni. Honum datt í hug, að hann þyrfti að ná sér í nokkrar svona örvar með eituroddum, bara að konan gæti nú farið frá um stund. Meðan þessu fór fram, komst allt í einu einhver ókyrrð á í hinum enda þorpsins. Tarzan leit upp og sá þá, að nokkrir svartir menn höfðu fundið skrokkinn af Kolunga og voru nú að veifa og kalla. Allt komst í uppnám, og konur, karlar og börn hlupu öll í áttina til mannanna, sem kölluðu. Svæðið neðan við Tarz- an var nú mannlaust og án þess að liika renndi hann sér til jarðar, rétt hjá kofa nokkrum. „Égætla að svipast um inni í þessu greni,“ hugsaði hann og gekk inn í hálfdimman kofann. Framh. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.